Button: Ég get enn orðið meistari 2. september 2010 17:17 Jenson Button er núverandi meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitli, þó hann hafi verið keyrður út úr síðustu keppni af Sebastian Vettel, í misheppnuðum framúrakstri. Hvorugur þeirra fékk stig úr mótinu, en Lewis Hamilton og Mark Webber bættu báðir við sig í stigakeppninni. Button sagði í frétt á autosport.com að hann hefði verið leiður eftir síðustu keppni, en að 35 stig í efsta mann væri ekki svo mikið. Stigagjöfin er þannig að 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, 15 fyrir þriðja og síðan færri stig alveg niður í 10 sæti. "Ef við tækjum mið af stigagjöfinni sem var í fyrra, þá værir mismunurinn 14 stig, sem er ekki mikið. Þetta er einn sigur og fimmta sæti, þannig að það er allt í spilunum ennþá. Það verður hiti í síðustu mótunum og meiri hasar. Ég ætla að komast hjá vandræðum og berjast um sigur í öllum mótum", sagði Button í viðtali við talkSport útvarpsstöðina samkvæmt frétt autosport. Button hefur ekki trú á því að Hamilton fái forgang hjá McLaren þó hann sé núna efstur að stigum. "Liðsfélagi minn Hamilton er frábær og við höfum báðið orðið meistara og við fáum sama tækjakost. Þannig á þetta vera þegar stefnt er á titil. Ég er enn að berjast um titilinn og ætla að halda titlinum í stofunni hjá mér", sagði Button. Hann sagði að Vettel hefði hringt í sig eftir keppnina á Spa og beðið afsökunar á árekstrinum. Vettel taldi "Ég fæ ekki stigin tilbaka og þetta voru nistök og ég varð að gjalda fyrir þau. En núna verð ég að horfa fram veginn", sagði Button. Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Formúlu 1 meistarinn Jenson Button telur að hann eigi enn möguleika á meistaratitli, þó hann hafi verið keyrður út úr síðustu keppni af Sebastian Vettel, í misheppnuðum framúrakstri. Hvorugur þeirra fékk stig úr mótinu, en Lewis Hamilton og Mark Webber bættu báðir við sig í stigakeppninni. Button sagði í frétt á autosport.com að hann hefði verið leiður eftir síðustu keppni, en að 35 stig í efsta mann væri ekki svo mikið. Stigagjöfin er þannig að 25 stig eru gefin fyrir sigur, 18 fyrir annað, 15 fyrir þriðja og síðan færri stig alveg niður í 10 sæti. "Ef við tækjum mið af stigagjöfinni sem var í fyrra, þá værir mismunurinn 14 stig, sem er ekki mikið. Þetta er einn sigur og fimmta sæti, þannig að það er allt í spilunum ennþá. Það verður hiti í síðustu mótunum og meiri hasar. Ég ætla að komast hjá vandræðum og berjast um sigur í öllum mótum", sagði Button í viðtali við talkSport útvarpsstöðina samkvæmt frétt autosport. Button hefur ekki trú á því að Hamilton fái forgang hjá McLaren þó hann sé núna efstur að stigum. "Liðsfélagi minn Hamilton er frábær og við höfum báðið orðið meistara og við fáum sama tækjakost. Þannig á þetta vera þegar stefnt er á titil. Ég er enn að berjast um titilinn og ætla að halda titlinum í stofunni hjá mér", sagði Button. Hann sagði að Vettel hefði hringt í sig eftir keppnina á Spa og beðið afsökunar á árekstrinum. Vettel taldi "Ég fæ ekki stigin tilbaka og þetta voru nistök og ég varð að gjalda fyrir þau. En núna verð ég að horfa fram veginn", sagði Button.
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira