Áhrifameiri kjósendur Hjörtur Hjartarson skrifar 24. nóvember 2010 16:30 Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. Persónukjör Endurskoða þarf tilhögun alþingiskosninga og auka áhrif kjósenda. Eftir Hrunið kom fram skýr krafa í samfélaginu um persónukjör. Í slíku kjöri felst að almennir kjósendur geti haft meiri eða minni áhrif á það í kosningum hvaða frambjóðendur veljast sem fulltrúar þeirra á Alþingi. Við núverandi skipan eru stjórnmálaflokkarnir nær einráðir um það. Útséð er með að hin gamalgrónu stjórnmálaöfl muni verða við kröfunni um persónukjör. Stjórnlagaþingið verður því að tryggja almennum kjósendum sanngjörn og heillavænleg áhrif í kosningum, að þessu leyti. Fjölmargar aðferðir tíðkast við persónukjör. Í frumvarpi um persónukjör sem síðast sofnaði í þinginu, var gert ráð fyrir að stigið yrði eitt varfærnislegt skref í þá átt að auka áhrif almennra kjósenda á kostnað flokkanna. Í stuttu máli var hugmyndin sú að stjórnmálaflokkar veldu frambjóðendur á lista, eins og venjulega, en að þeir kjósendur sem kysu listann fengju að raða efstu frambjóðendunum í sæti. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að teljast algjört lágmark. - Taka þarf mið af reynslu annarra þjóða af persónukjöri, nýta kostina en varast hætturnar. Stjórnlagþing þarf einnig að taka fyrir almennar leikreglur í kosningabaráttu. Tryggja þarf að peningar og valdaaðstaða ráði ekki úrslitum um hvaða sjónarmið heyrast og verða ofaná í pólitískri umræðu. Huga þarf að lengd kjörtímabils og takmörkun á setu þingmanna á Alþingi og eins sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnum. Tvö fjögurra ára kjörtímabil á Alþingi er hæfilegur tími. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Fjölbreytni í endurhæfingu skiptir máli Hólmfríður Einarsdóttir skrifar Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon skrifar Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon skrifar Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir skrifar Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenska stóðhryssan og Evrópa Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Hvammsvirkjun – Skyldur ráðherra og réttur samfélagsins Eggert Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Norska leiðin er fasismi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Um mýkt, menntun og von Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Höfum alla burði til þess Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tímabær rannsókn dómsmálaráðuneytisins Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Umsókn krefst ákvörðunar – ekki ákalls Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Sjá meira
Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. Persónukjör Endurskoða þarf tilhögun alþingiskosninga og auka áhrif kjósenda. Eftir Hrunið kom fram skýr krafa í samfélaginu um persónukjör. Í slíku kjöri felst að almennir kjósendur geti haft meiri eða minni áhrif á það í kosningum hvaða frambjóðendur veljast sem fulltrúar þeirra á Alþingi. Við núverandi skipan eru stjórnmálaflokkarnir nær einráðir um það. Útséð er með að hin gamalgrónu stjórnmálaöfl muni verða við kröfunni um persónukjör. Stjórnlagaþingið verður því að tryggja almennum kjósendum sanngjörn og heillavænleg áhrif í kosningum, að þessu leyti. Fjölmargar aðferðir tíðkast við persónukjör. Í frumvarpi um persónukjör sem síðast sofnaði í þinginu, var gert ráð fyrir að stigið yrði eitt varfærnislegt skref í þá átt að auka áhrif almennra kjósenda á kostnað flokkanna. Í stuttu máli var hugmyndin sú að stjórnmálaflokkar veldu frambjóðendur á lista, eins og venjulega, en að þeir kjósendur sem kysu listann fengju að raða efstu frambjóðendunum í sæti. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að teljast algjört lágmark. - Taka þarf mið af reynslu annarra þjóða af persónukjöri, nýta kostina en varast hætturnar. Stjórnlagþing þarf einnig að taka fyrir almennar leikreglur í kosningabaráttu. Tryggja þarf að peningar og valdaaðstaða ráði ekki úrslitum um hvaða sjónarmið heyrast og verða ofaná í pólitískri umræðu. Huga þarf að lengd kjörtímabils og takmörkun á setu þingmanna á Alþingi og eins sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnum. Tvö fjögurra ára kjörtímabil á Alþingi er hæfilegur tími. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing.
Skoðun Þegar fjölbreytileikinn verður ógn: Afneitun, andstaða og ótti við hið mannlega Haukur Logi Jóhannsson skrifar
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar