Áhrifameiri kjósendur Hjörtur Hjartarson skrifar 24. nóvember 2010 16:30 Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. Persónukjör Endurskoða þarf tilhögun alþingiskosninga og auka áhrif kjósenda. Eftir Hrunið kom fram skýr krafa í samfélaginu um persónukjör. Í slíku kjöri felst að almennir kjósendur geti haft meiri eða minni áhrif á það í kosningum hvaða frambjóðendur veljast sem fulltrúar þeirra á Alþingi. Við núverandi skipan eru stjórnmálaflokkarnir nær einráðir um það. Útséð er með að hin gamalgrónu stjórnmálaöfl muni verða við kröfunni um persónukjör. Stjórnlagaþingið verður því að tryggja almennum kjósendum sanngjörn og heillavænleg áhrif í kosningum, að þessu leyti. Fjölmargar aðferðir tíðkast við persónukjör. Í frumvarpi um persónukjör sem síðast sofnaði í þinginu, var gert ráð fyrir að stigið yrði eitt varfærnislegt skref í þá átt að auka áhrif almennra kjósenda á kostnað flokkanna. Í stuttu máli var hugmyndin sú að stjórnmálaflokkar veldu frambjóðendur á lista, eins og venjulega, en að þeir kjósendur sem kysu listann fengju að raða efstu frambjóðendunum í sæti. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að teljast algjört lágmark. - Taka þarf mið af reynslu annarra þjóða af persónukjöri, nýta kostina en varast hætturnar. Stjórnlagþing þarf einnig að taka fyrir almennar leikreglur í kosningabaráttu. Tryggja þarf að peningar og valdaaðstaða ráði ekki úrslitum um hvaða sjónarmið heyrast og verða ofaná í pólitískri umræðu. Huga þarf að lengd kjörtímabils og takmörkun á setu þingmanna á Alþingi og eins sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnum. Tvö fjögurra ára kjörtímabil á Alþingi er hæfilegur tími. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hjörtur Hjartarson Mest lesið Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir Skoðun Skoðun Skoðun 460 milljóna króna ofrukkun á viku Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Kennarar hafa yfirvinnu af öðrum kennurum Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Byrlunar- og símamálið: þáttur blaðamanna féll á fyrningu Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Allar konur eru konur. Punktur. Auður Önnu Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hver er ábyrgð barna? Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Rafbílar eru ódýrari Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Ég er foreldri, ég er kennari Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar Skoðun Er gott að sjávarútvegur skjálfi á beinunum? Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Af hverju endurhæfing fyrir krabbameinsgreinda? Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er innbúið? Hrefna Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Viljum við semja frið við náttúruna? Harpa Fönn Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Virðing fyrir kennurum eykur árangur nemenda Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Hinn dökki fíll í rými jafnréttis Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar Skoðun Keyrt í gagnstæðar áttir við Vonarstræti Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Rannsóknir í Hvalfirði skapa enga hættu Salome Hallfreðsdóttir skrifar Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Litla flugan Rebekka Hlín Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Um jarðgöng, ráðherra og blaðamenn Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Elskar þú að taka til? Þóra Geirlaug Bjartmarsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind, fordómar og siðferði – nýir tímar, ný viðmið Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Kirkjusókn ungra drengja Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vigdís og Súðavík Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Heimskan í Hvíta húsinu – forðumst smit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Ég á lítinn skrítinn skugga – langtímaáhrif krabbameina Hulda Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Traustur leiðtogi með fjölbreytta reynslu Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sameiginleg markmið en ólíkar þarfir Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Hver verður flottust við þingsetningu? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Vítisfjörður Guðni Ársæll Indriðason skrifar Sjá meira
Sum málefni hafa verið mér hugleiknari en önnur í sambandi við endurskoðun stjórnarskrárinnar. Eitt þeirra er persónukjör. Þeir sem vilja geta fengið ítarlegri upplýsingar um manninn og málefnin á vefsíðunni www.dagskammtur.wordpress.com. Persónukjör Endurskoða þarf tilhögun alþingiskosninga og auka áhrif kjósenda. Eftir Hrunið kom fram skýr krafa í samfélaginu um persónukjör. Í slíku kjöri felst að almennir kjósendur geti haft meiri eða minni áhrif á það í kosningum hvaða frambjóðendur veljast sem fulltrúar þeirra á Alþingi. Við núverandi skipan eru stjórnmálaflokkarnir nær einráðir um það. Útséð er með að hin gamalgrónu stjórnmálaöfl muni verða við kröfunni um persónukjör. Stjórnlagaþingið verður því að tryggja almennum kjósendum sanngjörn og heillavænleg áhrif í kosningum, að þessu leyti. Fjölmargar aðferðir tíðkast við persónukjör. Í frumvarpi um persónukjör sem síðast sofnaði í þinginu, var gert ráð fyrir að stigið yrði eitt varfærnislegt skref í þá átt að auka áhrif almennra kjósenda á kostnað flokkanna. Í stuttu máli var hugmyndin sú að stjórnmálaflokkar veldu frambjóðendur á lista, eins og venjulega, en að þeir kjósendur sem kysu listann fengju að raða efstu frambjóðendunum í sæti. Slíkt fyrirkomulag hlýtur að teljast algjört lágmark. - Taka þarf mið af reynslu annarra þjóða af persónukjöri, nýta kostina en varast hætturnar. Stjórnlagþing þarf einnig að taka fyrir almennar leikreglur í kosningabaráttu. Tryggja þarf að peningar og valdaaðstaða ráði ekki úrslitum um hvaða sjónarmið heyrast og verða ofaná í pólitískri umræðu. Huga þarf að lengd kjörtímabils og takmörkun á setu þingmanna á Alþingi og eins sveitarstjórnarmanna í sveitarstjórnum. Tvö fjögurra ára kjörtímabil á Alþingi er hæfilegur tími. Með óskum um heillaríkt stjórnlagaþing.
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun
Skoðun Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei skrifar
Skoðun Í tilefni af kjaradeilu FÍL og LR vegna listamanna í Borgarleikhúsinu Hrafnhildur Theodórsdóttir skrifar
Skoðun Hagsmunasamtök ESB gegn togveiðum: Hvað er í húfi fyrir Ísland? Svanur Guðmundsson skrifar
Þagnarbindindi: Er það lausn ríkisstjórnarinnar gagnvart þjóð sem hafnar hvalveiðum? Anahita Sahar Babaei Skoðun