Framtíð íslenskra fjölmiðla Katrín Jakobsdóttir skrifar 15. maí 2010 11:16 Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag." Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eigendur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum málaflokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að innleiða evrópsku hljóð- og myndmiðlunartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Meðal annars er það gert til að samræma lög og reglur sem gilda um hljóð- og myndamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu réttinda. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um að skipuð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka með það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi. Henni er ætlað er að skila niðurstöðum fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjölmiðlar skuli setja sér og birta opinberlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frumvarpinu sem tryggir vernd heimildamanna skýrar en verið hefur. Til þess að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald er ætlunin að setja á fót sérstaka stofnun, Fjölmiðlastofu, sem leysir útvarpsréttarnefnd af hólmi. Hún verður sjálfstæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis . Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru nú í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhagsleg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíðar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Þar er mikilvægt að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn komi saman og vinni að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Katrín Jakobsdóttir Mest lesið Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Draugagangur Fanney Birna Jónsdóttir Fastir pennar Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Eingreiðsla til öryrkja í desember bundin við lögheimili á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Fjör á fjármálamarkaði Fastir pennar Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Skoðun Er komið að næsta skrefi í jafnréttisbaráttu kvenna? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Mikilvægi málumhverfis í leikskólum Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Framlög aukin til fjölmargra málaflokka Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hver á nektarmynd af þér? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Spörum við áfram aurinn og hendum krónunni? Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur grefur undan EES Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Sjá meira
Eitt af því sem tekið er til umfjöllunar í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er þáttur fjölmiðla í aðdraganda hrunsins. Í siðfræðihluta skýrslunnar segir að fjölmiðlar leiki „lykilhlutverk í lýðræðissamfélagi með því að upplýsa almenning, vera vettvangur þjóðfélagsumræðu og veita aðhald þeim öflum sem vinna gegn almannahag." Er það niðurstaða skýrsluhöfunda að íslenskir fjölmiðlar hafi ekki staðið nægjanlega vel undir þessu hlutverki. Í lokin eru dregnir fjórir lærdómar, þ.e. ábendingar um nauðsynlegar úrbætur á íslensku fjölmiðlaumhverfi: • Leita verður leiða til að efla sjálfstæða og hlutlæga fjölmiðlun með því að styrkja bæði fagleg og fjárhagsleg skilyrði fjölmiðlunar. • Styrkja þarf sjálfstæði ritstjórna og setja eignarhaldi einkaaðila á fjölmiðlum hófleg mörk. Skylt ætti að vera að upplýsa hverjir séu eigendur fjölmiðla á hverjum tíma svo almenningur geti vitað hverjir eigi fjölmiðil og lagt mat á hvort þar sé fylgt fram sjónarmiðum eigenda. • Efla þarf menntun blaða- og fréttamanna og skapa þeim skilyrði til sérhæfingar í einstökum málaflokkum. Brýnt er að stétt blaða- og fréttamanna efli faglega umræðu og fagvitund meðal félagsmanna. • Koma þarf á faglegu eftirliti með fjölmiðlum sem hafi það að markmiði að tryggja að þeir ræki af ábyrgð hlutverk sitt í lýðræðisríki og verndi almannahagsmuni. Í byrjun mars mælti ég fyrir frumvarpi til laga um fjölmiðla en með því er ætlunin að setja í fyrsta sinn heildarlöggjöf um fjölmiðla og starfsemi þeirra hér á landi. Einn tilgangur frumvarpsins er að innleiða evrópsku hljóð- og myndmiðlunartilskipunina frá árinu 2007 en þegar sú vinna var langt komin var ákveðið að endurskoða prentlögin líka sem hingað til hafa heyrt undir dómsmálaráðuneyti. Meðal annars er það gert til að samræma lög og reglur sem gilda um hljóð- og myndamiðla annars vegar og prentmiðla hins vegar og tryggja að blaðamenn á ólíkum miðlum njóti sömu réttinda. Ýmis nýmæli eru í frumvarpinu sem koma til móts við sumar af þeim ábendingum sem settar eru fram í rannsóknarskýrslunni. Í frumvarpinu er kveðið á um að ávallt sé upplýst með gegnsæjum og aðgengilegum hætti fyrir almenning hvernig eignarhaldi fjölmiðla sé háttað. Þá er einnig ákvæði í frumvarpinu um að skipuð skuli nefnd með fulltrúum allra þingflokka með það hlutverk að kanna samþjöppun á eignarhaldi á fjölmiðlamarkaði hér á landi og gera þá tillögur um viðeigandi takmarkanir á eignarhaldi. Henni er ætlað er að skila niðurstöðum fyrir 1. september á þessu ári. Þá kveður frumvarpið á um að fjölmiðlar skuli setja sér og birta opinberlega reglur um ritstjórnarlegt sjálfstæði þeirra starfsmanna sinna sem sinna fréttum og fréttatengdu efni. Skulu slíkar reglur samdar í samráði við viðkomandi starfsmenn og eftir atvikum starfsmannafélag þeirra. Auk þess er ákvæði í frumvarpinu sem tryggir vernd heimildamanna skýrar en verið hefur. Til þess að hafa faglegt eftirlit með fjölmiðlum og veita þeim aðhald er ætlunin að setja á fót sérstaka stofnun, Fjölmiðlastofu, sem leysir útvarpsréttarnefnd af hólmi. Hún verður sjálfstæð gagnvart framkvæmdavaldinu í starfi sínu. Henni er ætlað að vinna að því að efla fjölmiðlalæsi og fjölbreytni í fjölmiðlum og standa jafnframt vörð um tjáningarfrelsi og frelsi til upplýsinga. Verði frumvarpið að lögum er að mörgu leyti komið til móts við þær ábendingar sem settar eru fram í skýrslu Rannsóknarnefndar Alþingis . Eitt og sér mun það þó ekki leysa þá erfiðu stöðu sem íslenskir fjölmiðlar eru nú í. Eftir standa stórar spurningar um hvernig fjárhagsleg og fagleg skilyrði íslenskra fjölmiðla verða tryggð til framtíðar. Það er aðkallandi að svara þeim á næstu misserum. Þar er mikilvægt að stjórnvöld, fjölmiðlar og fræðimenn komi saman og vinni að bættum skilyrðum fyrir íslenska fjölmiðla þannig að hér megi verða gróskumikið fjölmiðlaumhverfi til framtíðar. Höfundur er mennta- og menningarmálaráðherra
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar
Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - landsbyggðin, lýðheilsa og lækningar Victor Guðmundsson skrifar
Skoðun Er ekki bara best að sleppa hagræðingu þegar kemur að líðan barna og ungmenna? Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Samvirkni íslenskrar ferðaþjónustu mun fyrst nást með skemmtiferðaskipum Unnur Elva Arnardóttir,Emma Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar