„Ég er bara svo vel upp alin stúlka frá Íslandi," segir Hera Björk meðal annars í samtali okkar í gærdag á hótelinu sem íslenski Eurovisionhópurinn dvelur á í Osló.
„Þetta er bara spurning um að vera maður sjálfur, vera hreinskilin og vera ekkert að reyna að búa til eitthvað annað viðmót en maður er alinn upp við," segir Hera.