Greta: Æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum Kristinn Páll Teitsson skrifar 20. júlí 2010 22:43 Mateja Zver í leiknum í kvöld. Fréttablaðið/Daníel „Mér fannst við ekkert vera lélegri en þær í byrjun og svo fáum við tvö mörk á okkur og missum mann af velli. Þess vegna finnst mér frábært að við sýndum þennan baráttuanda og fáum stigin þrjú," sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir kantmaður Blikastúlka gríðarlega ánægð eftir að Blikar náðu að vinna sig úr því að vera 0-2 undir og vinna leikinn 3-2. „Við ákváðum eftir rauða spjaldið að stíga upp og vera jákvæðar, við misstum aldrei trúna og mér finnst það æðislegt. Ég er ekki viss með þetta rauða spjald, mér sýndist þetta vera bolti í andlit en dómarinn var langt frá og því erfitt að sjá þetta." Blikastúlkur sýndu gríðarlegan karakter með því að koma aftur og sigra þrátt fyrir að hafa verið manni færri meirihluta leiksins og átti Greta Mjöll stóran þátt með tveimur mörkum. „Ég er afar stolt af liðinu, við vorum manni færri en við töluðum um að klára þetta fyrir Önnu og við gerðum það. Við keyrðum okkur allar út og ég held að enginn í liðinu eigi dropa eftir af orku, við bjuggum til auka mann með baráttunni. Við náum að skora mark fyrir hálfleik og það sýndi okkur að við gátum gert þetta, við fundum að við vorum að spila mjög vel. Þá þurftum við aðeins eitt mark til að jafna og það gefur manni aukinn kraft til að klára þetta." Með þessu færa Blikar sig í annað sætið upp fyrir Þór/KA og eru 6 stigum á eftir Valsstúlkum sem virðast vera á góðri siglingu í átt að halda titlinum. „Það er svo æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum, við auðvitað stefnum alltaf á toppinn en við tökum bara einn leik fyrir í einu og við hugsum ekki lengra en það. Maður vinnur ekki leiki fyrirfram og það þarf bara að taka eitt þrep í einu" sagði Greta. Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. 20. júlí 2010 22:32 Elva: Ég veit ekki hvað gerðist „Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld. 20. júlí 2010 22:40 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
„Mér fannst við ekkert vera lélegri en þær í byrjun og svo fáum við tvö mörk á okkur og missum mann af velli. Þess vegna finnst mér frábært að við sýndum þennan baráttuanda og fáum stigin þrjú," sagði Greta Mjöll Samúelsdóttir kantmaður Blikastúlka gríðarlega ánægð eftir að Blikar náðu að vinna sig úr því að vera 0-2 undir og vinna leikinn 3-2. „Við ákváðum eftir rauða spjaldið að stíga upp og vera jákvæðar, við misstum aldrei trúna og mér finnst það æðislegt. Ég er ekki viss með þetta rauða spjald, mér sýndist þetta vera bolti í andlit en dómarinn var langt frá og því erfitt að sjá þetta." Blikastúlkur sýndu gríðarlegan karakter með því að koma aftur og sigra þrátt fyrir að hafa verið manni færri meirihluta leiksins og átti Greta Mjöll stóran þátt með tveimur mörkum. „Ég er afar stolt af liðinu, við vorum manni færri en við töluðum um að klára þetta fyrir Önnu og við gerðum það. Við keyrðum okkur allar út og ég held að enginn í liðinu eigi dropa eftir af orku, við bjuggum til auka mann með baráttunni. Við náum að skora mark fyrir hálfleik og það sýndi okkur að við gátum gert þetta, við fundum að við vorum að spila mjög vel. Þá þurftum við aðeins eitt mark til að jafna og það gefur manni aukinn kraft til að klára þetta." Með þessu færa Blikar sig í annað sætið upp fyrir Þór/KA og eru 6 stigum á eftir Valsstúlkum sem virðast vera á góðri siglingu í átt að halda titlinum. „Það er svo æðislegt að allt sé hægt í fótboltanum, við auðvitað stefnum alltaf á toppinn en við tökum bara einn leik fyrir í einu og við hugsum ekki lengra en það. Maður vinnur ekki leiki fyrirfram og það þarf bara að taka eitt þrep í einu" sagði Greta.
Pepsi Max-deild kvenna Tengdar fréttir Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. 20. júlí 2010 22:32 Elva: Ég veit ekki hvað gerðist „Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld. 20. júlí 2010 22:40 Mest lesið „Algjörlega niðurbrotinn eftir þetta tap“ Fótbolti Gervigreindin spáir í fyrstu umferðina Enski boltinn Ótrúlegt golfhögg í reiðiskasti slær í gegn á netinu Golf Eiginkonan líkir þjálfara Slóvena við Gosa Körfubolti Sjáðu upphitunarþátt fyrir enska boltann í heild Enski boltinn „Galið og fáránlegt“ Íslenski boltinn Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna Enski boltinn Misstu Martin út en sneru leiknum og unnu Svía Körfubolti Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum Enski boltinn Uppgjörið: Bröndby - Víkingur 4-0 | Vont kvöld hjá Víkingi í Kaupmannahöfn Fótbolti Fleiri fréttir „Galið og fáránlegt“ ÍBV búið að tryggja sér sæti í Bestu deildinni Uppgjörið: Tindastóll - Þróttur | Misstu Mist af velli og fengu á sig jöfnunarmark Sjáðu eitt af mörkum ársins og þrennu Jordyn Rhodes Halldór framlengir til ársins 2028 við Breiðablik Guðmundur í grænt Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker Uppgjörið: FHL – Fram 3-2 | Fyrsti sigur FHL í hús Uppgjörið: Víkingur R – Breiðablik 2-4 | Meistararnir áfram í stuði Uppgjörið: FH – Þór/KA 5-3 | Markasúpa í Hafnafirði Heimir fær aðeins einn leik og aganefndin hittir illa á Aftureldingu KR fær þýskan varnarmann Ræddu lætin í Krikanum: „Það er helvítis hundur í Heimi“ Sjáðu frábærar afgreiðslur Sigurðar Bjarts, vítavörslur Árna og endurkomu KR-inga „Dóri verður að hætta þessu væli“ „Óreyndir dómarar sem falla í þessa gryfju“ „Leyfa því að koma og nýta það á góðan hátt sem orku“ „Var farinn að krampa upp í öllum vöðvum líkamans“ Heimir og Dean sendir í sturtu eftir læti á hliðarlínunni Uppgjörið: FH - ÍA 3-2 | Ótrúleg endurkoma heimamanna í Kaplakrika Uppgjörið: KR - Afturelding 2-1 | Mosfellingar í fallsæti eftir tap í Vesturbænum Sjáðu dramatísku sigurmörkin og Stjörnumenn skella Víkingum „Brugðumst vel við þeim aðstæðum sem leikurinn henti í okkur“ „Rýr stigasöfnun í deildinni vissulega áhyggjuefni“ Halldór: Góð ákvörðun hjá þeim að hætta spila boltanum Sjá meira
Umfjöllun: Endurkoma Blika fullkomnuð Breiðabliksstúlkur sýndu ótrúlegan karakter í kvöld þegar þær tryggðu sér 3-2 sigur á Þór/KA á heimavelli en þær unnu sig úr stöðunni 0-2 manni færri. Með þessu hafa þessi lið sætaskipti í 2. og 3. sæti, Breiðablik situr nú í 2. sæti með 23 stig, sex stigum á eftir Valsstúlkum sem eru efstar. 20. júlí 2010 22:32
Elva: Ég veit ekki hvað gerðist „Þetta er gríðarlega sárt, við komumst 2-0 yfir og við höldum sjálftrausti þrátt fyrir að fá á okkur mark fljótlega. Þetta gekk bara ekki í dag, við hættum eiginlega bara eftir annað markið og seinni hálfleikurinn var virkilega dapur," sagði Elva Friðjónsdótti, leikmaður Þórs/KA svekkt eftir 3-2 tap gegn Breiðablik í kvöld. 20. júlí 2010 22:40