Íslenski boltinn

Dagný varð langmarkahæst í Reykjavíkurmótinu

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Dagný sést hér lengst til vinstri fagna marki með Kristínu Ýr Bjarnadóttur og Rakel Logadóttur.
Dagný sést hér lengst til vinstri fagna marki með Kristínu Ýr Bjarnadóttur og Rakel Logadóttur. Mynd/Stefán

Valskonan Dagný Brynjarsdóttir varð langmarkahæst í Reykjavíkurmóti kvenna sem lauk með öruggum sigri Valskvenna um helgina. Dagný skoraði 9 mörk í fjórum leikjum Hlíðarendaliðsins eða fimm mörkum meira en þær næstu á listanum.

Frammistaða Dagnýjar fór ekki framhjá Sigurði Ragnari Eyjólfssyni, landsliðsþjálfarar, því hann valdi hana í morgun í hópinn sem fer á Algarve-bikarinn í Portúgal seinna í þessum mánuði.

Dagný sem verður 19 ára á þessu ári skoraði 3 mörk í 17 leikjum í Pepsi deild kvenna síðasta sumar en í Reykjavíkurmótinu fyrir ári síðan þá var hún með 1 mark í 4 leikjum.

Markahæstar á Reykjavíkurmótinu 2010:

Dagný Brynjarsdóttir Val 9

Björk Gunnarsdóttir, Val 4

Laufey Björnsdóttir Fylki 4

Ruth Þórðar Þórðardóttir Fylki 4

Fjóla Dröfn Friðriksdóttir KR 3

Anna Sigurðardóttir, Fylki 3



Mörk Dagnýjar í fjórum leikjum Valsliðsins:

10-0 sigur á Þrótti

Þrjú mörk á 42., 54. og 90.+1 mínútu

6-0 sigur á KR

Skoraði ekki

8-0 sigur á HK/Víkingi

Fjögur mörk á 5., 15., 32. og 49. mínútu

4-0 sigur á Fylki

Tvö mörk á 36. og 90. mínútu






Fleiri fréttir

Sjá meira


×