Umfjöllun: Akureyringar lengi að klára Aftureldingu Hjalti Þór Hreinsson á Akureyri skrifar 7. október 2010 20:50 Akureyri er með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir tvær umferðir. Það vann nýliða Aftureldingar 28-23 á heimavelli sínum í kvöld.Hafþór Einarsson stóð í marki Aftureldingar gegn sínu gamla félagi. Þá spilaði Hörður Fannar Sigþórsson sinn 100. leik fyrir Akureyri en hann er leikjahæsti leikmaður félagsins. Gestirnir byrjuðu vel og komust í 1-3 og 2-4 en Akureyri komst betur og betur inn í leikinn. Það komst í 7-5 en staðan var svo 9-9. Þá fór að síga á milli eftir að Akureyri breytti um vörn, fór úr 6-0 í 5-1. Akureyri var þá 10-9 yfir en komst í 13-10 en hálfleikstölur voru 15-12. Bæði lið voru oft á tíðum kærulaus í sóknaraðgerðum sínum.Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri í fyrri hálfleik, fjögur úr vítum. Eftir að liðið breytti um vörn náði það að keyra upp hraðann sem er einn helsti styrkur þess. Með Odd og Bjarna í hraðaupphlaupum er liðið ógnvænlega hratt en það skoraði þó aðeins þrjú mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Bjarni Aron Þórðarson er augljóslega sterkur leikmaður, en kannski helst til villtur. Með smá slípun getur hann náð langt. Hann er mjög sterkur og með góðar hreyfingar. Hann skoraði þó til að mynda aðeins tvö mörk úr tíu skotum í fyrri hálfleik. Hann stóð sig vel í vörninni.Akureyringar héldu áfram á sömu braut í upphafi seinni hálfleiks og keyrðu yfir Mosfellinga. Þeir komust í 21-13 áður en gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð. Hafþór kom aftur í markið hjá þeim og var góður. Brodd vantaði þó í sóknina og Akureyri hélt forystu sinni. Gestirnir breyttu stöðunni úr 23-17 í 24-21 og voru með boltann en þá varði Sveinbjörn og Akureyri skoraði á ný. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur fyrir Akureyri sem vann að lokum fimm marka sigur. Lið Akureyrar spilaði ágætan handbolta en það náði ekki að keyra upp hraðann á nógu löngum köflum. Gegn HK keyrði það yfir andstæðinginn og kláraði leikinn en í kvöld hleypti það Aftureldingu nálægt sér. Það er gömul saga á Akureyri en nú er nýr þjálfari í brúnni, þetta er eitthvað sem liðið má ekki taka upp aftur. Sveinbjörn Pétursson var góður í markinu en Uxinn, Stefán Guðnason, kom ekkert við sögu við litla hrifningu áhorfenda sem hreinlega elska hinn stóra og stæðilega markmann. Bjarni var góður og manna bestur í kvöld. Oddur var einnig sterkur og Hörður Fannar líka. Sveinbjörn varði vel í markinu. Lið Aftureldingar er óslípað og það skortir reynslu en í því eru nokkrir góðir leikmenn. Bjarni er sterkur og þá var Eyþór Vestmann ágætur. Arnar Theodórsson var þó bestur. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri - Afturelding 28 - 23 (15-12) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (11), Oddur Gretarsson 5 (11), Geir Guðmundsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Heimir Örn Árnason 2 (4).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/2 (39/5, 41%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir 2, Oddur, Bjarni, Hörður,).Fiskuð víti: 5 (Guðmundur 2, Heimir, Oddur, Hörður).Utan vallar: 14 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Arnar Theódórsson 5 (8/1), Ásgeir Jónsson 4 (4), Eyþór Vestmann 3 (13), Bjarni Aron Þórðarson 3 (16), Jón Andri Helgason 2 (2), Reynir Árnason 2 (2), Þorlákur Sigurjónsson 2 (3), Fannar Rúnarsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1/1 (7/3).Varin skot: Hafþór Einarsson 12 (31, 39%), Smári Guðfinnsson 2 (11/1, 18%).Hraðaupphlaup: 6 (Ásgeir 2, Eyþór, Jón, Þorlákur, Fannar).Fiskuð víti: 3 (Jóhann 2, Bjarni).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira
Akureyri er með fullt hús stiga í N1-deild karla eftir tvær umferðir. Það vann nýliða Aftureldingar 28-23 á heimavelli sínum í kvöld.Hafþór Einarsson stóð í marki Aftureldingar gegn sínu gamla félagi. Þá spilaði Hörður Fannar Sigþórsson sinn 100. leik fyrir Akureyri en hann er leikjahæsti leikmaður félagsins. Gestirnir byrjuðu vel og komust í 1-3 og 2-4 en Akureyri komst betur og betur inn í leikinn. Það komst í 7-5 en staðan var svo 9-9. Þá fór að síga á milli eftir að Akureyri breytti um vörn, fór úr 6-0 í 5-1. Akureyri var þá 10-9 yfir en komst í 13-10 en hálfleikstölur voru 15-12. Bæði lið voru oft á tíðum kærulaus í sóknaraðgerðum sínum.Bjarni Fritzson skoraði sjö mörk fyrir Akureyri í fyrri hálfleik, fjögur úr vítum. Eftir að liðið breytti um vörn náði það að keyra upp hraðann sem er einn helsti styrkur þess. Með Odd og Bjarna í hraðaupphlaupum er liðið ógnvænlega hratt en það skoraði þó aðeins þrjú mörk úr hraðaupphlaupum í fyrri hálfleik. Bjarni Aron Þórðarson er augljóslega sterkur leikmaður, en kannski helst til villtur. Með smá slípun getur hann náð langt. Hann er mjög sterkur og með góðar hreyfingar. Hann skoraði þó til að mynda aðeins tvö mörk úr tíu skotum í fyrri hálfleik. Hann stóð sig vel í vörninni.Akureyringar héldu áfram á sömu braut í upphafi seinni hálfleiks og keyrðu yfir Mosfellinga. Þeir komust í 21-13 áður en gestirnir skoruðu fjögur mörk í röð. Hafþór kom aftur í markið hjá þeim og var góður. Brodd vantaði þó í sóknina og Akureyri hélt forystu sinni. Gestirnir breyttu stöðunni úr 23-17 í 24-21 og voru með boltann en þá varði Sveinbjörn og Akureyri skoraði á ný. Eftir það var eftirleikurinn auðveldur fyrir Akureyri sem vann að lokum fimm marka sigur. Lið Akureyrar spilaði ágætan handbolta en það náði ekki að keyra upp hraðann á nógu löngum köflum. Gegn HK keyrði það yfir andstæðinginn og kláraði leikinn en í kvöld hleypti það Aftureldingu nálægt sér. Það er gömul saga á Akureyri en nú er nýr þjálfari í brúnni, þetta er eitthvað sem liðið má ekki taka upp aftur. Sveinbjörn Pétursson var góður í markinu en Uxinn, Stefán Guðnason, kom ekkert við sögu við litla hrifningu áhorfenda sem hreinlega elska hinn stóra og stæðilega markmann. Bjarni var góður og manna bestur í kvöld. Oddur var einnig sterkur og Hörður Fannar líka. Sveinbjörn varði vel í markinu. Lið Aftureldingar er óslípað og það skortir reynslu en í því eru nokkrir góðir leikmenn. Bjarni er sterkur og þá var Eyþór Vestmann ágætur. Arnar Theodórsson var þó bestur. @font-face { font-family: "Times"; }@font-face { font-family: "Cambria"; }p.MsoNormal, li.MsoNormal, div.MsoNormal { margin: 0cm 0cm 0.0001pt; font-size: 12pt; font-family: "Times New Roman"; }div.Section1 { page: Section1; }Akureyri - Afturelding 28 - 23 (15-12) Mörk Akureyrar (skot): Bjarni Fritzson 9/4 (12/5), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (11), Oddur Gretarsson 5 (11), Geir Guðmundsson 4 (5), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Heimir Örn Árnason 2 (4).Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 16/2 (39/5, 41%).Hraðaupphlaup: 5 (Heimir 2, Oddur, Bjarni, Hörður,).Fiskuð víti: 5 (Guðmundur 2, Heimir, Oddur, Hörður).Utan vallar: 14 mínútur.Mörk Aftureldingar (skot): Arnar Theódórsson 5 (8/1), Ásgeir Jónsson 4 (4), Eyþór Vestmann 3 (13), Bjarni Aron Þórðarson 3 (16), Jón Andri Helgason 2 (2), Reynir Árnason 2 (2), Þorlákur Sigurjónsson 2 (3), Fannar Rúnarsson 1 (1), Jóhann Jóhannsson 1/1 (7/3).Varin skot: Hafþór Einarsson 12 (31, 39%), Smári Guðfinnsson 2 (11/1, 18%).Hraðaupphlaup: 6 (Ásgeir 2, Eyþór, Jón, Þorlákur, Fannar).Fiskuð víti: 3 (Jóhann 2, Bjarni).Utan vallar: 8 mínútur.Dómarar: Gísli Jóhannsson og Hafsteinn Ingibergsson.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Gidsel kom í veg fyrir gleði Orra en Viktor varði víti sem Íslendingar dæmdu Sjá meira