Saga Nordic Partners öll 25. mars 2010 05:00 Skilanefnd Landsbankans hefur eignast allar eignir Nordic Partners í Eystrasaltsríkjunum. Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. „Lánahagsmunir bankans eru mjög vel tryggðir með veði í öllum eignum,“ segir Friðrik Jóhannsson, sem unnið hefur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Nordic Partners var hugarfóstur fjármálahagfræðingsins Gísla Þórs Reynissonar, sem stofnaði félagið upp úr kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi í einkavæðingarferli stjórnvalda þar í kringum 1996. Verksmiðjunni var breytt í iðngarða. Þeim fjölgaði í kjölfarið og urðu mest átta. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Nordic Partners greiddi 1,1 milljarð danskra króna fyrir hótelin, jafnvirði um tólf milljarða íslenskra króna á þávirði. Þetta var talsvert yfir uppsettu verði. Svipuðu máli mun gegna um fleiri eignir félagsins. Gísli, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrravor, sagði í Fréttablaðinu í lok árs 2007 að virði eignasafns Nordic Partners væri nálægt hundrað milljörðum króna og skuldsetningu lága. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðskiptamódel Nordic Partners hafi verið tætingslegt og rímað illa saman. Landsbankinn virðist ekki hafa litið málið sömu augum, enda nær eini lánardrottinn Nordic Partners. Eftir því sem næst verður komist námu heildarskuldir félagsins níutíu milljörðum króna áður en bankinn tók félagið yfir. Ljóst er að bankinn mun tapa tugum milljarða króna. Skilanefndin segir að haldið verði í eignir þar til markaðsaðstæður batni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gæti liðið hátt í áratugur þar til bankinn sleppir hendinni af félaginu. jonab@frettabladid.is Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Skilanefnd Landsbankans leysti á þriðjudag til sín allar eignir fjárfestingarfélagsins Nordic Partners í Lettlandi og er við það að taka eignir yfir í Danmörku og einkaþotuleigu í Bretlandi. Tilkynnt var um yfirtökuna í gær. Nýtt félag hefur verið reist á rústunum. Fjárfestar frá Lettlandi keyptu 51 prósent í nýju félagi af skilanefnd, sem á afganginn. „Lánahagsmunir bankans eru mjög vel tryggðir með veði í öllum eignum,“ segir Friðrik Jóhannsson, sem unnið hefur að fjárhagslegri endurskipulagningu félagsins. Nordic Partners var hugarfóstur fjármálahagfræðingsins Gísla Þórs Reynissonar, sem stofnaði félagið upp úr kaupum á plastverksmiðju í Lettlandi í einkavæðingarferli stjórnvalda þar í kringum 1996. Verksmiðjunni var breytt í iðngarða. Þeim fjölgaði í kjölfarið og urðu mest átta. Umfang Nordic Partners óx mikið eftir þetta, svo sem með kaupum á þjóðþekktum matvælafyrirtækjum í Lettlandi, Litháen og Póllandi auk lóðaeigna. Þá er ótalinn smárekstur hér og í Færeyjum, stofnun einkaþotuleigunnar IceJet árið 2006 og kaup á danskri hótelkeðju, sem meðal annars átti danska glæsihótelið D‘Angleterre. Nordic Partners greiddi 1,1 milljarð danskra króna fyrir hótelin, jafnvirði um tólf milljarða íslenskra króna á þávirði. Þetta var talsvert yfir uppsettu verði. Svipuðu máli mun gegna um fleiri eignir félagsins. Gísli, sem lést langt fyrir aldur fram í fyrravor, sagði í Fréttablaðinu í lok árs 2007 að virði eignasafns Nordic Partners væri nálægt hundrað milljörðum króna og skuldsetningu lága. Heimildir Fréttablaðsins herma hins vegar að viðskiptamódel Nordic Partners hafi verið tætingslegt og rímað illa saman. Landsbankinn virðist ekki hafa litið málið sömu augum, enda nær eini lánardrottinn Nordic Partners. Eftir því sem næst verður komist námu heildarskuldir félagsins níutíu milljörðum króna áður en bankinn tók félagið yfir. Ljóst er að bankinn mun tapa tugum milljarða króna. Skilanefndin segir að haldið verði í eignir þar til markaðsaðstæður batni. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins gæti liðið hátt í áratugur þar til bankinn sleppir hendinni af félaginu. jonab@frettabladid.is
Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira