Malbikið á nýrri braut ekki vandamál segir hönnuðurinn Tilke 20. október 2010 14:58 Jamie Alguersuari, ökumaður Torro Rosso er meðal þeirra sem hefur skoðað brautina í Suður Kóreu, en hann er hér í blárri treyju. AP mynd: Mark Baker Sumir Formúlu 1 ökumenn hafa áhyggjur af því að malbikið á nýju brautinni í Suður Kóreu sem verður notuð um helgina geti orðið til vandræða, þar sem hún var malbikuð fyrir skömmu. En hönnuður brautarinnar, Hermann Tilke telur að allt muni ganga upp og sleipt nýtt malbikið muni auka tilþrifin um helgina. Tilke sagði í samtali við autosport.com að í hans augum yrði það ekki vandamál. "Skortur á gripi ætti ekki að vera vandamál þar sem við erum með bestu ökumenn heims hérna. Auk þess verða aðstæður eins fyrir alla og það er ekki hætta á því að malbikið gefi sig", sagði Tilke. "Brautin verður mjög, mjög hál á föstudaginn af því hún er ný. Það verður því mikið um snarsnúning og það verður ekki auðvelt að finna rétta uppsetningu fyrir bílanna á laugardag og sunnudag. Brautin mun breytast mikið. Það þýðir að sumar ökumenn verða menn ranga uppsetningu, því menn verða að giska á bestu uppsetninguna." Tilke sagði í frétt autosport.com að brautin í Suður Kóreu hefði verið erfið í fæðingu vegna ýmissa vandamála og sagðist ekki alltaf hafa verið viss um að dæmið myndi ganga upp. Um tíma var umræða meðal manna að af mótinu yrði ekki. Tilke sagði að menn hefðu lagt hart að sér að klára verkið. Það tók meira en ár að ræsa burt vatn frá svæðinu sem var notað, en brautin var byggð á landi sem var mýrlendi. "Allt sem skiptir máli virkar vel, en það gætu komið upp smá vandamál hér og þar. Eitthvað gæti óvænt komið upp þar sem ekki er búið að prófa brautina", sagði Tilke. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Sumir Formúlu 1 ökumenn hafa áhyggjur af því að malbikið á nýju brautinni í Suður Kóreu sem verður notuð um helgina geti orðið til vandræða, þar sem hún var malbikuð fyrir skömmu. En hönnuður brautarinnar, Hermann Tilke telur að allt muni ganga upp og sleipt nýtt malbikið muni auka tilþrifin um helgina. Tilke sagði í samtali við autosport.com að í hans augum yrði það ekki vandamál. "Skortur á gripi ætti ekki að vera vandamál þar sem við erum með bestu ökumenn heims hérna. Auk þess verða aðstæður eins fyrir alla og það er ekki hætta á því að malbikið gefi sig", sagði Tilke. "Brautin verður mjög, mjög hál á föstudaginn af því hún er ný. Það verður því mikið um snarsnúning og það verður ekki auðvelt að finna rétta uppsetningu fyrir bílanna á laugardag og sunnudag. Brautin mun breytast mikið. Það þýðir að sumar ökumenn verða menn ranga uppsetningu, því menn verða að giska á bestu uppsetninguna." Tilke sagði í frétt autosport.com að brautin í Suður Kóreu hefði verið erfið í fæðingu vegna ýmissa vandamála og sagðist ekki alltaf hafa verið viss um að dæmið myndi ganga upp. Um tíma var umræða meðal manna að af mótinu yrði ekki. Tilke sagði að menn hefðu lagt hart að sér að klára verkið. Það tók meira en ár að ræsa burt vatn frá svæðinu sem var notað, en brautin var byggð á landi sem var mýrlendi. "Allt sem skiptir máli virkar vel, en það gætu komið upp smá vandamál hér og þar. Eitthvað gæti óvænt komið upp þar sem ekki er búið að prófa brautina", sagði Tilke.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira