Einar Örn: Heppni fylgir gömlum mönnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. nóvember 2010 22:00 Einar Örn Jónsson. Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. „Þetta virðist alltaf atvikast svona og ég lýg engu þegar ég segi að við höfum aldrei æft þetta. Þetta atvikaðist bara svona og var bara röð tilviljana. Það er tilviljun að Björgvin fær boltann í lokin og það er tilviljun að ég gleymist í horninu. Svo var þetta bara bölvaður grís að boltinn skyldi fara inn. Eigum við ekki að segja það að heppni fylgi gömlum mönnum," sagði Einar Örn kátur í leikslok en hann snéri boltanum framhjá Ingvari Guðmundssyni í Valsmarkinu. „Við komum virkilega grimmir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa vera slakir í fyrri hálfleiknum. Við náðum að vinna upp þriggja marka forskot þeirra og náðum okkar eigin fjögurra marka forskoti. Þá slökuðum við alltof mikið á, fórum að reyna að vernda forskotið og hleyptum Valda alltof mikið inn í leikinn," sagði Einar. Valdimar Þórsson var allt í öllu hjá Val þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútnunum. „Hann í rauninni kemur Val aftur inn í þennan leik einn síns liðs og það er eitthvað sem við áttum að vera búnir að tækla miklu miklu fyrr," sagði Einar. „Þetta er eitt þrep á leiðinni þangað sem við ætlum okkur og við lærum að þessum og reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það var gott að við skyldum ná að hala inn þessi tvö stig því það var mikilvægt," sagði Einar. Haukarnir eru á milli Evrópuleikja við Grosswallstadt en þýska liðið mætir á Ásvelli á laugardaginn. Einar Örn kvartar ekkert yfir leikjaálaginu. „Það kemur oft æfingaþreyta í menn og á meðan menn spila mikið þá er minna æft. Við tökum það sem plús að vera spila mikið af leikjum og það kemur allavega engin æfingaþreyta í menn á meðan," segir Einar. „Evrópukeppnin er ekki að trufla menn. Þetta er bara bónus. Við söfnum bara peningum fyrir þessu eins og brjálæðingar og reynum síðan að njóta þess út í ystu æsar að vera að spila þessa Evrópuleiki. þetta er ofboðslega gaman og ég held bara að menn finni einhvern aukakraft og klátra það ekkert koma niður á deildinni," sagði Einar Örn. Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Einar Örn Jónsson var hetja Haukanna í 23-22 sigri á Val í kvöld því hann skoraði sigurmarkið á lokasekúndu leiksins. Þetta er ekki í fyrsta skiptið sem Einar Örn skorar úrslitamark fyrir Haukanna á dramatískum lokasekúndum. „Þetta virðist alltaf atvikast svona og ég lýg engu þegar ég segi að við höfum aldrei æft þetta. Þetta atvikaðist bara svona og var bara röð tilviljana. Það er tilviljun að Björgvin fær boltann í lokin og það er tilviljun að ég gleymist í horninu. Svo var þetta bara bölvaður grís að boltinn skyldi fara inn. Eigum við ekki að segja það að heppni fylgi gömlum mönnum," sagði Einar Örn kátur í leikslok en hann snéri boltanum framhjá Ingvari Guðmundssyni í Valsmarkinu. „Við komum virkilega grimmir inn í seinni hálfleikinn eftir að hafa vera slakir í fyrri hálfleiknum. Við náðum að vinna upp þriggja marka forskot þeirra og náðum okkar eigin fjögurra marka forskoti. Þá slökuðum við alltof mikið á, fórum að reyna að vernda forskotið og hleyptum Valda alltof mikið inn í leikinn," sagði Einar. Valdimar Þórsson var allt í öllu hjá Val þegar liðið vann upp fjögurra marka forskot á síðustu tíu mínútnunum. „Hann í rauninni kemur Val aftur inn í þennan leik einn síns liðs og það er eitthvað sem við áttum að vera búnir að tækla miklu miklu fyrr," sagði Einar. „Þetta er eitt þrep á leiðinni þangað sem við ætlum okkur og við lærum að þessum og reynum eftir fremsta megni að koma í veg fyrir að svona endurtaki sig. Það var gott að við skyldum ná að hala inn þessi tvö stig því það var mikilvægt," sagði Einar. Haukarnir eru á milli Evrópuleikja við Grosswallstadt en þýska liðið mætir á Ásvelli á laugardaginn. Einar Örn kvartar ekkert yfir leikjaálaginu. „Það kemur oft æfingaþreyta í menn og á meðan menn spila mikið þá er minna æft. Við tökum það sem plús að vera spila mikið af leikjum og það kemur allavega engin æfingaþreyta í menn á meðan," segir Einar. „Evrópukeppnin er ekki að trufla menn. Þetta er bara bónus. Við söfnum bara peningum fyrir þessu eins og brjálæðingar og reynum síðan að njóta þess út í ystu æsar að vera að spila þessa Evrópuleiki. þetta er ofboðslega gaman og ég held bara að menn finni einhvern aukakraft og klátra það ekkert koma niður á deildinni," sagði Einar Örn.
Olís-deild karla Mest lesið Bein útsending: Bakgarðshlaupið í Heiðmörk Sport Amorim lifir þökk sé rauða spjaldi Sánchez Enski boltinn Logi Geirsson ætlar alla leið í MMA: „Hann peppar mig áfram“ Sport Liverpool með fullt hús stiga Enski boltinn Uppgjörið: Vestri - ÍA 0-4 | Skagamenn skoruðu mörkin og lyftu sér úr fallsæti Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn Fyrrverandi þjálfari Liverpool látinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 1-0 | Lífnauðsynlegur sigur Íslenski boltinn Uppgjörið: Víkingur - FHL 4-0 | Gulltryggðu sig inn í efri hlutann með stórsigri Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Stjarnan 4-2 | Klárar í einvígi við FH Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórleikur Íslendinganna dugði ekki til sigurs Sextán marka tap gegn Dönum staðreynd Selfoss fagnaði fyrsta sigrinum gegn Fram Stjarnan vann háspennuleik gegn HK Valur sótti nauman sigur norður Tímabilið byrjar vel hjá lærisveinum Guðjóns Vals „Reyndum allt en ekkert gekk upp“ Uppgjörið: FH - ÍBV 36-30 | Sigur FH var aldrei í hættu gegn flötu liði ÍBV Ómar markahæstur og Gísli skoraði sigurmarkið Haukar völtuðu yfir ÍR Orri skilaði þremur úr horninu í miklum markaleik Skylda að klippa vel neglur í handbolta Róbert hættir hjá HSÍ Kastaði stól í Eyjum og fékk þriggja leikja bann Janus sagður á leið til Barcelona Sigvaldi markahæstur í öruggum sigri Kolstad Ljóst hvaða lið mætast í 16-liða úrslitum Powerade-bikarsins Uppþot í Eyjum: „Í kvöld töpuðu íþróttirnar“ Hundfúll út í Refina Arnór framlengir til 2028: „Vil sjá hversu langt við getum farið“ Guðjón Valur fagnaði sigri gegn meisturunum Meistararnir keyrðu yfir nýliðana í seinni hálfleik „Þess vegna unnum við“ „Langt frá því að vera eins og við eigum að vera“ Andrea skoraði sjö í öruggum sigri ÍR og nýliðarnir á toppnum Uppgjörið: Valur - Haukar 21-24 | Bikarmeistararnir skákuðu Íslandsmeisturunum Haukar sóttu tvö stig norður Sneypuför Stjörnumanna til Eyja Viggó magnaður í dramatísku jafntefli Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - Þór/KA 9-2 | Berglind Björg óstöðvandi í stórsigri Blika Íslenski boltinn