Ráðstjórn sem er Erni Bárði að skapi Brynjólfur Þór Guðmundsson skrifar 20. nóvember 2010 04:00 Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var ritari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihátíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmælendatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóðkirkju? Trúfélagi sem nýtur opinberrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórnvöldum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörðun ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfirvarp yfir óhefta hagsmunabaráttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirrast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingaráform ráðstjórnar" í þessu blaði 11. nóvember að umorða megi markmið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vitleysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leikskóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðarinnar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntarmaðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænlegur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virðingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsviðhorf okkar sem presturinn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni." Já, nefnilega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Brynjólfur Þór Guðmundsson Mest lesið Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Skoðun Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Skoðun 7 símtöl í röð - en ekkert fer í gegn Gró Einarsdóttir skrifar Skoðun Áttaviti í öldrunarþjónustu Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Í skjóli hvíta bjargvættarins Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Að gjamma á stóra grábjörninn getur haft afleiðingar! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lokun Leo Seafood - Afleiðing tvöföldunar veiðigjalda Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Allir geta hjálpað einhverjum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Við erum ekki valdalausar. Við erum óbrjótandi Noorina Khalikyar skrifar Skoðun Vægið eftir sem áður dropi í hafið Hjörtur J Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Sjá meira
Örn Bárður Jónsson, sóknarprestur í Neskirkju, er tekinn til við að uppnefna tillögur Mannréttindaráðs Reykjavíkur um afnám trúboðs í skólum og kennir við ráðstjórnarform. Þetta er Erni Bárði, að eigin sögn, ekki að skapi. Hann kvartar undan miðstýrðu valdi sem hefti frelsi borgaranna. Nú væri gaman að vita hvort Erni Bárði sé eins innanbrjósts um raunveruleg slík brot þegar þau gagnast kirkjunni hans. Tók Örn Bárður, sem um skeið var ritari kristnihátíðarnefndar, sig til dæmis til og mótmælti kristnihátíðinni árið 2000 með þeim orðum að þar væri verið að fagna því að trúfrelsi var afnumið á Íslandi? Steig Örn Bárður þá á stokk og sagði að ekki væri við hæfi að minnast þess með velvilja að fólki var bannað að velja sér eigin trú? Eða er hann fyllilega sáttur við þá miðstýrðu ráðstjórn að einn maður á Alþingi skyldi afnema trúfrelsi og ákveða að allir væru kristnir? Og grætur hann þá ekki við hvert tilefni þegar hann rifjar upp að einn kóngur í Danmörku ákvað rúmu hálfu árþúsundi síðar að Íslendingar skyldu vera mótmælendatrúar en ekki kaþólikkar? Eða er hann hæstánægður með þessa atburði vegna þess að þeir lögðu grunninn að því að snemma á 21. öld er hann prestur í Þjóðkirkju? Trúfélagi sem nýtur opinberrar verndar og fær víðast að valsa um skóla og leikskóla til að boða trú sína, reyna að ná í sálir barnanna á þeim stöðum sem þau eru send til mennta? Og ef Erni Bárði er svona illa við miðstýringu hlýtur hann að vera andvígur því að ríkisvaldið verndi eitt trúfélag, að ríkisvaldið segi þar með að sú trú sé stjórnvöldum þóknanleg og öðrum æðri. Það hlýtur að vera ef hann ætlar að vera sjálfum sér samkvæmur. Hann hlýtur því að berjast fyrir aðskilnaði ríkis og kirkju. Örn Bárður hlýtur líka að vera andvígur þeirri miðstýrðu ákvörðun ríkisvaldsins að skrá ómálga börn sjálfkrafa í trúfélag móður við fæðingu. Nema auðvitað að hann taki framar haginn af því að safna sóknargjöldum þessara barna þegar þau komast á aldur. Eða er allt tal hans bara yfirvarp yfir óhefta hagsmunabaráttu? Örn Bárður er einn þeirra presta sem hafa sýnt sig að skirrast ekki við að fara með ósannindi í umræðunni um hvort stöðva eigi trúboð í skólum eða ekki. Hann segir til dæmis í grein sinni „Bjúgverpill og birtingaráform ráðstjórnar" í þessu blaði 11. nóvember að umorða megi markmið mannréttindaráðs þannig að einangra eigi starf presta við kirkjuhúsin ein. Þetta er rugl og vitleysa. Það er aðeins verið að tala um að trúboð og trúarlegt starf verði ekki stundað í leikskóla- og skólastarfi í borginni. Tillögur ráðsins ganga ekki út á neitt annað. Það veit Örn Bárður hafi hann kynnt sér tillögurnar. Bára Friðriksdóttir, prestur í Hafnarfirði, laug því blákalt að söfnuði sínum og hlustendum Rásar 1 að húmanistar vildu banna 90 prósentum þjóðarinnar að iðka sína trú. Það er enginn að tala um þetta, það er að segja enginn nema helstu andstæðingar breytinganna. Grein Arnar Bárðar er uppfull af skringilegheitum. Hann gerir fólki upp skoðanir. Hann gerir fólki í mannréttindaráði upp að vera slíkar mannleysur að einn Siðmenntarmaður nái að rugla það svo mjög að það virðist með algjöru óráði. Og Siðmenntarmaðurinn hlýtur að vera afskaplega ógnvænlegur karakter, þótt ég þekki hann reyndar af góðu einu. Hann hefur í það minnsta talað af meiri virðingu um trú séra Arnar heldur en Örn hefur sjálfur talað um lífsviðhorf okkar sem presturinn kallar þá ómerkilegustu trú sem til sé, trúin á manninn. En komum þá að svarinu við spurningunni fremst í greininni, spurningunni um hversu mikil trúfrelsisást séra Arnar Bárðar Jónssonar, sóknarprests í Neskirkju, er í raun og veru. Hvað segir hann um afnám trúfrelsis á Íslandi? Jú, í greininni segir hann: „Hugsið eins og Þorgeir Ljósvetningagoði, heiðinginn, sem var stór og opinn í hugsun sinni." Já, nefnilega. Það heitir að vera stór og opinn í hugsun sinni að afnema trúfrelsi þeirra sem ekki deila trú prestsins. En að koma í veg fyrir trúboð hans og trúsystkina hans í skólum, það er stórkostleg aðför að mannréttindum meirihlutans. Örn Bárður: Kanntu annan?
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Skoðun Við getum öll stutt við lesskilning barna - Gleðilegan dag læsis Auður Soffía Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson Skoðun