HK tapaði með fimm mörkum í Rússlandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 20. nóvember 2010 12:45 Atli Ævar Ingólfsson. Mynd/Stefán HK tapaði 34-39 í fyrri leik sínum á móti rússneska liðinu Kaustik í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta en leikirnir fara báðir fram í Rússlandi um helgina. Rússarnir unnu síðustu þrjár mínúturnar 4-1 og tryggðu sér ágætt forskot fyrir seinni leikinn á morgun. Kaustik var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17, eftir að hafa náð mest þriggja marka forustu, 15-12. Ólafur Bjarki Ragnarsson hafði skorað 6 mörk í fyrri hálfleik og Bjarki Már Elísson var með fjögur mörk. Bjarki Már skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og minnkaði muninn í 19-18, Rússarnir svöruðu með tveimur mörkum í röð og náði þriggja marka forustu en HK kom aftur til baka og jafnaði metin í 22-22. Rússarnir voru skrefinu á undan og náði síðan fjögurra marka forskoti þegar ellefu mínútur voru eftir. Erlingur Richardsson tók þá leikhlé og HK náði að minnka muninn aftur niður í tvö mörk. Staðan var 35-33 þegar þrjár mínútur voru eftir en HK missti þá mann útaf í tvær mínútum og tapaði lokamínútum 1-4 og þar með leiknum með fimm marka mun. Atli Ævar Ingólfsson fór á kostum í seinni hálfleiknum og skoraði þá 6 af 9 mörkum sínum en það dugði þó ekki til og HK bíður erfitt verkefni að vinna upp muninn á morgun.Kaustik-HK 39-34 (19-17)Mörk HK í leiknum: Atli Ævar Ingólfsson 9, Bjarki Már Elísson 9, Ólafur Bjarki Ragnarsson 8, Daníel Berg Grétarsson 2, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2, Atli Karl Bachmann 1, Björn Þórsson Björnsson 1, Hákon Hermannsson Bridde 1, Hörður Másson 1. Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira
HK tapaði 34-39 í fyrri leik sínum á móti rússneska liðinu Kaustik í Evrópukeppni bikarhafa í handbolta en leikirnir fara báðir fram í Rússlandi um helgina. Rússarnir unnu síðustu þrjár mínúturnar 4-1 og tryggðu sér ágætt forskot fyrir seinni leikinn á morgun. Kaustik var tveimur mörkum yfir í hálfleik, 19-17, eftir að hafa náð mest þriggja marka forustu, 15-12. Ólafur Bjarki Ragnarsson hafði skorað 6 mörk í fyrri hálfleik og Bjarki Már Elísson var með fjögur mörk. Bjarki Már skoraði fyrsta mark seinni hálfleiks og minnkaði muninn í 19-18, Rússarnir svöruðu með tveimur mörkum í röð og náði þriggja marka forustu en HK kom aftur til baka og jafnaði metin í 22-22. Rússarnir voru skrefinu á undan og náði síðan fjögurra marka forskoti þegar ellefu mínútur voru eftir. Erlingur Richardsson tók þá leikhlé og HK náði að minnka muninn aftur niður í tvö mörk. Staðan var 35-33 þegar þrjár mínútur voru eftir en HK missti þá mann útaf í tvær mínútum og tapaði lokamínútum 1-4 og þar með leiknum með fimm marka mun. Atli Ævar Ingólfsson fór á kostum í seinni hálfleiknum og skoraði þá 6 af 9 mörkum sínum en það dugði þó ekki til og HK bíður erfitt verkefni að vinna upp muninn á morgun.Kaustik-HK 39-34 (19-17)Mörk HK í leiknum: Atli Ævar Ingólfsson 9, Bjarki Már Elísson 9, Ólafur Bjarki Ragnarsson 8, Daníel Berg Grétarsson 2, Vilhelm Gauti Bergsveinsson 2, Atli Karl Bachmann 1, Björn Þórsson Björnsson 1, Hákon Hermannsson Bridde 1, Hörður Másson 1.
Handbolti Olís-deild karla Mest lesið Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Dagskráin í dag: Formúla 1 og NBA á Páskasunnudegi Sport Ancelotti segir engin illindi milli sín og forsetans Fótbolti Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Körfubolti Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Enski boltinn „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Körfubolti Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Enski boltinn Fleiri fréttir Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sjá meira