Sport

Góður sigur Valskvenna í Evrópukeppninni

Hrafnhildur Skúladóttir skoraði með átta mörk í kvöld.
Hrafnhildur Skúladóttir skoraði með átta mörk í kvöld.
Valur vann mikilvægan sigur á Luventa frá Slóvakíu í forkeppni EHF-bikarkeppni kvenna á Hlíðarenda í kvöld, 26-21. Valskonur leiddu leikinn frá fyrstu mínútu og náðu góðri forystu snemma leiks. Staðan í hálfleik var 14-7 fyrir heimastúlkur.

Valur var að spila góða vörn og fékk mörg mörk úr hraðaupphlaupum en það var kannski þreyta undir lok leiks sem varð til þess að sigurinn varð ekki stærri. Luventa skoraði fjörgur mörk undir lok leiksins og lagaði því stöðuna fyrir seinni leik liðanna. Valkonur halda því út til Slóvakíu með sex marka forystu.

Hrafnhildur Skúladóttir var atkvæðamest í liði Vals en hún skoraði átta mörk og þar af fjögur úr vítaköstum. Ágústa Edda Björnsdóttir skoraði sex mörk, Íris Ásta Pétursdóttir fimm og Anna Úrsúla Guðmundsdóttir var með þrjú mörk. Hjá gestunum í Luventa var Lucia Topiasova atkvæðamest með fimm mörk. Seinni leikur liðanna fer fram næsta laugardag ytra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×