Pawel Bartoszek: Tómir stólar Pawel Bartoszek skrifar 12. apríl 2010 06:00 Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Anna Walentynowicz lést, líkt og svo mörg önnur pólsk fyrirmenni, þegar flugvél forsetans brotlenti í aðflugi að Smolensk-flugvellinum, í leið á minningarathöfn vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi fyrir um 70 árum síðan. "Það hvílir bölvun á þessum stað," hafa margir sagt undanfarna daga. Fyrir sjötíu árum var höggvið stórt skart í raðir pólsks samfélags þegar um 20 þúsund liðsforingjar og menntamenn voru teknir af lífi af sovésku öryggissveitunum, og nú deyr rjóminn á stjórnmálaelítu landsins við að minnast þeirra. Svona er þetta nú. Flugslys af þessari stærðargráðu hefði raunar orðið stórfrétt sama hverjir farþegarnir væru. En þegar rennt er yfir lista yfir hinna látnu kemur á daginn að dauði a.m.k. helmings farþeganna hefði orðið forsíðufrétt á venjulegum degi. Listinn er langur og inniheldur, svo eitthvað sé nefnt, fyrrum forseta útlagastjórnar Póllands, þrjá varaforseta þingsins, seðlabankastjórann, umboðsmann mannréttinda, formann ólympíusambandsins, átján þingmenn, alla æðstu yfirmenn hersins og annarra öryggisstofnana að ógleymdum sjálfum forsetanum, konu hans og öllum nánustu samstarfsmönnum. Flokkur forsetans missti þingflokksformanninn og nokkra lykilþingmenn. Vinstriflokkurinn missti forsetaframbjóðanda sinn og kosningastjóra hans. Andlát baráttukonunnar sem átti þátt í að ýta hrinda fyrsta spilinu í spilaborg kommúnismans þarf sem sagt að berjast um athygli fjölmiðlanna. Tvennt kemur þó upp í hugann sem Pólverjar geta verið ánægðir með og stoltir af í kjölfar flugslyssins. Í fyrsta lagi er hin borgaralega og lýðræðislega hefð í Póllandi orðin það sterk að engum kemur upp í hugann að atburður sem þessi, sama hve hræðilegur hann er á mannlegum skala, geti ruggað undirstöðum samfélagsins eða þá stuðlað að einhvers konar valdatómi. Það hljómar eiginlega fáranlega að þurfa yfir höfuð að minnast á það að slys sem þetta breyti engu fyrir lýðræðið í Póllandi, líkurnar á einhverskonar kerfishruni eða að gamlir draugar snúi aftur eru engar. En það hve fáranlegar slíkar vangaveltur þykja, er einmitt eitthvað til að sem menn geta verið ánægðir með. Það sýnir hve langt á veg pólska lýðræðishefðin er komin. Ég hygg að ef sambærilegt slys hefði átt sér stað snemma á tíunda áratugnum hefði óvissan um framhaldið verið mun meiri. Í öðru lagi þá geta menn verið sáttir við þá samkennd og þau einlægu viðbrögð sem allir Pólverjar hafa sýnt í kjölfar fréttanna frá Smolensk. Götur allra borga og bæja fylltust af fólki sem vildi leggja blóm við opinberar byggingar, kveikja á kertum og biðja fyrir hinum látnu. Nú er það ekki svo að forsetinn sálugi hafi notið óumdeildra vinsælda, og dvínuðu þær þegar leið á kjörtímabilið ef eitthvað er. En allir þeir sem mættu fyrir framan forsetahöllina til að votta honum virðingu sína á laugardag gátu þó sameinast í því að þarna hefði farið maður sem hefði stofnað flokk um skoðanir sínar, boðið fram í kosningum og unnið. Á þann hátt var hann því auðvitað fulltrúi þeirra allra. Og hann og aðrir kjörnir fulltrúar dó einmitt sem slíkur fulltrúi. Í opinberum erindagjörðum fyrir hönd þeirra sem kusu hann. Annars verða minningarorð í kjölfar vondra atburða aldrei frumleg og síst einlægari eftir því sem menn fá lengri tíma til að vinna þau. Mest áhrif mig hafði útsendingin frá Katyn skógi þar sem áðurnefnd minningarathöfn átti á að fara fram. Þegar fréttir bárust af slysinu tók bersýnilega hrærður skipuleggjandi hátíðarinnar til máls og sagði "Hér átti nú að hefjast athöfn klukkan hálfellefu. Forsetinn okkar ætlaði að koma. Nú, forsetinn er ekki hér..." Fremst hjá sviðinu stóðu tugir auðra stóla sem á hefðu verið lagðar litlar rauðhvítar fánaveifur. Fráteknir fyrir rjómann af stjórnmálaelítu Póllands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pawel Bartoszek Skoðun Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Skoðun Skoðun Heimalestur – gæðastund en ekki grátur og gnístan tanna Svava Þ. Hjaltalín skrifar Skoðun Frelsi til sölu Erling Kári Freysson skrifar Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar Skoðun Móðir í Breiðholti hjólar 5.000 kílómetra Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Viðreisn lætur verkin tala Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Sjá meira
Verkföllin í skipasmíðastöðinni í Gdansk árið 1980 mörkuðu að mörgu leyti upphaf endalokanna kommúnismans í Póllandi. Kveikjan að þeim verkföllum var þegar að iðnaðar- og baráttukonan Anna Walentynowicz var rekin úr starfi, einungis örfáum mánuðum áður en hún átti rétt á eftirlaunum. Verkföllunum lauk með sigri verkamannanna, Anna fékk starfið sitt að nýju og Samstaðan fékkst skráð sem löglegt félag. Þetta var einn fyrsti marktæki sigur stjórnarandstöðuafla á hinum sitjandi stjórnvöldum. Gagnbyltingin var hafin. Anna Walentynowicz lést, líkt og svo mörg önnur pólsk fyrirmenni, þegar flugvél forsetans brotlenti í aðflugi að Smolensk-flugvellinum, í leið á minningarathöfn vegna fjöldamorðanna í Katyn-skógi fyrir um 70 árum síðan. "Það hvílir bölvun á þessum stað," hafa margir sagt undanfarna daga. Fyrir sjötíu árum var höggvið stórt skart í raðir pólsks samfélags þegar um 20 þúsund liðsforingjar og menntamenn voru teknir af lífi af sovésku öryggissveitunum, og nú deyr rjóminn á stjórnmálaelítu landsins við að minnast þeirra. Svona er þetta nú. Flugslys af þessari stærðargráðu hefði raunar orðið stórfrétt sama hverjir farþegarnir væru. En þegar rennt er yfir lista yfir hinna látnu kemur á daginn að dauði a.m.k. helmings farþeganna hefði orðið forsíðufrétt á venjulegum degi. Listinn er langur og inniheldur, svo eitthvað sé nefnt, fyrrum forseta útlagastjórnar Póllands, þrjá varaforseta þingsins, seðlabankastjórann, umboðsmann mannréttinda, formann ólympíusambandsins, átján þingmenn, alla æðstu yfirmenn hersins og annarra öryggisstofnana að ógleymdum sjálfum forsetanum, konu hans og öllum nánustu samstarfsmönnum. Flokkur forsetans missti þingflokksformanninn og nokkra lykilþingmenn. Vinstriflokkurinn missti forsetaframbjóðanda sinn og kosningastjóra hans. Andlát baráttukonunnar sem átti þátt í að ýta hrinda fyrsta spilinu í spilaborg kommúnismans þarf sem sagt að berjast um athygli fjölmiðlanna. Tvennt kemur þó upp í hugann sem Pólverjar geta verið ánægðir með og stoltir af í kjölfar flugslyssins. Í fyrsta lagi er hin borgaralega og lýðræðislega hefð í Póllandi orðin það sterk að engum kemur upp í hugann að atburður sem þessi, sama hve hræðilegur hann er á mannlegum skala, geti ruggað undirstöðum samfélagsins eða þá stuðlað að einhvers konar valdatómi. Það hljómar eiginlega fáranlega að þurfa yfir höfuð að minnast á það að slys sem þetta breyti engu fyrir lýðræðið í Póllandi, líkurnar á einhverskonar kerfishruni eða að gamlir draugar snúi aftur eru engar. En það hve fáranlegar slíkar vangaveltur þykja, er einmitt eitthvað til að sem menn geta verið ánægðir með. Það sýnir hve langt á veg pólska lýðræðishefðin er komin. Ég hygg að ef sambærilegt slys hefði átt sér stað snemma á tíunda áratugnum hefði óvissan um framhaldið verið mun meiri. Í öðru lagi þá geta menn verið sáttir við þá samkennd og þau einlægu viðbrögð sem allir Pólverjar hafa sýnt í kjölfar fréttanna frá Smolensk. Götur allra borga og bæja fylltust af fólki sem vildi leggja blóm við opinberar byggingar, kveikja á kertum og biðja fyrir hinum látnu. Nú er það ekki svo að forsetinn sálugi hafi notið óumdeildra vinsælda, og dvínuðu þær þegar leið á kjörtímabilið ef eitthvað er. En allir þeir sem mættu fyrir framan forsetahöllina til að votta honum virðingu sína á laugardag gátu þó sameinast í því að þarna hefði farið maður sem hefði stofnað flokk um skoðanir sínar, boðið fram í kosningum og unnið. Á þann hátt var hann því auðvitað fulltrúi þeirra allra. Og hann og aðrir kjörnir fulltrúar dó einmitt sem slíkur fulltrúi. Í opinberum erindagjörðum fyrir hönd þeirra sem kusu hann. Annars verða minningarorð í kjölfar vondra atburða aldrei frumleg og síst einlægari eftir því sem menn fá lengri tíma til að vinna þau. Mest áhrif mig hafði útsendingin frá Katyn skógi þar sem áðurnefnd minningarathöfn átti á að fara fram. Þegar fréttir bárust af slysinu tók bersýnilega hrærður skipuleggjandi hátíðarinnar til máls og sagði "Hér átti nú að hefjast athöfn klukkan hálfellefu. Forsetinn okkar ætlaði að koma. Nú, forsetinn er ekki hér..." Fremst hjá sviðinu stóðu tugir auðra stóla sem á hefðu verið lagðar litlar rauðhvítar fánaveifur. Fráteknir fyrir rjómann af stjórnmálaelítu Póllands.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Skoðun Vangaveltur um íslenskt barnaefni – Hvers vegna skiptir það máli að börn heyri sjálf sig? Tinna Björg Kristinsdóttir,Valdimar Gylfason skrifar
Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar
Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson skrifar
Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal skrifar
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun