Íslenski boltinn

Léttir sigrar hjá ÍBV og Víkingi í Lengjubikarnum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Tryggvi Guðmundsson skoraði í fyrsta mótsleiknum sínum með ÍBV síðan 1997.
Tryggvi Guðmundsson skoraði í fyrsta mótsleiknum sínum með ÍBV síðan 1997. Mynd/Vilhelm
Víkingur og ÍBV fóru vel af stað í Lengjubikarnum í gær, Víkingur vann 3-0 sigur á KA en ÍBV vann 6-0 stórsigur á ÍR. Þór vann síðan 1-0 sigur á Fjarðabyggð í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði.

Helgi Sigurðsson skoraði tvö mörk fyrir Víking í 3-0 sigri á KA í Egilshöllinni en það var Halldór Smári Sigurðsson sem kom liðinu í 1-0 í leiknum. Víkingar hafa byrjað árið vel og það má ekki síst þakka góðri frammistöðu Helga sem hefur skorað grimmt síðan að hann kom aftur heim í Víkina.

Eyþór Helgi Birgisson skoraði fernu í 6-0 sigri ÍBV á ÍR en það voru fleiri nýir menn Eyjamanna á skotskónum því Tryggvi Guðmundsson og Ásgeir Aron Ásgeirsson skoruðu hin mörkin.

Jóhann Helgi Hannesson skoraði sigurmark Þórs gegn Fjarðarbyggð í lok leiks liðanna í Fjarðabyggðarhöllinni á Reyðarfirði. Fylkir og Stjarnan mætast síðan klukkan 19.00 í kvöld í Egilshöllinni í öðrum leik þessa riðils.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×