Íslenski boltinn

Sif með Katrínu í miðri vörninni á móti Norður-Írum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Sig Atladóttir spilar sem miðvörður á morgun og Rakel Logadóttir er einnig í byrjunarliðinu.
Sig Atladóttir spilar sem miðvörður á morgun og Rakel Logadóttir er einnig í byrjunarliðinu. Mynd/ÓskarÓ
Sigurður Ragnar Eyjólfsson, landsliðsþjálfari kvenna í fótbolta, hefur tilkynnt byrjunarliðið sitt fyrir leikinn á móti Norður-Írlandi í undankeppni HM sem fram fer á Laugardalsvellinum á morgun.

Liðin mætast á Laugardalsvelli kl. 16:00 en leikurinn er sá fyrri í gríðarlega mikilvægri tveggja leikja hrinu þar sem íslensku stelpurnar verða að vinna ef að þær ætla sér að eiga áfram möguleika á að komast upp úr riðlinum.

Sigurður Ragnar stillir liðinu upp í hefðbundnu 4-3-3 leikkerfi sem einnig má túlka sem leikkerfið 4-5-1 þegar íslenska liðið verst.

Sigurður Ragnar hefur ákveðið að nota Sif Atladóttur í miðverðinum með Katrínu Jónsdóttur fyrirliða en þrír leikmenn sem hafa spilað þessa stöðu á síðasta árinu eru meiddar en það eru þær Guðrún Sóley Gunnarsdóttir, Erna Björk Sigurðardóttir og Dóra Stefánsdóttir.

Byrjunarliðið á móti Norður-Írum:

Markvörður

Þóra B. Helgadóttir

Hægri bakvörður

Guðný Björk Óðinsdóttir

Vinstri bakvörður

Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir

Miðverðir

Katrín Jónsdóttir (fyrirliði) og Sif Atladóttir

Varnartengiliður

Edda Garðarsdóttir

Miðjutengiliðir

Katrín Ómarsdóttir og Sara Björk Gunnarsdóttir

Hægri kantmaður

Rakel Logadóttir

Vinstri kantmaður

Hólmfríður Magnúsdóttir

Miðframherji

Margrét Lára Viðarsdóttir

Á bekknum eru: Guðbjörg Gunnarsdóttir, Dóra María Lárusdóttir, Rakel Hönnudóttir, Málfríður Erna Sigurðardóttir, Hallbera Guðný Gísladóttir, Dagný Brynjarsdóttir og Gunnhildur Yrsa Jónsdóttir.

Sigurður Ragnar tilkynnti 22 manna hóp fyrir leikina tvo og fyrir utan hópinn að þessu sinni verða Katrín Ásbjörnsdóttir, Sandra Sigurðardóttir, Berglind Björg Þorvaldsdóttir og Silvía Rán Sigurðardóttir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×