Webber: Sigur liðsheildar Red Bull 9. maí 2010 18:19 Red Bull menn fagna með Fernando Alonso, en hann varð í öðru sæti, en Mark Webber og Sebastian Vetel í fyrsta og þriðja sæti í Barcelona í dag. Kenny Handkammer, tæknimaður Red Bull er lengst til vinstri á myndinni. Mynd: Getty Images Mark Webber var kampakátur á blaðamannafundi með sigurinn á Barcelona brautinni í dag, en hann varð á undan Fernando Alonso hjá Ferrari og liðsfélaganum Sebastian Vettel. "Eftir tímatökuna í gær var sannarlega gott að ræsa fremstur. Það er löng leið að fyrstu beygju og nokkrir bílar með mikinn hámarkshraða voru fyrir aftan okkur á ráslínu. Ræsingin var því mikilvæg og að koma fyrstur út úr fyrstu beygju", sagði Webber um mótið í dag. Hann og Vettel börðust af kappi að komast að fyrstu beygjunni í fyrsta sæti og Webber hélt velli og leiddi mótið til loka. "Það var harður slagur í upphafi en síðan náði ég bara góðum takti fram að þjónustuhléi og gættum þess að halda okkur við efnið, þar sem allir eru að læra á nýju útfærsluna af mótshaldi og hverni dekkin virka." "Lewis Hamilton var á eftir mér eftir þjónustuhlé, í stað Vettels og eftir það stjórnaði ég bara ferðinni og hélt bilinu hæfilegu. Gætti þess að halda bíl, vél og dekkjum í lagi í löngu móti. Það þarf að komast alla leið." "Red Bull liðið hefur verið ótrúlegt þessa mótshelgina, við undirbúning bílanna og hafa unnið á frídögum að koma öllu heim og saman. Bæði Renault og Red Bull hafa lagt mikið á sig. Ég vann mína vinnu og úrslitin er frábær og er sjálfur hæstánægður með afraksturinn", sagði Webber. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Mark Webber var kampakátur á blaðamannafundi með sigurinn á Barcelona brautinni í dag, en hann varð á undan Fernando Alonso hjá Ferrari og liðsfélaganum Sebastian Vettel. "Eftir tímatökuna í gær var sannarlega gott að ræsa fremstur. Það er löng leið að fyrstu beygju og nokkrir bílar með mikinn hámarkshraða voru fyrir aftan okkur á ráslínu. Ræsingin var því mikilvæg og að koma fyrstur út úr fyrstu beygju", sagði Webber um mótið í dag. Hann og Vettel börðust af kappi að komast að fyrstu beygjunni í fyrsta sæti og Webber hélt velli og leiddi mótið til loka. "Það var harður slagur í upphafi en síðan náði ég bara góðum takti fram að þjónustuhléi og gættum þess að halda okkur við efnið, þar sem allir eru að læra á nýju útfærsluna af mótshaldi og hverni dekkin virka." "Lewis Hamilton var á eftir mér eftir þjónustuhlé, í stað Vettels og eftir það stjórnaði ég bara ferðinni og hélt bilinu hæfilegu. Gætti þess að halda bíl, vél og dekkjum í lagi í löngu móti. Það þarf að komast alla leið." "Red Bull liðið hefur verið ótrúlegt þessa mótshelgina, við undirbúning bílanna og hafa unnið á frídögum að koma öllu heim og saman. Bæði Renault og Red Bull hafa lagt mikið á sig. Ég vann mína vinnu og úrslitin er frábær og er sjálfur hæstánægður með afraksturinn", sagði Webber.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira