Göngum ábyrg til kosninga Jóhanna Sigurðardóttir skrifar 29. maí 2010 06:00 Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endurreisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kostur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármálum hins opinbera, einfalda kerfið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverjir veljast til vandasamra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vikist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lykill að því að við getum tryggt velferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnfrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhanna Sigurðardóttir Mest lesið „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson Skoðun Stúlkur eiga undir högg að sækja í nauðgunarmálum Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Skoðun Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Þúsundir á vergangi - Upplýsa verður ranglætið Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Flokkur fólksins á meðal fólks Elín Íris Fanndal Jónasdóttir skrifar Skoðun Er sjávarútvegurinn bara aukaleikari? Kristófer Máni Sigursveinsson skrifar Skoðun Hæstvirtur dómsmálaráðherra, við ætlumst til meira af þér Matthías Kormáksson skrifar Skoðun Kennarar – sanngjörn laun? Ólöf P. Úlfarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfsvígstíðni - Gerum betur Þórarinn Guðni Helgason skrifar Skoðun Kæru kennarar Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfbærni á dagskrá, takk! Hafdís Hanna Ægisdóttir,Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Kynslóðasáttmálann má ekki rjúfa Finnbjörn A. Hermannsson,Eyjólfur Árni Rafnsson skrifar Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar Skoðun Fyrirhyggjan tryggir lágt og stöðugt verð Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gerum betur – breytum þessu Arnar Páll Guðmundsson skrifar Skoðun Það eiga allir séns Steinunn Ósk Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Andleg þrautseigja: Að vaxa í gegnum áskoranir Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Bleiki fíllinn í herberginu Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Breytum þessari sérhagsmunagæslu Aðalsteinn Leifsson skrifar Skoðun Laumu risinn í landsframleiðslunni Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Sköpun og paradísarmissir Dr. Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Samfylkingin er með plan um að lögfesta leikskólastigið Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Skúffuskýrslan sem lifði af Linda Heiðarsdóttir skrifar Skoðun Er barnið sjúkt í sykur? Elísabet Konráðsdóttir,Margrét Sigmundsdóttir skrifar Skoðun Ákall um jákvæða hvata til grænna fjárfestinga Kristín Þöll Skagfjörð skrifar Skoðun Fatlað fólk á betra skilið Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun 27-faldur hagnaður!? Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir,Valdimar Birgisson skrifar Sjá meira
Kosningar til sveitarstjórna verðskulda alla okkar athygli. Á vettvangi þeirra er fjallað um málefni daglegs lífs og umhverfið næst okkur sem hefur áhrif á alla velferð og þróun. Góð þátttaka í kosningum til Alþingis og sveitarstjórna hefur verið aðalsmerki Íslendinga og við eigum ekki að láta það niður falla. Það er mikil óánægja, ósætti og reiði meðal fólks vegna þess sem misfarist hefur í stjórn þjóðmála á liðnum árum. Það er eðlilegt að menn vilji finna henni útrás við kjörborðið, en muna má einnig það sem hinir eldri sögðu við ungt ákafafólk í mínu ungdæmi að best væri að telja upp að tíu áður en reiðin fengi að stjórna orðum og gerðum. Uppgjör, uppstokkun og endurreisn tekur tíma, og það er síður en svo að eindrægni ríki í samfélaginu um leiðir til þess að vinna Ísland út úr bankahruni og efnahagsáfalli. Okkur er þó nauðugur einn kostur að taka á þeim vandamálum sem blasa við, ná tökum á fjármálum hins opinbera, einfalda kerfið í samræmi við fjárhagsgetu og endurreisa skuldsett atvinnulíf. Slík verkefni bíða sveitarfélaga um allt land. Sem betur fer er margt hæft fólk í framboði til sveitarstjórna og kjósendur ráða því í dag hverjir veljast til vandasamra ábyrgðar- og trúnaðarstarfa fyrir þeirra hönd næstu fjögur árin. Undan dómi kjósenda verður ekki vikist og sveitarstjórnarmönnum ber skylda til þess að vinna úr þeim pólitíska efniviði sem kjörið færir þeim. Sveitarstjórnir verða ekki rofnar á kjörtímabilinu og efnt til kosninga eins og möguleiki er að gera í landsmálum. Minn flokkur, Samfylkingin, hefur í aðdraganda kosninga lagt fram skýrar tillögur í atvinnumálum þar sem áhersla er lögð á mannaflsfrekar framkvæmdir og flýtingu viðhaldsframkvæmda. Sérstaklega hefur atvinnustefna Samfylkingarinnar í Reykjavík vakið verðskuldaða athygli. Það er skynsamleg hagstjórnarstefna við núverandi aðstæður sem er í takt við áherslur okkar í ríkisstjórn. Atvinna og atvinnuþróun eru lykill að því að við getum tryggt velferð í dag og menntun barnanna okkar sem móta mun atvinnulíf framtíðarinar. Á þessu ári er Samfylkingin, sameiningarafl jafnaðarmanna, 10 ára. Flokkurinn heldur fram gildum sígildrar jafnaðarstefnu um jafnfrétti, frelsi og bræðralag. Síðustu misseri á Íslandi hafa fært okkur heim sanninn um að jafnaðarstefnan á erindi sem aldrei fyrr. Göngum ábyrg til kosninga í dag og veljum forystu sveitarfélaganna til næstu fjögurra ára. Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra og formaður Samfylkingarinnar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun
Skoðun Uppbyggileg réttvísi (e. Restorative Justice) Kristín Skjaldardóttir,Þóra Sigríður Einarsdóttir skrifar
Skoðun „Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir skrifar
Skoðun Ungt fólk, hvatningar til að nýta kosningarétt sinn og að mynda sér eigin skoðun Elmar Ægir Eysteinsson skrifar
Skoðun Hver er stefna Viðreisnar í heilbrigðismálum og hvernig virkar hún í praksis? Sigurrós Huldudóttir skrifar
Skoðun Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Plan í heilbrigðis- og öldrunarmálum - þjóðarátak í umönnun eldra fólks Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
„Öllum er fkn drull, haltu kjafti“ Bríet Bragadóttir,Hjördís Lára D. Ingólfsdóttir,Kristjana Anna Dagnýjardóttir Skoðun
Hvernig getum við gert Ísland að eftirsóttum stað fyrir barnafjölskyldur? Birgitta Sigurðardóttir Skoðun