Ekki hyglað að Vettel hjá Red Bull 8. júní 2010 12:02 Sebastian Vettel ræðir við fréttamenn eftir skellinn í Tyrklandi. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel segir að hann fái ekkert umfram Mark Webber, hvorki varðandi búnað né leikplan í mótum hjá Red Bull liðinu. Báðir fái jafna möguleika á því að vinna mót. BBC spurði Vettel um þetta atriði eftir mikla umræðum um frammistöðu hans og Mark Webber í Tyrklandi á dögunum. Þá reyndi Vettel framúrakstur þegar Webber var í fyrsta sæti. "Hvorki ég né Webber erum ökumaður númer eitt hjá liðinu. Við förum í keppni til að finna út hvor er betri og þannig á það að vera. Við fáum jafna möguleika", sagði Vettel í samtali við BBC, en frétt um málið er á autosport.com. Vettel kvaðst ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en er ekkert kappaksfullur að sanna stöðu sína í Kanada um næstu helgi. "Það mátti sjá að ég var ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en núna horfum við fram veginn. Ég þarf ekkert sérstaklega að sanna mig í Kanada. Við stöndum okkur vel á laugardögum og þurfum að bæta stöðuna á sunnudögum. Við munum reyna að ná hámarksárangri á góðum bíl." Vettel viðurkenndi að hafa beygt til hægri inn í hlið Webbers þegar hann reyndi framúraksturinn á Webber og það er í fyrsta skipti sem hann viðurkennir það atriði. "Þetta gerðist hratt. Ég var kominn framúr og reyndi að beygja í rólegheitum til hægri. Ég var kominn í forystu, en forystubíllinn ræður yfirleitt ferðinni. En við skullum skyndilega saman og þetta var búið." Aðspurður um hvor hann myndi keyra á sama hátt, ef sama staða kæmi upp á ný sagði Vettel; "Maður gerir það sem manni finnst rétt á hverjum tíma. Hver sem útkoman er, þá er maður alltaf að læra eitthvað." Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sebastian Vettel segir að hann fái ekkert umfram Mark Webber, hvorki varðandi búnað né leikplan í mótum hjá Red Bull liðinu. Báðir fái jafna möguleika á því að vinna mót. BBC spurði Vettel um þetta atriði eftir mikla umræðum um frammistöðu hans og Mark Webber í Tyrklandi á dögunum. Þá reyndi Vettel framúrakstur þegar Webber var í fyrsta sæti. "Hvorki ég né Webber erum ökumaður númer eitt hjá liðinu. Við förum í keppni til að finna út hvor er betri og þannig á það að vera. Við fáum jafna möguleika", sagði Vettel í samtali við BBC, en frétt um málið er á autosport.com. Vettel kvaðst ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en er ekkert kappaksfullur að sanna stöðu sína í Kanada um næstu helgi. "Það mátti sjá að ég var ekki ánægður með það sem gerðist í Tyrklandi, en núna horfum við fram veginn. Ég þarf ekkert sérstaklega að sanna mig í Kanada. Við stöndum okkur vel á laugardögum og þurfum að bæta stöðuna á sunnudögum. Við munum reyna að ná hámarksárangri á góðum bíl." Vettel viðurkenndi að hafa beygt til hægri inn í hlið Webbers þegar hann reyndi framúraksturinn á Webber og það er í fyrsta skipti sem hann viðurkennir það atriði. "Þetta gerðist hratt. Ég var kominn framúr og reyndi að beygja í rólegheitum til hægri. Ég var kominn í forystu, en forystubíllinn ræður yfirleitt ferðinni. En við skullum skyndilega saman og þetta var búið." Aðspurður um hvor hann myndi keyra á sama hátt, ef sama staða kæmi upp á ný sagði Vettel; "Maður gerir það sem manni finnst rétt á hverjum tíma. Hver sem útkoman er, þá er maður alltaf að læra eitthvað."
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira