Hamilton ber sig vel eftir óhapp 8. október 2010 09:34 Hamilton komst lítt áleiðis með að stilla blnum sínum upp fyrir Suzuka brautina um í nótt eftir óhapp. Mynd: Getty Images Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton fór útaf á fyrri æfingunni af tveimur og náði aðeins að aka í 10 mínútur af 90 sem voru í boði á þeirri síðari. Þetta hefur því rofið undirbúnings Hamiltons og Mclaren, sem ætlaði að prófa ýmsar nýjungar á bíl hans . "Strákarnir unnu ótrúlega vel í að raða bílnum saman á ný og við náðum síðustu 10 mínútunum. En við töpuðum miklum tíma. En það er annar dagur á morgun og það á að rigna, þannig að allir byrja á núlli", sagði Hamilton og bar sig vel, þrátt fyrir áfallið. "Ég komst bara fjóra hringi á tíma og var rétt að finna inn á bílinn á æfingunum, en veit ekki hvernig bíllinn raunverulega virkar." Hamilton féll úr leik í tveimur síðustu mótum eftir árekstra og óhappið í nótt var ekki til að bæta stöðu hans hvað titilbaráttuna varðar. "Ég keyrði af of mikilli áfergju. Þetta var ekkert risa óhapp, en malargryfjan var hál á þessum tíma. Ég sá aðra fara útaf, en þeir sluppu með það. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og ég vona að það reynist rétt", sagði Hamilton. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld. Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Lewis Hamilton á McLaren ók útaf á æfingum á Suzuka brautinni í Japan í nótt og missti af dágóðum æfingatíma fyrir vikið. Mitt í baráttunni um meistaratitilinn við fjóra aðra ökumenn. Hamilton fór útaf á fyrri æfingunni af tveimur og náði aðeins að aka í 10 mínútur af 90 sem voru í boði á þeirri síðari. Þetta hefur því rofið undirbúnings Hamiltons og Mclaren, sem ætlaði að prófa ýmsar nýjungar á bíl hans . "Strákarnir unnu ótrúlega vel í að raða bílnum saman á ný og við náðum síðustu 10 mínútunum. En við töpuðum miklum tíma. En það er annar dagur á morgun og það á að rigna, þannig að allir byrja á núlli", sagði Hamilton og bar sig vel, þrátt fyrir áfallið. "Ég komst bara fjóra hringi á tíma og var rétt að finna inn á bílinn á æfingunum, en veit ekki hvernig bíllinn raunverulega virkar." Hamilton féll úr leik í tveimur síðustu mótum eftir árekstra og óhappið í nótt var ekki til að bæta stöðu hans hvað titilbaráttuna varðar. "Ég keyrði af of mikilli áfergju. Þetta var ekkert risa óhapp, en malargryfjan var hál á þessum tíma. Ég sá aðra fara útaf, en þeir sluppu með það. Allt er þegar þrennt er segir máltækið og ég vona að það reynist rétt", sagði Hamilton. Sýnt verður frá æfingunum í Japan kl. 21.20 á Stöð 2 Sport í kvöld.
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira