Eiga allir að heimta 25% hækkun? 19. febrúar 2010 06:00 Þórir Garðarsson skrifar um kjaradeilu. Það er algjörlega óþolandi fyrir okkur sem störfum í ferðaþjónustunni að horfa upp á það hvernig flugvirkjar misnota verkfallsvopnið þessa dagana. Þeir krefjast 25% kauphækkunar á línuna, og ef ekki verður gengið að því stöðvast allt flug Icelandair á mánudagsmorguninn í heila viku. Í fyrsta lagi er þessi krafa algjörlega úr takti við allt annað í íslensku samfélagi um þessar mundir. Formaður samninganefndar þeirra viðurkennir það meira að segja fúslega sjálfur í fjölmiðlum í gær. Hann rökstyður þetta þannig að flugvirkjar eigi engan þátt í einhverjum þjóðarsáttarsamningum og að þjóðarsáttin sé úr takti við raunveruleikann! Einmitt. Þetta er kannski lausnin á vandamálum Íslendinga nú: Við hækkum bara laun okkar allra um 25%, og þá getum við öll staðið í skilum með húsnæðislánin okkar og Icesave! Ekki veit ég í hvaða takti leiðtogar flugvirkja eru, en þeir eru ekki tengdir við raunveruleikann. Auðvitað getur ein stétt ekki fengið gríðarlega launahækkun án þess að aðrir vilji fá það sama, og svo koll af kolli. Í öðru lagi er það svo, að verkfall þessa fámenna hóps sem stöðvar flug Icelandair, hefur mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa ekkert með þessa deilu að gera. Langflestir erlendir ferðamenn sem koma til landsins fljúga hingað með Icelandair og þeir munu einfaldlega ekki komast til landsins eða frá því. Ekki frekar en Íslendingarnir sem eiga bókuð flug. Mitt fyrirtæki mun missa af hundruðum viðskiptavina í næstu viku og miklum tekjum og hið sama gildir um veitingastaði, hótel og aðra þjónustuaðila víða um landið þar sem ferðamenn fara um og eiga viðskipti. Ég skora á forsvarsmenn flugvirkja að hætta þessu rugli og ganga frá samningum sem eru í takti við raunveruleikann. Og ég skora á Icelandair að sýna þessum hópi sanngirni og forða verkfalli. Höfundur er sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Skoðun Á að kjósa það sama og síðast? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Setjum söguna í samhengi við nútímann Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsi 2024 Baldur Karl Magnússon skrifar Skoðun Samgöngur eru heilbrigðismál Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Vegferð í þágu barna skilar árangri Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Þjóðarátak í sölu á klósettpappír Bjarki Hjörleifsson skrifar Skoðun Skínandi skær í skammdeginu Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rasismi Einar Helgason skrifar Skoðun Kæru ungu foreldrar Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Það besta sem þú gerir fyrir loftslagið Halldór Björnsson skrifar Skoðun Þú mátt vera afi (og ég má vera amma) Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Orðfimi ungra menningarsinna Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar Skoðun Frambjóðendur, gerið betur Steinunn Þórðardóttir skrifar Skoðun Greiðar samgöngur í Norðvesturkjördæmi Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ný og fersk örmyndskýrsla um hvalveiðar Rán Flygenring skrifar Skoðun Stuldur um hábjartan dag Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun 7.500 íbúðir á Reykjavíkurflugvelli? Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Að kreista mjólkurkúna Björg Ágústsdóttir skrifar Skoðun Efnahagsmál eru loftslagsmál Steinunn Kristín Guðnadóttir skrifar Skoðun Nýtt húsnæðislánakerfi Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Flug til framtíðar Arnheiður Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn boðar jafnvægi, forgangsröðun og ábyrgð Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Sjá meira
Þórir Garðarsson skrifar um kjaradeilu. Það er algjörlega óþolandi fyrir okkur sem störfum í ferðaþjónustunni að horfa upp á það hvernig flugvirkjar misnota verkfallsvopnið þessa dagana. Þeir krefjast 25% kauphækkunar á línuna, og ef ekki verður gengið að því stöðvast allt flug Icelandair á mánudagsmorguninn í heila viku. Í fyrsta lagi er þessi krafa algjörlega úr takti við allt annað í íslensku samfélagi um þessar mundir. Formaður samninganefndar þeirra viðurkennir það meira að segja fúslega sjálfur í fjölmiðlum í gær. Hann rökstyður þetta þannig að flugvirkjar eigi engan þátt í einhverjum þjóðarsáttarsamningum og að þjóðarsáttin sé úr takti við raunveruleikann! Einmitt. Þetta er kannski lausnin á vandamálum Íslendinga nú: Við hækkum bara laun okkar allra um 25%, og þá getum við öll staðið í skilum með húsnæðislánin okkar og Icesave! Ekki veit ég í hvaða takti leiðtogar flugvirkja eru, en þeir eru ekki tengdir við raunveruleikann. Auðvitað getur ein stétt ekki fengið gríðarlega launahækkun án þess að aðrir vilji fá það sama, og svo koll af kolli. Í öðru lagi er það svo, að verkfall þessa fámenna hóps sem stöðvar flug Icelandair, hefur mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa ekkert með þessa deilu að gera. Langflestir erlendir ferðamenn sem koma til landsins fljúga hingað með Icelandair og þeir munu einfaldlega ekki komast til landsins eða frá því. Ekki frekar en Íslendingarnir sem eiga bókuð flug. Mitt fyrirtæki mun missa af hundruðum viðskiptavina í næstu viku og miklum tekjum og hið sama gildir um veitingastaði, hótel og aðra þjónustuaðila víða um landið þar sem ferðamenn fara um og eiga viðskipti. Ég skora á forsvarsmenn flugvirkja að hætta þessu rugli og ganga frá samningum sem eru í takti við raunveruleikann. Og ég skora á Icelandair að sýna þessum hópi sanngirni og forða verkfalli. Höfundur er sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions.
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun
Skoðun Áhætta með tekjur af skemmtiferðaskipum Lúðvík Geirsson,Gunnar Tryggvason,Pétur Ólafsson skrifar
Skoðun Þurfum aftur alvöru náttúruvernd í umhverfisráðuneytið Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hver er munurinn á því að neyta fíkniefna í jakkafötum eða í neyðarskýli? Bryndís Rós Morrison,Björk Davíðsdóttir Skoðun
Varð að segja af sér ráðherradómi vegna vanhæfi – Er nú þrefaldur ráðherra, líka forsætisráðherra Ole Anton Bieltvedt Skoðun