Webber hrifinn á nýju brautinni 22. október 2010 11:22 Mark Webber stóð sig vel á æfingum í Suður Kóreu í nótt. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar. Aðspurður um brautina í frétt á autosport.com sagði Webber; "Hún er nokkuð skemmtileg. Það eru tveir óvenjulegir staðir, sem er alltaf gott. Það er alltaf notalegt að verðugt viðfangsefni á nýrri braut", sagði Webber Webber sagði innakstur á þjónustsvæðið og aðreinin út á brautina þaðan "Mikka Mús" leg og á þá við að hún sé heldur krókótt. Að öðru leyti taldi hann mótshaldara hafa unnið gott verk. Aðstæður voru erfiðar á æfingunni þar sem mikið ryk var á brautinni í upphafi. "Brautin breyttist mikið í dag. Augljóslega er þetta nú braut fyrir alla og hún var mjög, mjög hál á fyrstu æfingu. Svo varð þetta svona skynsamlegra eftir því sem leið á daginn. Við þurfum að bæta okkur smám saman í undirbúningi með bílinn. Bíllinn reyndist vel og það þarf að safna miklum upplýsingum á nýrri braut og það hefur tekist nokkuð vel. Við erum bjartsýnir eftir árangur dagsins og gerum okkur klára fyrir morgundaginn", sagði Webber, sem á við æfingar sem verða að næturlagi að íslenskum tíma. Lokaæfing keppnisliða verður í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 01.55 og síðan tímatakan kl. 04.45 í opinni dagskrá. Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber á Red Bull náði besta tíma allra á tveimur æfingum á nýju brautinni í Suður Kóreu í nótt. Hann telur brautina vel heppnaða, en um tíma var spáð í hvort hætta þurfti við keppnina, þar sem tafir urðu á frágangi hennar. Aðspurður um brautina í frétt á autosport.com sagði Webber; "Hún er nokkuð skemmtileg. Það eru tveir óvenjulegir staðir, sem er alltaf gott. Það er alltaf notalegt að verðugt viðfangsefni á nýrri braut", sagði Webber Webber sagði innakstur á þjónustsvæðið og aðreinin út á brautina þaðan "Mikka Mús" leg og á þá við að hún sé heldur krókótt. Að öðru leyti taldi hann mótshaldara hafa unnið gott verk. Aðstæður voru erfiðar á æfingunni þar sem mikið ryk var á brautinni í upphafi. "Brautin breyttist mikið í dag. Augljóslega er þetta nú braut fyrir alla og hún var mjög, mjög hál á fyrstu æfingu. Svo varð þetta svona skynsamlegra eftir því sem leið á daginn. Við þurfum að bæta okkur smám saman í undirbúningi með bílinn. Bíllinn reyndist vel og það þarf að safna miklum upplýsingum á nýrri braut og það hefur tekist nokkuð vel. Við erum bjartsýnir eftir árangur dagsins og gerum okkur klára fyrir morgundaginn", sagði Webber, sem á við æfingar sem verða að næturlagi að íslenskum tíma. Lokaæfing keppnisliða verður í nótt í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 01.55 og síðan tímatakan kl. 04.45 í opinni dagskrá.
Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Talar í hringi um Heimi og gefur honum ekkert hrós Fótbolti Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Missir af stórleik í kvöld eftir ruslatunnufíaskóið Körfubolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira