Umfjöllun: Akureyringar lengi að klára Aftureldingu Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 7. október 2010 20:50 Akureyri er með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir tvær umferðir. Það vann nýliða Aftureldingar 28-23 á heimavelli sínum í kvöld.Hafþór Einarsson stóð í marki Aftureldingar gegn sínu gamla félagi. Þá spilaði Hörður Fannar Sigþórsson sinn 100. leik fyrir Akureyri en hann er leikjahæsti leikmaður félagsins. Gestirnir byrjuðu vel og komust í 1-3 og 2-4 en Akureyri komst betur og betur inn í leikinn. Það komst í 7-5 en staðan var svo 9-9. Þá fór að síga á milli eftir að Akureyri breytti um vörn, fór úr 6-0 í 5-1. Akureyri var þá 10-9 yfir en komst í 13-10 en hálfleikstölur voru 15-12. Bæði lið voru oft á tíðum kærulaus í sóknaraðgerðum sínum.Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri í fyrri hálfleik, fjögur úr vítum. Eftir að liðið breytti um vörn náði það að keyra upp hraðann sem er einn helsti styrkur þess. Með Odd og Bjarna í hraðaupphlaupum er liðið ógnvænlega hratt en það skoraði þó aðeins þrjú mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Bjarni Aron Þórðarson er augljóslega sterkur leikmaður, en kannski helst til villtur. Með smá slípun getur hann náð langt. Hann er mjög sterkur og með góðar hreyfingar. Hann skoraði þó til að mynda aðeins tvö mörk úr tíu skotum í fyrri hálfleik. Hann stóð sig vel í vörninni.Akureyringar héldu áfram á sömu braut í upphafi seinni hálfleiks og keyrðu yfir Mosfellinga. Þeir komust í 21-13 áður en gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð. Hafþór kom aftur í markið hjá þeim og var góður. Brodd vantaði þó í sóknina og Akureyri hélt forystu sinni. Gestirnir breyttu stöðunni úr 23-17 í 24-21 og voru með boltann en þá varði Sveinbjörn og Akureyri skoraði á ný. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur fyrir Akureyri sem vann að lokum fimm marka sigur. Lið Akureyrar spilaði ágætan handbolta en það náði ekki að keyra upp hraðann á nógu löngum köflum. Gegn HK keyrði það yfir andstæðinginn og kláraði leikinn en í kvöld hleypti það Aftureldingu nálægt sér. Það er gömul saga á Akureyri en nú er nýr þjálfari í brúnni, þetta er eitthvað sem liðið má ekki taka upp aftur. Sveinbjörn Pétursson var góður í markinu en Uxinn, Stefán Guðnason, kom ekkert við sögu við litla hrifningu áhorfenda sem hreinlega elska hinn stóra og stæðilega markmann. Bjarni var góður og manna bestur í kvöld. Oddur var einnig sterkur og Hörður Fannar líka. Sveinbjörn varði vel í markinu. Lið Aftureldingar er óslípað og það skortir reynslu en í því eru nokkrir góðir leikmenn. Bjarni er sterkur og þá var Eyþór Vestmann ágætur. Arnar Theodórsson var þó bestur. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri - Afturelding 28 - 23 (15-12) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (11), Oddur Gretarsson 5 (11), Geir Guðmundsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Heimir Örn Árnason 2 (4).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/2 (39/5, 41%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir 2, Oddur, Bjarni, Hörður,).Fiskuð víti: 5 (Guðmundur 2, Heimir, Oddur, Hörður).Utan vallar: 14 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Arnar Theódórsson 5 (8/1), Ásgeir Jónsson 4 (4), Eyþór Vestmann 3 (13), Bjarni Aron Þórðarson 3 (16), Jón Andri Helgason 2 (2), Reynir Árnason 2 (2), Þorlákur Sigurjónsson 2 (3), Fannar Rúnarsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1/1 (7/3).Varin skot: Hafþór Einarsson 12 (31, 39%), Smári Guðfinnsson 2 (11/1, 18%).Hraðaupphlaup: 6 (Ásgeir 2, Eyþór, Jón, Þorlákur, Fannar).Fiskuð víti: 3 (Jóhann 2, Bjarni).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild karla Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira
Akureyri er með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir tvær umferðir. Það vann nýliða Aftureldingar 28-23 á heimavelli sínum í kvöld.Hafþór Einarsson stóð í marki Aftureldingar gegn sínu gamla félagi. Þá spilaði Hörður Fannar Sigþórsson sinn 100. leik fyrir Akureyri en hann er leikjahæsti leikmaður félagsins. Gestirnir byrjuðu vel og komust í 1-3 og 2-4 en Akureyri komst betur og betur inn í leikinn. Það komst í 7-5 en staðan var svo 9-9. Þá fór að síga á milli eftir að Akureyri breytti um vörn, fór úr 6-0 í 5-1. Akureyri var þá 10-9 yfir en komst í 13-10 en hálfleikstölur voru 15-12. Bæði lið voru oft á tíðum kærulaus í sóknaraðgerðum sínum.Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri í fyrri hálfleik, fjögur úr vítum. Eftir að liðið breytti um vörn náði það að keyra upp hraðann sem er einn helsti styrkur þess. Með Odd og Bjarna í hraðaupphlaupum er liðið ógnvænlega hratt en það skoraði þó aðeins þrjú mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Bjarni Aron Þórðarson er augljóslega sterkur leikmaður, en kannski helst til villtur. Með smá slípun getur hann náð langt. Hann er mjög sterkur og með góðar hreyfingar. Hann skoraði þó til að mynda aðeins tvö mörk úr tíu skotum í fyrri hálfleik. Hann stóð sig vel í vörninni.Akureyringar héldu áfram á sömu braut í upphafi seinni hálfleiks og keyrðu yfir Mosfellinga. Þeir komust í 21-13 áður en gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð. Hafþór kom aftur í markið hjá þeim og var góður. Brodd vantaði þó í sóknina og Akureyri hélt forystu sinni. Gestirnir breyttu stöðunni úr 23-17 í 24-21 og voru með boltann en þá varði Sveinbjörn og Akureyri skoraði á ný. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur fyrir Akureyri sem vann að lokum fimm marka sigur. Lið Akureyrar spilaði ágætan handbolta en það náði ekki að keyra upp hraðann á nógu löngum köflum. Gegn HK keyrði það yfir andstæðinginn og kláraði leikinn en í kvöld hleypti það Aftureldingu nálægt sér. Það er gömul saga á Akureyri en nú er nýr þjálfari í brúnni, þetta er eitthvað sem liðið má ekki taka upp aftur. Sveinbjörn Pétursson var góður í markinu en Uxinn, Stefán Guðnason, kom ekkert við sögu við litla hrifningu áhorfenda sem hreinlega elska hinn stóra og stæðilega markmann. Bjarni var góður og manna bestur í kvöld. Oddur var einnig sterkur og Hörður Fannar líka. Sveinbjörn varði vel í markinu. Lið Aftureldingar er óslípað og það skortir reynslu en í því eru nokkrir góðir leikmenn. Bjarni er sterkur og þá var Eyþór Vestmann ágætur. Arnar Theodórsson var þó bestur. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri - Afturelding 28 - 23 (15-12) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (11), Oddur Gretarsson 5 (11), Geir Guðmundsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Heimir Örn Árnason 2 (4).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/2 (39/5, 41%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir 2, Oddur, Bjarni, Hörður,).Fiskuð víti: 5 (Guðmundur 2, Heimir, Oddur, Hörður).Utan vallar: 14 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Arnar Theódórsson 5 (8/1), Ásgeir Jónsson 4 (4), Eyþór Vestmann 3 (13), Bjarni Aron Þórðarson 3 (16), Jón Andri Helgason 2 (2), Reynir Árnason 2 (2), Þorlákur Sigurjónsson 2 (3), Fannar Rúnarsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1/1 (7/3).Varin skot: Hafþór Einarsson 12 (31, 39%), Smári Guðfinnsson 2 (11/1, 18%).Hraðaupphlaup: 6 (Ásgeir 2, Eyþór, Jón, Þorlákur, Fannar).Fiskuð víti: 3 (Jóhann 2, Bjarni).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild karla Mest lesið Er fyrrum bikarmeistari með Arsenal að taka við Luton? Fótbolti Kristófer: Það er nú bara október Körfubolti Gerrard neitaði Rangers Fótbolti „Þetta var gríðarlega stórt og segir helling um liðið“ Sport Ægir: Sigrar mikilvægir á þessum tímapunkti Körfubolti Frændur mætast eftir að Djokovic var sleginn út Sport Íslenska amman heimsmeistari fimmta árið í röð Sport Spánverjar eiga enn eftir að fá á sig mark í undankeppninni Fótbolti Kristófer fjarlægir sig frá Coolbet fjölskyldunni Körfubolti Uppgjörið: Njarðvík - ÍR 100-102 | ÍR vann eftir sveiflukennda framlengingu Körfubolti Fleiri fréttir Íslendingar sigursælir í evrópska handboltanum Fimm íslensk mörk í langþráðum sigri Elín Klara var frábær en ekkert gekk hjá Aldísi Ástu Bjarni með tólf og KA vann meistarana Átta frá Blæ dugðu ekki til fyrsta sigursins Handboltinn í fyrsta sæti en tilbiður enn listagyðjuna Draumadeildin staðið undir væntingum Leyfðum okkur hluti sem að við höfum ekki verið að gera Háspenna þegar Selfoss fékk sín fyrstu stig Viktor Gísli og Bjarki unnu í Meistaradeildinni Nýliðarnir hársbreidd frá sigri í Krikanum Guðjón og Arnór stýrðu til sigurs í Þýskalandi Uppgjörið: Valur - Afturelding 35-25 | Magnaður Björgvin Páll lagði grunninn Sammála Snorra: „Alltaf á hreinu að við vorum á sömu blaðsíðunni“ Nýtur sín vel í sterkari deild: „Alveg sannfærður um að ég hafi valið vel“ Anton og Jónas áfram fastagestir á EM Skilur ekki hvernig var hægt að breyta víti í markmannskast ÍBV og Valur ein á toppnum eftir háspennu í Breiðholti Donni öflugur og skildi heimamenn eftir í sárum Íslenska tríóið fagnaði frábærum sigri í toppslag Íslendingarnir frábærir og fögnuðu í Danmörku Allt upp á tíu hjá Elínu Klöru Varaforseti EHF handtekinn Vonast til að landsliðstreyjurnar fari í sölu á næstu vikum „Fjárhagsstaðan býður ekki upp á það að við leikum okkur með þann miðafjölda“ Lovísa Thompson kemur aftur inn í íslenska A-landsliðið Sjáðu svakalega vítakeppni þegar frændliðin börðust í bikarnum Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Bikarmeistararnir sluppu með skrekkinn Unnu síðustu átján mínúturnar með tíu mörkum Sjá meira