Vettel: Kómískt ástand hjálpar í titilslagnum 27. júlí 2010 11:54 Fernando Alonso og Sebastian Vettel á verðlaunapallinum í Þýskalandi á sunnudaginn. Mynd: Getty Images Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður. Mikil umræða var um innanbúðarslag á milli Vettels og Webber, á dögunum en núna er öll athyglin á Ferrrari. "Þetta er gamanleikur og fólk hefur eitthvað annað að skrifa um. Það verður rólega vika hjá okkur í Ungverjalandi sem er jákvætt. Við munum halda áfram að pressa stíft og bæta árangurinn", sagði Vettel í frétt á autosport.com, en hann varð í þriðja sæti á eftir Ferrari mönnum um helgina. "Við erum með öflugan bíl og það sannaðist á ný í Þýskalandi, jafnvel þó Ferrari hafi tekið framfaraskref og eigi vel heima á brautinni. Við gátum keppt við þá, þó það gengi ekki alveg nógu vel." Alonso bætti stöðu sína í stigamótinu með sigrinum í Þýskalandi og færðist nær Vettel sem er í fjórða sæti á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Í lok keppnistímabilsins munum við sjá hvað hvert stig skiptir miklu máli. Það sem var mest um vert í Þýskalandi var að við lukum keppni fyrir framan McLaren, en því miður náðu þeir fleiri stigum í keppni bílasmiða. En okkur er sama hvað er í gangi hjá öðrum liðum. Við höfum lent í ýmsum vandræðum á árinu og því gott að vera ekki í sviðsljósinu í þetta skiptið", sagði Vettel. Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira
Þjóðverjinn Sebastian Vettel segir að hasarinn í kringum Ferrrari liðið síðustu daga hjálpi Red Bull liðinu, þar sem minna álag er þar sem ekki er verið að fjalla um hann og Mark Webber á sama hátt og áður. Mikil umræða var um innanbúðarslag á milli Vettels og Webber, á dögunum en núna er öll athyglin á Ferrrari. "Þetta er gamanleikur og fólk hefur eitthvað annað að skrifa um. Það verður rólega vika hjá okkur í Ungverjalandi sem er jákvætt. Við munum halda áfram að pressa stíft og bæta árangurinn", sagði Vettel í frétt á autosport.com, en hann varð í þriðja sæti á eftir Ferrari mönnum um helgina. "Við erum með öflugan bíl og það sannaðist á ný í Þýskalandi, jafnvel þó Ferrari hafi tekið framfaraskref og eigi vel heima á brautinni. Við gátum keppt við þá, þó það gengi ekki alveg nógu vel." Alonso bætti stöðu sína í stigamótinu með sigrinum í Þýskalandi og færðist nær Vettel sem er í fjórða sæti á eftir Lewis Hamilton, Jenson Button og Mark Webber. "Í lok keppnistímabilsins munum við sjá hvað hvert stig skiptir miklu máli. Það sem var mest um vert í Þýskalandi var að við lukum keppni fyrir framan McLaren, en því miður náðu þeir fleiri stigum í keppni bílasmiða. En okkur er sama hvað er í gangi hjá öðrum liðum. Við höfum lent í ýmsum vandræðum á árinu og því gott að vera ekki í sviðsljósinu í þetta skiptið", sagði Vettel.
Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn „Hugmyndin var að verjast með fimm menn“ Enski boltinn Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Sjáðu Berglindi Björgu verða markahæsta ásamt öllum hinum mörkum dagsins Íslenski boltinn Topplið Juventus missteig sig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir á Englandi og í Bestu, Formúla 1, Red Zone og margt fleira Sport Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Björn Borg tók of stóran skammt af eiturlyfjum Sport „Auðvelt að gleðja stuðningsfólk okkar“ Enski boltinn Fleiri fréttir Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Reynsluboltar snúa aftur og keyra Cadillac á næsta ári Opinberuðu sambandið með sigurkossi „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Sjá meira