Íslenski boltinn

Ótrúlegt sjálfsmark markmanns HK um helgina - myndband

Hjalti Þór Hreinsson skrifar
Tómas Ingi Tómasson er þjálfari HK.
Tómas Ingi Tómasson er þjálfari HK. Fréttablaðið/Valli
Ögmundur Ólafsson markmaður HK vill eflaust gleyma leiknum sem hann spilaði gegn Þór á Akureyri um helgina sem fyrst. Hann byrjaði leikinn á því að skora ótrúlegasta sjálfsmark íslenska boltans í ár og það var aðeins byrjunin á hrakförum hans í leiknum.

Saklaus bolti rúllaði inni í teignum og var á leiðinni frá markinu, langt afturfyrir eða hreinlega í innkast. Ögmundur ætlaði að taka boltann upp með höndum en missti hann á einhvern ótrúlegan hátt inn í markið.

Þetta gerðist eftir um 50 sekúndur í leiknum og atvikið náðist á myndband.

Ögmundur lauk ekki keppni þar heldur fékk á sig víti fjórum mínútum síðar. Þór skoraði og var komið í 2-0 eftir fimm mínútur.

HK minnkaði muninn í 2-1 en leiknum lauk svo 6-3. Ögmundur fékk því á sig sex mörk en reyndar gat hann lítið gert við nokkrum þeirra.

Hérna má sjá myndband af mörkunum í leiknum af YouTube.

Í lok myndbandsins sýnir Tómas Ingi Tómasson, þjálfari HK, einnig gamalkunna takta og heldur "kúlinu" um leið þegar hann heldur áfram að skrifa hjá sér punkta eins og ekkert sé.

Sjón er sögu ríkari.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×