Umfjöllun: Haukar á leið í úrslitarimmuna eftir sigur í Digranesinu Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 24. apríl 2010 17:26 Aron Kristjánsson, þjálfari Hauka. Haukamenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureignina í dag en þeir sigruðu HK, 19-21, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi N1-deild karla í handbolta. Haukamenn leiddu leikinn mest allan tímann en misstu tökin undir lokin og náðu heimamenn að jafna en Haukar náðu að klára dæmið og HK-ingar eru á leið í sumarfrí. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Haukum byrjuðu leikinn þó betur. Heimamenn voru eitthvað óöryggir og stressaðir í sókninni en Sveinbjörn varði vel í markinu og hélt þeim við efnið. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í þessum leik. Heimamenn fóru ílla að ráði sínu í nokkur skipti og klúðruðu sóknum sínum á klaufalegan hátt sem er ansi dýrt í leik sem þessum. Heimamenn fundu loks rétta taktinn sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn á meðan Sveinbjörn varði vel í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði gestanna í fyrrihálfleik og fann réttu leiðina framhjá Sveinbirni með fimm mörk. Í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur í sókninni með fjögur mörk fyrir hlé. Staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 9-11, Haukum í vil. Haukamenn leiddu leikinn allan tímann og þannig var það í síðari hálfleik líka. Haukaliðið silgdi rólega fram úr heimamönnum og voru í góðri stöðu þegar tólf mínútur voru eftir, fimm mörkum yfir, 13-18. Það vantaði meiri vilja í heimamenn til að ná gestunum og þó svo að þeir væru einum fleiri þá náðu þeir ekki að nýta sér það nægilega vel. En svo loks kom það, síðustu tíu mínúturnar sýndu HK-menn sitt rétta andlit og áttu mjög góðan kafla. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu svo að jafna leikinn 19-19 er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur sem fyrr segir, 19-21, Haukum í vil. Þeir mæta svo annað hvort Val eða lið Akureyris sem að eigast við fyrir norðan í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, átti frábæran dag í markinu með 24 skot varin. HK-menn geta þakkað honum fyrir að hafa ekki endað flottan vetur á stóru tapi en hann gjörsamlega hélt þeim inn í leiknum með frábærum vörslum. Atli Ævar Ingólfsson átti líka góðan leik á línunni í liði heimamanna en hann var markahæstur með 9 mörk. Í liði gestanna fór Björgvin Þór Hólmgeirsson mikinn og var markahæstur með sjö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson átti einnig fínan leik með 17 skot varin.HK-Haukar 19-21 (9-11) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Sverrir Hermannsson 3 (12), Bjarki Már Gunnarsson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Bjarki Már Elísson 1 (2/1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Atli 2, Hákon, Atli Karl)Fiskuð víti: 1 (Valdimar)Utan vallar: 0 mín.Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 7 (16), Elías Már Halldórsson 4 (6), Sigurbergur Sveinsson 3 (15/1), Einar Örn Jónsson 2 (3), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 1 (6).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur, Freyr, Elías, Björgvin)Fiskuð víti: 2 (Pétur, Sigurbergur)Utan Vallar: 6 mín.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
Haukamenn tryggðu sér farseðilinn í úrslitaviðureignina í dag en þeir sigruðu HK, 19-21, í öðrum leik liðanna í undanúrslitaeinvígi N1-deild karla í handbolta. Haukamenn leiddu leikinn mest allan tímann en misstu tökin undir lokin og náðu heimamenn að jafna en Haukar náðu að klára dæmið og HK-ingar eru á leið í sumarfrí. Leikurinn fór rólega af stað en gestirnir í Haukum byrjuðu leikinn þó betur. Heimamenn voru eitthvað óöryggir og stressaðir í sókninni en Sveinbjörn varði vel í markinu og hélt þeim við efnið. Góður varnarleikur var í fyrirrúmi hjá báðum liðum í þessum leik. Heimamenn fóru ílla að ráði sínu í nokkur skipti og klúðruðu sóknum sínum á klaufalegan hátt sem er ansi dýrt í leik sem þessum. Heimamenn fundu loks rétta taktinn sóknarlega undir lok fyrri hálfleiks og náðu að minnka muninn á meðan Sveinbjörn varði vel í rammanum. Björgvin Hólmgeirsson fór mikinn í liði gestanna í fyrrihálfleik og fann réttu leiðina framhjá Sveinbirni með fimm mörk. Í liði heimamanna var Atli Ævar Ingólfsson atkvæðamestur í sókninni með fjögur mörk fyrir hlé. Staðan er liðin gengu til búningsherbergja, 9-11, Haukum í vil. Haukamenn leiddu leikinn allan tímann og þannig var það í síðari hálfleik líka. Haukaliðið silgdi rólega fram úr heimamönnum og voru í góðri stöðu þegar tólf mínútur voru eftir, fimm mörkum yfir, 13-18. Það vantaði meiri vilja í heimamenn til að ná gestunum og þó svo að þeir væru einum fleiri þá náðu þeir ekki að nýta sér það nægilega vel. En svo loks kom það, síðustu tíu mínúturnar sýndu HK-menn sitt rétta andlit og áttu mjög góðan kafla. Þeir skoruðu hvert markið á fætur öðru og náðu svo að jafna leikinn 19-19 er tvær mínútur voru eftir. Haukamenn voru með taugarnar í lagi og kláruðu leikinn með tveimur mörkum undir lokin og lokatölur sem fyrr segir, 19-21, Haukum í vil. Þeir mæta svo annað hvort Val eða lið Akureyris sem að eigast við fyrir norðan í kvöld. Sveinbjörn Pétursson, markvörður HK, átti frábæran dag í markinu með 24 skot varin. HK-menn geta þakkað honum fyrir að hafa ekki endað flottan vetur á stóru tapi en hann gjörsamlega hélt þeim inn í leiknum með frábærum vörslum. Atli Ævar Ingólfsson átti líka góðan leik á línunni í liði heimamanna en hann var markahæstur með 9 mörk. Í liði gestanna fór Björgvin Þór Hólmgeirsson mikinn og var markahæstur með sjö mörk. Birkir Ívar Guðmundsson átti einnig fínan leik með 17 skot varin.HK-Haukar 19-21 (9-11) Mörk HK (skot): Atli Ævar Ingólfsson 9 (12), Sverrir Hermannsson 3 (12), Bjarki Már Gunnarsson 2 (5), Atli Karl Bachmann 2 (6), Bjarki Már Elísson 1 (2/1), Ólafur Víðir Ólafsson 1 (1), Hákon Bridde 1 (1).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 24/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Atli 2, Hákon, Atli Karl)Fiskuð víti: 1 (Valdimar)Utan vallar: 0 mín.Mörk Hauka (skot): Björgvin Hólmgeirsson 7 (16), Elías Már Halldórsson 4 (6), Sigurbergur Sveinsson 3 (15/1), Einar Örn Jónsson 2 (3), Pétur Pálsson 2 (4), Guðmundur Árni Ólafsson 1/1 (2/1), Freyr Brynjarsson 1 (6).Varin skot: Birkir Ívar Guðmundsson 17/1 skot varin. Hraðaupphlaup: 4 (Guðmundur, Freyr, Elías, Björgvin)Fiskuð víti: 2 (Pétur, Sigurbergur)Utan Vallar: 6 mín.Dómarar: Arnar Sigurjónsson og Svavar Pétursson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Íslenski boltinn Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin Körfubolti „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Körfubolti „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Körfubolti „Út með ruslið og inn með íþróttaandann“ Sport Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira