Eiga allir að heimta 25% hækkun? 19. febrúar 2010 06:00 Þórir Garðarsson skrifar um kjaradeilu. Það er algjörlega óþolandi fyrir okkur sem störfum í ferðaþjónustunni að horfa upp á það hvernig flugvirkjar misnota verkfallsvopnið þessa dagana. Þeir krefjast 25% kauphækkunar á línuna, og ef ekki verður gengið að því stöðvast allt flug Icelandair á mánudagsmorguninn í heila viku. Í fyrsta lagi er þessi krafa algjörlega úr takti við allt annað í íslensku samfélagi um þessar mundir. Formaður samninganefndar þeirra viðurkennir það meira að segja fúslega sjálfur í fjölmiðlum í gær. Hann rökstyður þetta þannig að flugvirkjar eigi engan þátt í einhverjum þjóðarsáttarsamningum og að þjóðarsáttin sé úr takti við raunveruleikann! Einmitt. Þetta er kannski lausnin á vandamálum Íslendinga nú: Við hækkum bara laun okkar allra um 25%, og þá getum við öll staðið í skilum með húsnæðislánin okkar og Icesave! Ekki veit ég í hvaða takti leiðtogar flugvirkja eru, en þeir eru ekki tengdir við raunveruleikann. Auðvitað getur ein stétt ekki fengið gríðarlega launahækkun án þess að aðrir vilji fá það sama, og svo koll af kolli. Í öðru lagi er það svo, að verkfall þessa fámenna hóps sem stöðvar flug Icelandair, hefur mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa ekkert með þessa deilu að gera. Langflestir erlendir ferðamenn sem koma til landsins fljúga hingað með Icelandair og þeir munu einfaldlega ekki komast til landsins eða frá því. Ekki frekar en Íslendingarnir sem eiga bókuð flug. Mitt fyrirtæki mun missa af hundruðum viðskiptavina í næstu viku og miklum tekjum og hið sama gildir um veitingastaði, hótel og aðra þjónustuaðila víða um landið þar sem ferðamenn fara um og eiga viðskipti. Ég skora á forsvarsmenn flugvirkja að hætta þessu rugli og ganga frá samningum sem eru í takti við raunveruleikann. Og ég skora á Icelandair að sýna þessum hópi sanngirni og forða verkfalli. Höfundur er sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórir Garðarsson Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson skrifar Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Ein af hverjum fjórum Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Vertu drusla! Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Tekur sér stöðu með Evrópusambandinu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Feluleikur ríkisstjórnarinnar? Lárus Guðmundsson skrifar Skoðun Ég heiti Elísa og ég er Drusla Elísa Rún Svansdóttir skrifar Skoðun Grindavík má enn bíða Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Aðventukerti og aðgangshindranir Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Lífið í tjaldi á Gaza Viðar Hreinsson,Israa Saed skrifar Skoðun Gaza og sjálfbærni mennskunnar Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Börnin og hungursneyðin í Gaza Sverrir Ólafsson skrifar Skoðun Kynbundið ofbeldi Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Aðdragandi aðildar þarf umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Sjá meira
Þórir Garðarsson skrifar um kjaradeilu. Það er algjörlega óþolandi fyrir okkur sem störfum í ferðaþjónustunni að horfa upp á það hvernig flugvirkjar misnota verkfallsvopnið þessa dagana. Þeir krefjast 25% kauphækkunar á línuna, og ef ekki verður gengið að því stöðvast allt flug Icelandair á mánudagsmorguninn í heila viku. Í fyrsta lagi er þessi krafa algjörlega úr takti við allt annað í íslensku samfélagi um þessar mundir. Formaður samninganefndar þeirra viðurkennir það meira að segja fúslega sjálfur í fjölmiðlum í gær. Hann rökstyður þetta þannig að flugvirkjar eigi engan þátt í einhverjum þjóðarsáttarsamningum og að þjóðarsáttin sé úr takti við raunveruleikann! Einmitt. Þetta er kannski lausnin á vandamálum Íslendinga nú: Við hækkum bara laun okkar allra um 25%, og þá getum við öll staðið í skilum með húsnæðislánin okkar og Icesave! Ekki veit ég í hvaða takti leiðtogar flugvirkja eru, en þeir eru ekki tengdir við raunveruleikann. Auðvitað getur ein stétt ekki fengið gríðarlega launahækkun án þess að aðrir vilji fá það sama, og svo koll af kolli. Í öðru lagi er það svo, að verkfall þessa fámenna hóps sem stöðvar flug Icelandair, hefur mikil áhrif á fjölda fyrirtækja og einstaklinga sem hafa ekkert með þessa deilu að gera. Langflestir erlendir ferðamenn sem koma til landsins fljúga hingað með Icelandair og þeir munu einfaldlega ekki komast til landsins eða frá því. Ekki frekar en Íslendingarnir sem eiga bókuð flug. Mitt fyrirtæki mun missa af hundruðum viðskiptavina í næstu viku og miklum tekjum og hið sama gildir um veitingastaði, hótel og aðra þjónustuaðila víða um landið þar sem ferðamenn fara um og eiga viðskipti. Ég skora á forsvarsmenn flugvirkja að hætta þessu rugli og ganga frá samningum sem eru í takti við raunveruleikann. Og ég skora á Icelandair að sýna þessum hópi sanngirni og forða verkfalli. Höfundur er sölu- og markaðsstjóri Iceland Excursions.
Skoðun Yfirlýsing frá Kára Stefánssyni um hrakfarir hans í samskiptum við íhaldssaman blaðamann Kári Stefánsson skrifar
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar