Íslenski boltinn

Katrín náði leik með KR í jólafríinu - skoraði tvö í bursti á HK/Víking

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Katrín Ómarsdóttir skoraði tvö og lagði upp eitt.
Katrín Ómarsdóttir skoraði tvö og lagði upp eitt. Mynd/ÓskarÓ

Landsliðskonan Katrín Ómarsdóttir náði að spila einn leik með KR áður en hún hélt aftur til náms á vesturströnd Bandaríkjanna. Katrín skoraði tvö mörk í 6-0 sigri KR á HK/Víking í opnunarleik Reykjavíkurmóts kvenna í Egilshöllinni í gærkvöldi.

Mist Edvardsdóttir kom KR í 1-0 með skalla eftir hornspyrnu Kristínar Sverrisdóttur og Kristín skoraði síðan sjálf annað markið.

Katrín skoraði þriðja markið á 36. mínútu og tveimur mínútum síðar skoraði varamaðurinn Harpa Ásgeirsdóttir aðeins átta mínútum eftir að hafa komið inn á sem varamaður í sínum fyrsta meistaraflokksleik.

Katrín og Svava Björnsdóttir innsigluðu síðan sigurinn með tveimur mörkin í lok leiksins en Katrín lagði upp markið fyrir Svövu.

Lára Hafliðadóttir og Ellen Bjarnadóttir komu til KR frá HK/Víkingi í vikunni og voru báðir í byrjunarliði KR á móti sínu gömlu félögum.

Upplýsingarnar um leikinn eru fengnar af heimasíðu KR.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×