Umfjöllun: Dramatík á Ásvöllum - Sigurbergur hetja Hauka Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 4. mars 2010 21:13 Sigurbergur Sveinsson skoraði sigurmarkið í kvöld. Mynd/Vilhelm Í kvöld tóku Haukar á móti Val í N1-deild karla í handbolta. Það voru Haukamenn sem fögnuðu vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmarkið úr vítakasti í blálokin. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn mörðu sigur, 25-24. Þegar leikurinn hófst var aðeins eitt lið á vellinum, það voru heimamenn. Hauka-liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin og allt gekk upp hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar. Gestirnir í Val voru lengi í gang og funndu engan veginn taktinn hvorki í vörn né sókn. En það kom svo að því að þeir náðu að skora og vinna sig inn í leikinn eftir sjö mínótna leik. Við þessa vakningu gestanna þá duttu meistararnir úr jafnvægi um stund. Gestirnir fóru að spila fínan sóknarleik og um miðjan fyrrihálfleik komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 5-6. Valsmenn fóru ílla með mörg hraðaupphlaup og áttu í stökustu vandræðum með að skora einir á móti Aroni Rafni Eðvarssyni sem varði frábærlega í marki Hauka og var með tíu vörslur í fyrrihálfleik. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sigurbergur Sveinsson voru sterkir í sókninni hjá heimamönnum með fjögur mörk hvor í fyrrihálfleiknum, en staðan í hálfleik, 13-10 Haukum í vil. Síðari hálfleikur var fjörugur. Aron Rafn hélt áfram að loka markinu vel fyrir Hauka við mikinn fögnuð heimamanna. Vallarlýsir þetta kvöldið var búinn að segja nafnið hans svo oft að öll börnin í stúkunni voru búin að læra það utan af og byrjuð að kalla á hann inná völlinn hvað eftir annað. Leikurinn var mjög jafn allan seinni hálfleikinn. Valsmenn bitu vel frá sér og gáfu heimamönnum ekkert eftir. Leikurinn var æsispennandi allt til að flautið gall á Ásvöllum í kvöld. Guðmundur Árni Ólafsson stökk inn úr horninu og fiskaði víti á lokasekúndu leiksins. Boltinn var settur í hendurnar á Sigurbergi Sveinssyni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði og tryggði þar með Haukum dramatískan sigur á Valsmenn, loktaölur 25-24, í hörku leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, átti frábært kvöld með tuttugu og tvær markvörslur. Þessi strákur var klárlega maður leiksins þetta kvöldið og vel að því kominn því hann átti mikið í þessum sigri Haukamanna.Haukar-Valur 25-24 (13-10)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/15 (2/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6/11, Guðmundur Árni Ólafsson 3/5 (1/3), Tjörvi Þorgeirsson 2/2, Freyr Brynjarsson 2/4, Einar Örn Jónsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1/3, Elías Már Halldórsson 1/3. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Sigurbergur, Guðmundur) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5/5, Elfar Friðriksson 5/9, Orri Freyr Gíslason 3/3, Ólafur Sigurjónsson 3/4, Arnór Þór Gunnarsson 3/10 (3/3), Gunnar Ingi Jóhansson 2/9, Fannar Þór Freiðgeirsson 2/11, Jón Björgvin Pétursson 1/1. Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Fiskuð víti: 3 ( Ingvar 2, Arnór) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir. Olís-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira
Í kvöld tóku Haukar á móti Val í N1-deild karla í handbolta. Það voru Haukamenn sem fögnuðu vel og innilega eftir að hafa skorað sigurmarkið úr vítakasti í blálokin. Leikurinn var jafn og spennandi en heimamenn mörðu sigur, 25-24. Þegar leikurinn hófst var aðeins eitt lið á vellinum, það voru heimamenn. Hauka-liðið skoraði fyrstu fjögur mörkin og allt gekk upp hjá lærisveinum Arons Kristjánssonar. Gestirnir í Val voru lengi í gang og funndu engan veginn taktinn hvorki í vörn né sókn. En það kom svo að því að þeir náðu að skora og vinna sig inn í leikinn eftir sjö mínótna leik. Við þessa vakningu gestanna þá duttu meistararnir úr jafnvægi um stund. Gestirnir fóru að spila fínan sóknarleik og um miðjan fyrrihálfleik komust þeir yfir í fyrsta sinn í leiknum, 5-6. Valsmenn fóru ílla með mörg hraðaupphlaup og áttu í stökustu vandræðum með að skora einir á móti Aroni Rafni Eðvarssyni sem varði frábærlega í marki Hauka og var með tíu vörslur í fyrrihálfleik. Björgvin Þór Hólmgeirsson og Sigurbergur Sveinsson voru sterkir í sókninni hjá heimamönnum með fjögur mörk hvor í fyrrihálfleiknum, en staðan í hálfleik, 13-10 Haukum í vil. Síðari hálfleikur var fjörugur. Aron Rafn hélt áfram að loka markinu vel fyrir Hauka við mikinn fögnuð heimamanna. Vallarlýsir þetta kvöldið var búinn að segja nafnið hans svo oft að öll börnin í stúkunni voru búin að læra það utan af og byrjuð að kalla á hann inná völlinn hvað eftir annað. Leikurinn var mjög jafn allan seinni hálfleikinn. Valsmenn bitu vel frá sér og gáfu heimamönnum ekkert eftir. Leikurinn var æsispennandi allt til að flautið gall á Ásvöllum í kvöld. Guðmundur Árni Ólafsson stökk inn úr horninu og fiskaði víti á lokasekúndu leiksins. Boltinn var settur í hendurnar á Sigurbergi Sveinssyni. Hann gerði sér lítið fyrir og skoraði og tryggði þar með Haukum dramatískan sigur á Valsmenn, loktaölur 25-24, í hörku leik. Aron Rafn Eðvarðsson, markmaður Hauka, átti frábært kvöld með tuttugu og tvær markvörslur. Þessi strákur var klárlega maður leiksins þetta kvöldið og vel að því kominn því hann átti mikið í þessum sigri Haukamanna.Haukar-Valur 25-24 (13-10)Mörk Hauka (skot): Sigurbergur Sveinsson 9/15 (2/2), Björgvin Þór Hólmgeirsson 6/11, Guðmundur Árni Ólafsson 3/5 (1/3), Tjörvi Þorgeirsson 2/2, Freyr Brynjarsson 2/4, Einar Örn Jónsson 1/1, Heimir Óli Heimisson 1/3, Elías Már Halldórsson 1/3. Varin skot: Aron Rafn Eðvarðsson 22 skot varin. 48%. Hraðaupphlaup: 5 ( Björgvin 2, Sigurbergur 2, Freyr) Fiskuð víti: 4 (Heimir 2, Sigurbergur, Guðmundur) Utan vallar: 2 mín. Mörk Vals (skot): Ingvar Árnason 5/5, Elfar Friðriksson 5/9, Orri Freyr Gíslason 3/3, Ólafur Sigurjónsson 3/4, Arnór Þór Gunnarsson 3/10 (3/3), Gunnar Ingi Jóhansson 2/9, Fannar Þór Freiðgeirsson 2/11, Jón Björgvin Pétursson 1/1. Varin skot: Hlynur Morthens 13 skot varin. 34%. Hraðaupphlaup: 2 ( Fannar 2) Fiskuð víti: 3 ( Ingvar 2, Arnór) Utan vallar: 6 mín. Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson, fínir.
Olís-deild karla Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir „Enn sáttari með að allir leikmenn fari heilir inn í þetta jólafrí” Embla tryggði Stjörnunni sigur Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Íslendingalið í bikarúrslit í Noregi en aðeins eitt áfram í þýska bikarnum Uppgjör og viðtöl: Haukar - Fram 20-28 | Sannfærandi sigur Fram Einar Bragi öflugur í stórsigri Kristianstad Þórey Anna minnti á sig í 35. sigri Valskvenna í röð Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? „Það er erfitt að færa þessar fregnir“ Nýja mamman „hefði þurft 1-2 mánuði í viðbót“ Sandra ekki í EM-hópnum en Rut fer með Svona var fundurinn er Arnar tilkynnti EM-hópinn Íslenski risinn sem gnæfir yfir Porto: „Myndi ekki vilja gera neitt annað“ Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Sjá meira