Schumacher: Ekki að hætta í Formúlu 1 23. september 2010 15:58 Michael Schumacher á fjölda aðdáenda enda sjöfaldur meistari í Formúlu 1. Mynd: Getty Images Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag. "Þið losnið ekki við mig getum við sagt", sagði Schumacher í frétt á autosport.com, en meistarinn sjöfaldi hefur ekki átt sjö dagana sæla með Mercedes, eftir að hann sneri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. Schumacher er með þriggja ára samning við Mercedes. "Markmið okkar er að vinna titilinn, fyrr eða síðar. En það er verkefni að vinna og ekki galdraverk. Við undurbúum okkur snemma af kostgæfni fyrir 2011 og það gæti veitt okkur forskot fyrir næsta ár", sagði Schumacher, en Red Bull, Ferrari og McLaren eru í mikilum slag um titilanna í ár, sem gæti tekið orku frá hönnun bíls næsta ár hjá þessum liðum. Schumacher sagði að það hefði tekið hann fjögur ár að vinna fyrsta titilinn með Benetten á sínum tíma og fimm ár með Ferrari. Hann kvaðst vonast til að það tæki skemmri tíma með Mercedes, en Schumacher er 41 árs gamall. Hann segir að hann hafi ekki fundið sig um borð í Mercedes bílnum með þau dekk sem hafa verið í boði, en nýr dekkjaframleiðandi mætir til leiks á næsta ári. Þá munu allir ökumenn standa jafnt að vígi, með enga reynslu af dekkjunum sem verða notuð. "Það tekur tíma að stilla hlutum saman og við erum að vaxa saman hjá liðinu, bæði í bækistöðinni og á brautinni. Það er erfiðara að vera í stöðu þar sem ekki verið að keppa um sigur, en okkur gengur þolanlega að mínu mati og gætum náð þolanlegum árangri áfram", sagði Schumacher. Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nokkrir spádómar hafa verið á vefmiðlum um Formúlu 1 að Michael Schumacher hætti í Formúlu 1 í lok ársins vegna slaks gengist með Mercedes á árinu. Hann andmælti því þó við fréttamenn á brautinni í Singapúr í dag. Hann keppir á flóðlýstri braut og fimm ökumenn eru í hörkuslag um titilinn án hans þátttöku í þeim slag. "Þið losnið ekki við mig getum við sagt", sagði Schumacher í frétt á autosport.com, en meistarinn sjöfaldi hefur ekki átt sjö dagana sæla með Mercedes, eftir að hann sneri aftur í Formúlu 1 eftir þriggja ára hlé. Schumacher er með þriggja ára samning við Mercedes. "Markmið okkar er að vinna titilinn, fyrr eða síðar. En það er verkefni að vinna og ekki galdraverk. Við undurbúum okkur snemma af kostgæfni fyrir 2011 og það gæti veitt okkur forskot fyrir næsta ár", sagði Schumacher, en Red Bull, Ferrari og McLaren eru í mikilum slag um titilanna í ár, sem gæti tekið orku frá hönnun bíls næsta ár hjá þessum liðum. Schumacher sagði að það hefði tekið hann fjögur ár að vinna fyrsta titilinn með Benetten á sínum tíma og fimm ár með Ferrari. Hann kvaðst vonast til að það tæki skemmri tíma með Mercedes, en Schumacher er 41 árs gamall. Hann segir að hann hafi ekki fundið sig um borð í Mercedes bílnum með þau dekk sem hafa verið í boði, en nýr dekkjaframleiðandi mætir til leiks á næsta ári. Þá munu allir ökumenn standa jafnt að vígi, með enga reynslu af dekkjunum sem verða notuð. "Það tekur tíma að stilla hlutum saman og við erum að vaxa saman hjá liðinu, bæði í bækistöðinni og á brautinni. Það er erfiðara að vera í stöðu þar sem ekki verið að keppa um sigur, en okkur gengur þolanlega að mínu mati og gætum náð þolanlegum árangri áfram", sagði Schumacher.
Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira