Fótbolti

Ítalir að missa eitt Meistaradeildarsæti sitt til Þjóðverja

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur verið mikið um vandamál innan sem utan vallar í ítölskum fótbolta.
Það hefur verið mikið um vandamál innan sem utan vallar í ítölskum fótbolta. Mynd/AFP
Adriano Galliani, varaforseti AC Milan, er hræddur um að Ítalir eigi á hættu að missa eitt Meistaradeildarsæti sitt til Þjóðverja.

Ítalska deildin er ein af þremur deildum, ásamt þeirri ensku og þeirri spænsku, sem hefur fengið fjögur sæti í Meistaradeildinni á hverju tímabili.

„Við vorum með minna en 0,5 stig í forskot á Þjóðverja fyrir tímabilið og það er orðið nokkuð ljóst að við missum sætið okkar frá og með árinu 2012. Við gætum jafnvel misst sætið okkar 2011," sagði Adriano Galliani.

UEFA-indexinn er reiknaður út frá gengi lið hverrar þjóðar í Evrópukeppnunum á undanförnum fimm árum og það er ákveðið út frá þeim stuðli hversu mörg lið frá hverri þjóð fá að taka þátt í Meistaradeildinni og Evrópudeildinni.

Fjöldi liða frá þjóðum í Meistaradeildinni 2009-2010:

4 lið (England, Spánn, Ítalía)

3 lið (Þýskaland, Frakkland, Rússland)

2 lið (Úkraína, Rúmenía, Portúgal, Holland, Tyrkland, Grikkland, Sviss, Belgía, Danmörk)






Fleiri fréttir

Sjá meira


×