Vettel: Erum dálítið brjálaðir 10. júlí 2010 18:46 Fremstu menn á ráslínunni á morgun, Alonso, Vettel og Webber. Mynd: Getty Images Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber. Vettel er ofar í stigamótinu og Christian Horner tók ákvörðun um að hann fengi væng undan bíl Webbers eftir að hans brotnaði á lokaæfingunni. Webber var sýnilega stúrinn á fréttamannfundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. En Vettel var ánægður með árangur dagsins, en hann vann mótið í fyrra á Red Bull. "Bíllinn virkar vel á brautinni, í þessum beygjum og hraðinn mikill. Ég held við séum allir dálítið brjálaðir, en þetta er svo gaman", sagði Vettel. "Nýi hluti brautarinnar, beygjur ellefu og tólf eru frábærar og ég kann vel við mig á brautinni og bíllinn virkar vel. Að ná fremsta stað á ráslínu er lykill að árangri í kappakstrinum." Vettel var spurður hvort hann væri í uppáhaldi hjá Red Bull og hefði því fengið betri framvæng en Webber. "Það er erfitt að dæma hlutina utan frá séð, en við vitum hvað við erum að gera, að ég held", svaraði Vettel. Bein útsending er frá mótinu á Silverstone á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 11.30. Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Sebastian Vettel náði besta tíma í tímatökum á Silverstone brautinni í dag, en einhver áhöld er um að hann hafi fengið betri framvæng á bíl sinn en Mark Webber af því liðið tekur hann framyfir Webber. Vettel er ofar í stigamótinu og Christian Horner tók ákvörðun um að hann fengi væng undan bíl Webbers eftir að hans brotnaði á lokaæfingunni. Webber var sýnilega stúrinn á fréttamannfundi eftir keppnina samkvæmt frétt á autosport.com. En Vettel var ánægður með árangur dagsins, en hann vann mótið í fyrra á Red Bull. "Bíllinn virkar vel á brautinni, í þessum beygjum og hraðinn mikill. Ég held við séum allir dálítið brjálaðir, en þetta er svo gaman", sagði Vettel. "Nýi hluti brautarinnar, beygjur ellefu og tólf eru frábærar og ég kann vel við mig á brautinni og bíllinn virkar vel. Að ná fremsta stað á ráslínu er lykill að árangri í kappakstrinum." Vettel var spurður hvort hann væri í uppáhaldi hjá Red Bull og hefði því fengið betri framvæng en Webber. "Það er erfitt að dæma hlutina utan frá séð, en við vitum hvað við erum að gera, að ég held", svaraði Vettel. Bein útsending er frá mótinu á Silverstone á sunnudag í opinni dagskrá á Stöð 2 Sport kl. 11.30.
Mest lesið Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Labbar ekki inn í líkamsrækt og byrjar að sprauta í þig sterum“ Sport Dagskráin í dag: Blikar berjast fyrir lífi sínu í Meistaradeildinni Sport Raggi Nat á Nesið Körfubolti Toone með sögulega fullkomna tölfræði Fótbolti Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira