Webber: Heimasigur væri kærkominn 25. mars 2010 14:41 Mark Webber var á fundi með blaðamönnum í Melbourne í dag og líst vel á mótshelgina á heimavelli. Mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi með keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra. "Það væri frábært að vinna á heimavelli og það er nokkuð sem alla ökumenn langar, en það eru ekki allir ökumenn með heimavöll. Ég er lánsamur hvað það varðar. Bíllinn er góður og við erum með gott tækifæri til að ná árangri, en það þarf allt að ganga upp. Bíllinn var góður í Barein, en mér mistókst í tímatökunni og það reyndist dýrkeypt. En bíllinn var frábær í keppninni og ég hlakka til þeirra móta sem eftir eru", sagði Webber. "Sjálfur er ég í góðu formi og tilbúinn í slaginn, ekki bara fyrir þessa helgi. Ég þarf ekki að hugsa um brotinn fótlegg eins og í fyrra og þarf bara að hugsa um að keyra hratt", sagði Webber, en hann fótbrotnaði nokkuð illa nokkrum mánuðum fyrir síðasta keppnistímabil. Hann ók með titanium pinna í öðru fæti allt tímabilið, en kveðst hafa náð sér af þeim meiðslum. Webber telur að sigra á heimavelli og í Mónakó sé toppurinn, hvað mögulega sigra í einstökum mótum varðar. "Ég hef séð landa minn Mick Doohan vinna mótorhjólakappakstur á Philip Island og að vinna mót í heimsmeistarakeppni í eigin garði ef svo má segja er sérstök upplifun fyrir íþrótamann eða íþróttakonu." Ferrari og Red Bull hefur verið spáð góðu gengi í Melbourne og Webber mun njóta stuðnings heimamanna í hvívetna, eins og gefur að skilja. En hvað augum lítur Webber liðsfélaga sinn, Vettel sem náði forystu í síðasta móti? "Vettel er augljóslega fljótur og hann hefur alltaf verið það. En það eru fleiri gaurar sem eru snöggir og jafnræði meðal liða. Ég held að margir muni berjast um sigur í mótum á langri vertíð." Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira
Ástralinn Mark Webber var meðal ökumanna á formlegum blaðamannafundi með keppendum. Hann er með bíl sem gæti náð toppsæti, en telur að árangur í tímatökum skipti höfuðmáli, en hann vann tvö mót í fyrra. "Það væri frábært að vinna á heimavelli og það er nokkuð sem alla ökumenn langar, en það eru ekki allir ökumenn með heimavöll. Ég er lánsamur hvað það varðar. Bíllinn er góður og við erum með gott tækifæri til að ná árangri, en það þarf allt að ganga upp. Bíllinn var góður í Barein, en mér mistókst í tímatökunni og það reyndist dýrkeypt. En bíllinn var frábær í keppninni og ég hlakka til þeirra móta sem eftir eru", sagði Webber. "Sjálfur er ég í góðu formi og tilbúinn í slaginn, ekki bara fyrir þessa helgi. Ég þarf ekki að hugsa um brotinn fótlegg eins og í fyrra og þarf bara að hugsa um að keyra hratt", sagði Webber, en hann fótbrotnaði nokkuð illa nokkrum mánuðum fyrir síðasta keppnistímabil. Hann ók með titanium pinna í öðru fæti allt tímabilið, en kveðst hafa náð sér af þeim meiðslum. Webber telur að sigra á heimavelli og í Mónakó sé toppurinn, hvað mögulega sigra í einstökum mótum varðar. "Ég hef séð landa minn Mick Doohan vinna mótorhjólakappakstur á Philip Island og að vinna mót í heimsmeistarakeppni í eigin garði ef svo má segja er sérstök upplifun fyrir íþrótamann eða íþróttakonu." Ferrari og Red Bull hefur verið spáð góðu gengi í Melbourne og Webber mun njóta stuðnings heimamanna í hvívetna, eins og gefur að skilja. En hvað augum lítur Webber liðsfélaga sinn, Vettel sem náði forystu í síðasta móti? "Vettel er augljóslega fljótur og hann hefur alltaf verið það. En það eru fleiri gaurar sem eru snöggir og jafnræði meðal liða. Ég held að margir muni berjast um sigur í mótum á langri vertíð."
Mest lesið Þrír af Strákunum okkar í upptalningu á þeim bestu fyrir EM Handbolti Clarke í bann fyrir „gróft brot“ á kynfærum tveggja mótherja Enski boltinn Liverpool áfram í bikarnum og mætir Brighton í næstu umferð Enski boltinn Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti Litla liðið í París sló út stórveldi PSG Fótbolti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Mætir spútnikliðinu: Íslendingar í pottinum er dregið var í enska bikarnum Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Velur Tottenham fram yfir Aston Villa Enski boltinn Fleiri fréttir F1-ökumaður gagnrýndur fyrir vanvirðingu við Schumacher Komst við er hann ræddi Schumacher Þá fáum við að vita meira um líf Schumacher eftir slysið Telur samstarf Hamilton og Ferrari nálgast þolmörk Portúgal í stað Hollands í Formúlu 1 Valin kona ársins í akstursíþróttum á sautján ára afmælisdaginn Stórar breytingar og tímamót hjá Red Bull Heimsmeistarinn vill gleyma því að hann keyri í Formúlu 1 Sjáðu hamaganginn þegar Norris varð heimsmeistari í fyrsta sinn Klökkur Norris: „Ég er ekki að gráta“ Lando Norris er Formúlu 1 heimsmeistari í fyrsta sinn Svona verða Norris, Verstappen eða Piastri heimsmeistarar í dag Verstappen á ráspól og allt opið í lokakeppninni McLaren ætlar að nota heilbrigða skynsemi í ákvörðunum sínum Verstappen fær nýjan liðsfélaga Hótað lífláti eftir mistökin Reiður eftir ásakanir um svindl: „Hversu heilalaus þarftu að vera?“ Sjá meira