Íslenski boltinn

Helgi Sig byrjar vel hjá Víkingi - mark í fyrstu þremur leikjunum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Helgi Sigurðsson.
Helgi Sigurðsson. Mynd/Anton

Helgi Sigurðsson hefur byrjað afar vel hjá Víkingum en hann hefur skorað í fyrstu þremur leikjum liðsins á Reykjavíkurmótinu. Helgi skoraði annað marka Víkings í 2-0 sigri á ÍR í gær.

Helgi skoraði sigurmark Víkings í 2-1 sigri á Val í í opnunarleik Reykjavíkurmóts karla sem fram fór 14. janúar. Markið skoraði Helgi eftir að hafa fengið stungusendingu inn fyrir vörnina. Helgi lék eins og kunnugt er með Valsmönnum undanfarin þrjú sumur.

Helgi skoraði síðan fyrsta markið í 3-3 jafntefli Víkinga og KR 23. janúar en markið skoraði hann með skoti utan teigs sem fór í varnarmann KR og yfir markvörðinn.

Helgi skoraði síðan seinna mark Víkinga í 2-0 sigri á ÍR í gær. Markið skoraði hann með skalla eftir hornspyrnu. Halldór Smári Sigurðsson skoraði fyrra mark Víkinga.

Víkingar eru nú í 2.sæti í A-riðli en með jafnmörg stig og topplið KR-inga sem vann 6-1 sigur á Þrótti í gær.

Baldur Sigurðsson og Ingólfur Sigurðsson skoruðu tvö mörk hvor fyrir KR og þeir Dofri Snorrason og Gunnar Kristjánsson eitt mark hvor. Andrés Vilhjálmsson hafði komið Þrótti yfir í upphafi leiksins.

Upplýsingar um markaskorara eru fengnar af fotbolti.net.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×