Grétar með KR í Eyjum í kvöld: Það þýðir ekki að væla lengur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2010 13:00 Grétar Sigfinnur Sigurðarson. Mynd/Stefán Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður í leikmannahópi liðsins á móti ÍBV í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Grétari síðan að hann meiddist á móti Breiðabliki í Lengjubikarsleik í apríl. KR-liðið er búið að spila fjóra fyrstu leiki sína án fyrirliðans og er sem stendur án sigurs í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. „Ég ætla að vera með í kvöld. Ég er búinn að æfa vel í viku eða aðeins minna. Þetta er eiginlega komið, ég finn vel fyrir þessu en liðbandið er orðið það sterkt að það þarf að sögn sjúkraþjálfara mikið högg til þess að þetta slitni aftur, Maður þarf aðeins að koma sér í gang," sagði Grétar. „Þetta er búið að vera of erfitt að vera fyrir utan þetta. Maður vill koma sér inn í þetta aftur og fara að hjálpa liðinu," segir Grétar. KR-liðið fékk á sig sex mörk í fyrstu þremur leikjunum og margir söknuðu Grétars úr miðju varnarinnar. „Það er gaman ef menn líta svo á það að það hafi eitthvað vantað í varnarleikinn þegar ég hef ekki getað spilað en það er margt annað sem er búið að vera að. Það fer vonandi allt að smella þessa dagana svo að missum ekki af þessum titil," segir Grétar. KR-liðið hefur farið langt í bikarnum síðustu ár, vann bikarinn 2008 en datt út í undanúrslitunum í fyrra. „Síðan að við bjuggum til þetta lið sem er núna þá er búið að ganga vel í bikarnum. Við vorum klaufar að tapa þessu í fyrra. Síðustu tvö ár höfum við tekið þá ákvörðun að við ætlum að fara alla leið í bikarnum og það er engin breyting á því núna," segir Grétar sem bíður spenntur eftir leik kvöldsins. „Þetta er svakaleikur og það eru tveir rosaleikir í þessari umferð. Þetta er bara krefjandi að mæta þeim í svona góðu stuði. Það er bara betra fyrir okkur til að reyna að gíra okkur inn í þennan leik," segir Grétar. Grétar veit ekki hvort Logi Ólafsson tefli honum fram í byrjunarliðinu í kvöld. „Ég veit voða lítið um það hvort ég fái að byrja í kvöld. Ég hef gefið kost á mér og þjálfarinn veit að þetta er allt komið og ég get beitt mér að fullu. Þó að það sá einhver smá sársauki þá er það eins og gengur og gerist. Það þýðir ekki að væla lengur," sagði Grétar. Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira
Grétar Sigfinnur Sigurðarson, fyrirliði KR, verður í leikmannahópi liðsins á móti ÍBV í 32 liða úrslitum VISA-bikars karla sem fram fer á Hásteinsvelli í kvöld. Þetta er fyrsti leikurinn hjá Grétari síðan að hann meiddist á móti Breiðabliki í Lengjubikarsleik í apríl. KR-liðið er búið að spila fjóra fyrstu leiki sína án fyrirliðans og er sem stendur án sigurs í 10. sæti Pepsi-deildarinnar. „Ég ætla að vera með í kvöld. Ég er búinn að æfa vel í viku eða aðeins minna. Þetta er eiginlega komið, ég finn vel fyrir þessu en liðbandið er orðið það sterkt að það þarf að sögn sjúkraþjálfara mikið högg til þess að þetta slitni aftur, Maður þarf aðeins að koma sér í gang," sagði Grétar. „Þetta er búið að vera of erfitt að vera fyrir utan þetta. Maður vill koma sér inn í þetta aftur og fara að hjálpa liðinu," segir Grétar. KR-liðið fékk á sig sex mörk í fyrstu þremur leikjunum og margir söknuðu Grétars úr miðju varnarinnar. „Það er gaman ef menn líta svo á það að það hafi eitthvað vantað í varnarleikinn þegar ég hef ekki getað spilað en það er margt annað sem er búið að vera að. Það fer vonandi allt að smella þessa dagana svo að missum ekki af þessum titil," segir Grétar. KR-liðið hefur farið langt í bikarnum síðustu ár, vann bikarinn 2008 en datt út í undanúrslitunum í fyrra. „Síðan að við bjuggum til þetta lið sem er núna þá er búið að ganga vel í bikarnum. Við vorum klaufar að tapa þessu í fyrra. Síðustu tvö ár höfum við tekið þá ákvörðun að við ætlum að fara alla leið í bikarnum og það er engin breyting á því núna," segir Grétar sem bíður spenntur eftir leik kvöldsins. „Þetta er svakaleikur og það eru tveir rosaleikir í þessari umferð. Þetta er bara krefjandi að mæta þeim í svona góðu stuði. Það er bara betra fyrir okkur til að reyna að gíra okkur inn í þennan leik," segir Grétar. Grétar veit ekki hvort Logi Ólafsson tefli honum fram í byrjunarliðinu í kvöld. „Ég veit voða lítið um það hvort ég fái að byrja í kvöld. Ég hef gefið kost á mér og þjálfarinn veit að þetta er allt komið og ég get beitt mér að fullu. Þó að það sá einhver smá sársauki þá er það eins og gengur og gerist. Það þýðir ekki að væla lengur," sagði Grétar.
Íslenski boltinn Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Åge Hareide glímir við sjúkdóm Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti Leiðin á HM: Sögulegar sættir í Varsjá Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Fleiri fréttir Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Sjá meira