Hið unga lið KR gerði 1-1 jafntefli við Íslands- og bikarmeistara Vals á KR-vellinum í Pepsi-deild kvenna í gær. Valskonur hafa því aðeins náð í tvö af síðustu sex mögulegum stigum sínum en halda engu að síður þriggja stiga forskoti í deildinni.
Hallbera Guðný Gísladóttir kom Val yfir í upphafi seinni hálfleiks en Katrín Ásbjörnsdóttir fiskaði víti og jafnaði leikinn á 79. mínútu. Katrín fékk síðan nokkur góð færi til þess að tryggja KR-liðinu sigurinn.
Óskar Ófeigur Jónsson, blaðamaður Fréttablaðsins og Vísis, var á staðnum og myndaði baráttuna í blíðunni í Vesturbænum í gær.
Myndirnar má sjá í albúminu hér að neðan. Hægt er að sjá myndirnar stærri með því að smella á þær.