Erlendar fjárfestingar og Evrópa Össur Skarphéðinsson skrifar 27. október 2010 06:00 Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglisvert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildarlöndum kemur frá öðrum ríkjum sambandsins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, einsog við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestingakostur í augum alþjóðlegra fjárfesta. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008. Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusambandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands. Þó atvinnuleysi á Íslandi fari að sönnu minnkandi eru ennþá um 15 þúsund manns án atvinnu. Árlega munu ríflega tvö þúsund manns hið minnsta bætast við á vinnumarkaðnum. Á næsta áratug þurfum við því að skapa fleiri en 30 þúsund störf til að eyða atvinnuleysinu. Ég tel að Evrópuleiðin sé besta leiðin til þess. Aðild Íslands að ESB er raunar besta einstaka aðgerð til endurreisnar ímyndar Íslands sem álitlegs fjárfestingarkosts. Evrópuleiðin mun skapa stöðugleika, færa okkur Evrópuvexti og stórlækka þannig greiðslubyrði fjölskyldna og fyrirtækja, gera okkur fært að skera frá verðtrygginguna, og síðast en ekki síst losna við gjaldeyrishöftin. Króna í viðjum gjaldeyrishafta mun ella koma í veg fyrir að Ísland geti keppt við aðrar þjóðir í viðskiptum á jafnræðisgrundvelli. Þessu til viðbótar sýnir nú reynsla smáþjóða, að erlendar fjárfestingar stóraukast þegar þær verða hluti af Evrópusambandinu. Andspænis atvinnuleysi hafa íslenskar fjölskyldur ekki efni á að hafna þeirri framtíðarleið sem liggur gegnum Evrópusambandið. Menn verða þá að sýna fram á betri leið til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Það hefur enginn gert ennþá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íþróttaskuld Kristinn Albertsson skrifar Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar Skoðun Að vera vakandi karlmaður Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Mýtuvaxtarverkin - inngangskúrs í loftslagsafneitun Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af hverju efast fólk enn – þegar loftslagsvísindin eru skýr? Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Reykjavík má ekki bregðast eldri borgurum Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Að elska nóg til að sleppa takinu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Ný kynslóð Björg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson skrifar Skoðun Ahhh! Þess vegna vill Trump eignast Grænland! Ágúst Kvaran skrifar Skoðun 35% aukning í millilandaflugi um Akureyrarflugvöll Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Við erum hjartað í boltanum Ásgeir Sveinsson skrifar Skoðun Áramótaheit sem endast Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Vernd hvala er þjóðaröryggismál Micah Garen skrifar Skoðun Tímabært að koma böndum á gjaldskyldufrumskóginn Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Uppgjöf í barnamálum Bozena Raczkowska skrifar Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar Skoðun Að nýta atvinnustefnu til að móta hagvöxt Mariana Mazzucato skrifar Skoðun Villi er allt sem þarf Birgir Liljar Soltani skrifar Skoðun Börnin borga verðið þegar kerfið bregst Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Mannasættir Teitur Atlason skrifar Sjá meira
Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglisvert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildarlöndum kemur frá öðrum ríkjum sambandsins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, einsog við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestingakostur í augum alþjóðlegra fjárfesta. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008. Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusambandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands. Þó atvinnuleysi á Íslandi fari að sönnu minnkandi eru ennþá um 15 þúsund manns án atvinnu. Árlega munu ríflega tvö þúsund manns hið minnsta bætast við á vinnumarkaðnum. Á næsta áratug þurfum við því að skapa fleiri en 30 þúsund störf til að eyða atvinnuleysinu. Ég tel að Evrópuleiðin sé besta leiðin til þess. Aðild Íslands að ESB er raunar besta einstaka aðgerð til endurreisnar ímyndar Íslands sem álitlegs fjárfestingarkosts. Evrópuleiðin mun skapa stöðugleika, færa okkur Evrópuvexti og stórlækka þannig greiðslubyrði fjölskyldna og fyrirtækja, gera okkur fært að skera frá verðtrygginguna, og síðast en ekki síst losna við gjaldeyrishöftin. Króna í viðjum gjaldeyrishafta mun ella koma í veg fyrir að Ísland geti keppt við aðrar þjóðir í viðskiptum á jafnræðisgrundvelli. Þessu til viðbótar sýnir nú reynsla smáþjóða, að erlendar fjárfestingar stóraukast þegar þær verða hluti af Evrópusambandinu. Andspænis atvinnuleysi hafa íslenskar fjölskyldur ekki efni á að hafna þeirri framtíðarleið sem liggur gegnum Evrópusambandið. Menn verða þá að sýna fram á betri leið til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Það hefur enginn gert ennþá.
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun
Skoðun Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson skrifar
Skoðun Ábyrgð og aðgerðir – fyrsta ár Flokks fólksins í meirihluta borgarstjórnar Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Börnin okkar eiga betra skilið en ókunnugar afleysingar Kristín Kolbrún Waage Kolbeinsdóttir skrifar
Skoðun Ómissandi innviðir – undirstaða öryggis og viðnáms samfélagsins Sólrún Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnuþátttaka eldra fólks og sjálfbærni Halldór S. Guðmundsson,Kolbeinn H. Stefánsson skrifar
Traust: Hinn ósýnilegi hornsteinn íslenskrar heilbrigðisþjónustu Jón Magnús Kristjánsson Skoðun