Webber og Vettel sáttir hvor við annan 17. nóvember 2010 10:23 Meistaralið Red Bull fangaði titlunum tveimur í flugskýli í Austurríki þar sem liðið er skráð. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Mark Webber telur að spennan á milli hans og Sebastian Vettel hafi frekar verið hvatning til dáða, en neikvætt afl. Red Bull liðið fagnaði titlum sínum með fréttamannafundi í flugskýli í Austurríki í gær. "Það er eðlilegt þegar svo mikið er í húfi að menn fari út á ystu nöf í samskiptum. Það er hluti af ferðalaginu í íþróttum. Það eru smá skærur hér og þar og fjölmiðlar geta blásið hlutina upp og því getum við ekki stjórnað", sagði Webber í frétt á autosport.com. "En þegar öllu er á botninn hvolft, þá var það þetta sem keyrði liðið áfram. Vitanlega töpuðu við einhverjum stigum á þessu líka, en ég tel að liðið hafi lagt mikið á sig og við Vettel berum virðingu hvor fyrir öðrum. Það er það mikilvægasta að geta tekist í hendur þegar öllu er lokið og öllum baradögum um allan heim í Formúlu 1 er lokið." "Vettel á titilinn skilinn í ár. Við hefjum leikinn aftur í fyrsta móti á næsta ári. Ég mun reyna að vinna alla sem fyrr og það er bónus að geta lagt þann að velli sem er á sama farartæki og þú. Sebastian mætir sem meistari og ég hlakka til að mæta aftur í slaginn. Við byrjum í Barein og allir á núllpunkti", sagði Webber. Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Mark Webber telur að spennan á milli hans og Sebastian Vettel hafi frekar verið hvatning til dáða, en neikvætt afl. Red Bull liðið fagnaði titlum sínum með fréttamannafundi í flugskýli í Austurríki í gær. "Það er eðlilegt þegar svo mikið er í húfi að menn fari út á ystu nöf í samskiptum. Það er hluti af ferðalaginu í íþróttum. Það eru smá skærur hér og þar og fjölmiðlar geta blásið hlutina upp og því getum við ekki stjórnað", sagði Webber í frétt á autosport.com. "En þegar öllu er á botninn hvolft, þá var það þetta sem keyrði liðið áfram. Vitanlega töpuðu við einhverjum stigum á þessu líka, en ég tel að liðið hafi lagt mikið á sig og við Vettel berum virðingu hvor fyrir öðrum. Það er það mikilvægasta að geta tekist í hendur þegar öllu er lokið og öllum baradögum um allan heim í Formúlu 1 er lokið." "Vettel á titilinn skilinn í ár. Við hefjum leikinn aftur í fyrsta móti á næsta ári. Ég mun reyna að vinna alla sem fyrr og það er bónus að geta lagt þann að velli sem er á sama farartæki og þú. Sebastian mætir sem meistari og ég hlakka til að mæta aftur í slaginn. Við byrjum í Barein og allir á núllpunkti", sagði Webber.
Mest lesið Ólympíufari á lista yfir tíu eftirlýstustu glæpamenn FBI Sport Setti styttu af „hataðasta manni Svíþjóðar“ fyrir utan þjóðarleikvanginn Fótbolti Sautján ára íþróttastjarna drepin í loftárás Rússa Sport Kjánaleg skot bíta ekki á Heimi: „Verða að eiga það við sig“ Fótbolti Fékk banana í kveðjugjöf í stað blóma Fótbolti Barcelona bað leikmann sinn um að hætta að skora mörk Fótbolti „Ég væri miklu frekar til í að skipta deildinni í efri og neðri“ Íslenski boltinn Slógu HM-met Íslands en er þetta lítil eyja eða bara útibú frá Hollandi? Fótbolti Thelma Karen til sænsku meistaranna Fótbolti Sjáðu ræðu Niks eftir dramatískan kveðjuleik: „Þetta var fullkominn endir“ Fótbolti Fleiri fréttir Fjórtán ára dóttir Häkkinens gengur til liðs við McLaren Frétti af Schumacher og fékk sjokk: „Átti að fara njóta lífsins“ Forsetinn gagnrýnir Formúlu 1-stjörnurnar: „Ættu að tala minna“ Lewis Hamilton segist vera fastur í martröð Antonelli sló 18 ára gamalt stigamet Lewis Hamilton Norris með aðra höndina á titlinum Norris á ráspól en Verstappen í vandræðum Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira