Mikilvæg vitneskja um eldvirkni Ari Trausti Guðmundsson skrifar 7. desember 2010 06:30 Eldgos eru algengt umræðuefni um þessar mundir og oft spurt: - Hvar gýs næst? Af nógu er að taka. Eldvirku svæðin á Íslandi ná yfir um fjórðung af flatarmáli landsins. Þar eru ein 30 eldstöðvakerfi, hvert með fleiri en einni eldstöð og menjum um mörg eldgos. Tíðni eldgosa á Íslandi er há eða um 30 gos að lágmarki á öld. Núna er t.d. horft til Heklu og Grímsvatna sem eru komin í "skotstöðu" miðað við gögn úr jarðeðlisfræðilegum mælingum fyrir síðustu eldsumbrot þar. Menn líta á kvikusöfnun undir Kötlu og norðvestanverðum Vatnajökli og nágrenni (í Bárðarbungukerfinu) og túlkun athuganna á svæði austan við Öskju benda til kvikuflutninga á töluverðu dýpi. Svo koma til aðrir staðir þar sem eitthvað kann að vera í uppsiglingu. Margir muna Kröfluelda 1975-1984 en þá urðu níu fremur lítil eldgos á níu árum eftir hressilega plötuskriðshrinu (landgliðnun) í eldstöðvakerfinu sem kennt er við megineldstöðina Kröflu. Allt voru þetta hefðbundin sprungugos með hraunrennsli. Þau efldust með hverju gosi, en teljast samt lítil eða fremur lítil, og gossprungur lengdust í norður. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar menn horfa til Suðvesturlands. Jarðhræringar eru tíðar á Reykjanesskaga. Þar eru fjögur eldstöðvakerfi með tilheyrandi sprungusvæðum og það austasta hreykir Hengli, ungri megineldstöð, en hin bera ekki þróuð eldfjöll. Mikið af sprungum á skaganum stefnir í norðaustur, innan eldstöðvakerfanna. Þar skelfur alloft og stundum gýs, einmitt í hrinum ekki ólíkum Kröflueldum. Svo er annað sett af sprungum að finna á skaganum. Þær stefna norður og einnig þar skelfur jörð en gýs ekki. Ástæðu þessarar tvískiptingar er m.a. að finna í þeirri staðreynd að plötuskilin á skaganum eru þvinguð og beygð til austurs en tengjast þar á Suðurlandsskjáftabeltinu og Hengilskerfinu. Saga eldvirkni á Reykjanesskaga eftir lok síðasta jökulskeiðs (á umliðinum 12.000 ár eða svo) er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin voru svokölluð dyngjugos algeng, með þunnfljótandi hrauni. Einnig kom þá upp jarðeldur á sprungum með bæði þunn- og þykkfljótandi hraunum, í öllum kerfunum. Eftir því sem lengra leið á hlýðskeiðið hurfu dyngjugosin úr sögunni og slitnar gígaraðir á sprungum urðu algengust nýju eldstöðvarnar. Jarðeldurinn hefur gjarnan gengið yfir í hrinum, jafnvel svo að fleiri en eitt eldstöðvakerfi hafa verið virk á ólíkum tímum, innan 2-3 alda. Engar “reglur” eru þó algildar. Á milli slíkra eldvirknistímabila eða óróalda virðast líða 500-1000 ár. Lærdómsríkt getur verið að skoða síðasta eldvirknistímabilið á Reykjanesskaganum. Þá kom upp jarðeldur beggja vegna Bláfjalla á 10. og 11. öld (t.d. Eldborgir með Svínahraunsbruna og eldstöðvar nálægt skíðasvæðunum). Hraun runnu m.a. í átt að Heiðmörk og Húsfelli en enduðu fjarri núverandi byggð. Á 12. öld brunnu Krýsuvíkureldar á gossprungum sem teygðu sig með hléum frá Ögmundarhrauni, um dalinn vestan við Sveifluháls, að Helgafelli við Hafnarfjörð. Þá náði hraun til sjávar bæði sunnan og norðan á skaganum. Á fyrri hluta 13. aldar hrökk Reykjaneskerfið í gang með gjóskugosi í sjó og hraungosum úr sprungum rétt hjá Reykjanesvirkjun, í Eldvörpum og t.d. við Svartsengi. Hraun við Grindavík er aftur á móti forsögulegt og yngsta gossprungan í Hengilskerfinu (nær frá Hellisheiði, sundurslitin um fjallið til Nesjavallasvæðins og Sandeyjar í Þingvallavatni) er um 2.000 ára. Á þetta er minnt í þessum stutta pistli til að ítreka löngu fenginn fróðleik um eldvirkni í nágrenni mesta þéttbýlis landsins. Þekking er ávallt mikilvæg. Hún getur mildað óþarfa áhyggjur núna eða of sterk viðbrögð síðar, sjáist til jarðelds á Reykjanesskaga. Eldgos í einhverju eldstöðvakerfa skagans getur gengið um garð án teljandi tjóns en það getur líka verið varasamt og valdið tjóni. Kerfin eru vöktuð og landsmenn vissulega undir eitt og annað búnir. Betra er að minna á staðreyndir en að láta eins og ekkert sé. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir Skoðun Mýtan um óumflýjanlegan rússneskan sigur Erlingur Erlingsson Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Sjá meira
Eldgos eru algengt umræðuefni um þessar mundir og oft spurt: - Hvar gýs næst? Af nógu er að taka. Eldvirku svæðin á Íslandi ná yfir um fjórðung af flatarmáli landsins. Þar eru ein 30 eldstöðvakerfi, hvert með fleiri en einni eldstöð og menjum um mörg eldgos. Tíðni eldgosa á Íslandi er há eða um 30 gos að lágmarki á öld. Núna er t.d. horft til Heklu og Grímsvatna sem eru komin í "skotstöðu" miðað við gögn úr jarðeðlisfræðilegum mælingum fyrir síðustu eldsumbrot þar. Menn líta á kvikusöfnun undir Kötlu og norðvestanverðum Vatnajökli og nágrenni (í Bárðarbungukerfinu) og túlkun athuganna á svæði austan við Öskju benda til kvikuflutninga á töluverðu dýpi. Svo koma til aðrir staðir þar sem eitthvað kann að vera í uppsiglingu. Margir muna Kröfluelda 1975-1984 en þá urðu níu fremur lítil eldgos á níu árum eftir hressilega plötuskriðshrinu (landgliðnun) í eldstöðvakerfinu sem kennt er við megineldstöðina Kröflu. Allt voru þetta hefðbundin sprungugos með hraunrennsli. Þau efldust með hverju gosi, en teljast samt lítil eða fremur lítil, og gossprungur lengdust í norður. Þetta er ágætt að hafa í huga þegar menn horfa til Suðvesturlands. Jarðhræringar eru tíðar á Reykjanesskaga. Þar eru fjögur eldstöðvakerfi með tilheyrandi sprungusvæðum og það austasta hreykir Hengli, ungri megineldstöð, en hin bera ekki þróuð eldfjöll. Mikið af sprungum á skaganum stefnir í norðaustur, innan eldstöðvakerfanna. Þar skelfur alloft og stundum gýs, einmitt í hrinum ekki ólíkum Kröflueldum. Svo er annað sett af sprungum að finna á skaganum. Þær stefna norður og einnig þar skelfur jörð en gýs ekki. Ástæðu þessarar tvískiptingar er m.a. að finna í þeirri staðreynd að plötuskilin á skaganum eru þvinguð og beygð til austurs en tengjast þar á Suðurlandsskjáftabeltinu og Hengilskerfinu. Saga eldvirkni á Reykjanesskaga eftir lok síðasta jökulskeiðs (á umliðinum 12.000 ár eða svo) er fjölbreytt. Fyrstu árþúsundin voru svokölluð dyngjugos algeng, með þunnfljótandi hrauni. Einnig kom þá upp jarðeldur á sprungum með bæði þunn- og þykkfljótandi hraunum, í öllum kerfunum. Eftir því sem lengra leið á hlýðskeiðið hurfu dyngjugosin úr sögunni og slitnar gígaraðir á sprungum urðu algengust nýju eldstöðvarnar. Jarðeldurinn hefur gjarnan gengið yfir í hrinum, jafnvel svo að fleiri en eitt eldstöðvakerfi hafa verið virk á ólíkum tímum, innan 2-3 alda. Engar “reglur” eru þó algildar. Á milli slíkra eldvirknistímabila eða óróalda virðast líða 500-1000 ár. Lærdómsríkt getur verið að skoða síðasta eldvirknistímabilið á Reykjanesskaganum. Þá kom upp jarðeldur beggja vegna Bláfjalla á 10. og 11. öld (t.d. Eldborgir með Svínahraunsbruna og eldstöðvar nálægt skíðasvæðunum). Hraun runnu m.a. í átt að Heiðmörk og Húsfelli en enduðu fjarri núverandi byggð. Á 12. öld brunnu Krýsuvíkureldar á gossprungum sem teygðu sig með hléum frá Ögmundarhrauni, um dalinn vestan við Sveifluháls, að Helgafelli við Hafnarfjörð. Þá náði hraun til sjávar bæði sunnan og norðan á skaganum. Á fyrri hluta 13. aldar hrökk Reykjaneskerfið í gang með gjóskugosi í sjó og hraungosum úr sprungum rétt hjá Reykjanesvirkjun, í Eldvörpum og t.d. við Svartsengi. Hraun við Grindavík er aftur á móti forsögulegt og yngsta gossprungan í Hengilskerfinu (nær frá Hellisheiði, sundurslitin um fjallið til Nesjavallasvæðins og Sandeyjar í Þingvallavatni) er um 2.000 ára. Á þetta er minnt í þessum stutta pistli til að ítreka löngu fenginn fróðleik um eldvirkni í nágrenni mesta þéttbýlis landsins. Þekking er ávallt mikilvæg. Hún getur mildað óþarfa áhyggjur núna eða of sterk viðbrögð síðar, sjáist til jarðelds á Reykjanesskaga. Eldgos í einhverju eldstöðvakerfa skagans getur gengið um garð án teljandi tjóns en það getur líka verið varasamt og valdið tjóni. Kerfin eru vöktuð og landsmenn vissulega undir eitt og annað búnir. Betra er að minna á staðreyndir en að láta eins og ekkert sé.
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun
Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun