Íslenski boltinn

Fólskulegt brot á Ólínu en Króatinn fékk bara gult spjald - myndband

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir.
Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir. Mynd/Valli
Vefsíðan fotbolti.net setti inn á síðuna sína í dag myndband frá því þegar íslenska landsliðskonan Ólína Guðbjörg Viðarsdóttir meiddist illa í landsleik á móti Króatíu í undankeppni HM. Ólína hefur ekkert spilað síðan en leikurinn fór fram 31. mars síðastliðinn.

Króatíski leikmaðurinn Maja Joscak fékk bara gult spjald fyrir þetta fólskulega brot á Ólínu sem er gagnrýnivert ekki síst þar sem það lætur brot Frakkans Frank Riberry frá því í gær, í Meistaradeildarleik Bayern Munchen og Lyon, líta út fyrir að vera smá tæklingu.

Það má sjá myndbandið með því að smella hér en það verður að vara viðkvæma fyrir því að þetta er ekki fallegt sjón enda er þetta mjög ljót og sein tækling hjá króatísku landsliðskonunni.

Ólína hefur þegar misst af tveimur fyrstu leikjum Örebro á tímabilinu en næsti leikur liðsins er á sunnudaginn kemur.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×