Hamilton: Formúla 1 er eins og golf 23. júlí 2010 10:27 Bretinn Lewis Hamilton er efstur í stigamóti ökumanna. Mynd: Getty Images Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. "Ég tek eitt mót í einu. Þetta er svipað og golf sem ég spila stundum. Ég er á þriðju holu og ef ég stend jafn vel að vígi á áttundu holu, þá ætti mér að ganga vel. Og ef það gengur ekki eftir, þá verður maður að taka því. Eitt skref í einu. Þannig er þetta þegar ég er að keppa í kappakstri. Eitt mót í einu og þannig hef ég haft þetta í ár og sé enga ástæðu til að breyta því", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér líður vel með árangur okkar til þessa, en keppinautar okkar gætu lagfært sína bíla og stungið okkur af. Þeir (Red Bull) væri fremstir ef þeir hefðu fylgt eftir ráspólum sem þeir hafa náð á árinu. Við höfum staðið okkur vel miðað við burði bílsins." "Við erum ekki með fljótasta bílinn, en ef við kæmumst þangað væri hægt að brosa. Sjáum hvað gerist. Ef það verður þurrt um helgina ætti okkar bíll að virka vel og vera jafnræði. Ég hélt þetta verði jafnara en síðast", sagði Hamilton. Hann skemmdi bíl sinn talsvert á æfingunni í morgun, en ekur á ný í hádeginu, ef allt gengur eftir. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfingin er sýnd kl. 8.55 í fyrramálið og tímatakan kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.30 og er í opinni dagskrá eins og tímatakan. Eftir keppni er þátturinn Endamarkið, sem er í lokaðri dagskrá eins og útsendingar frá æfingum. Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Bretinn Lewis Hamilton hjá McLaren keyrðii harkalega útaf á fyrstu æfingu keppnisliða í morgun, en hann er í forystu í stigamóti ökumanna. Þó hann leiði mótið, segist hann ekki vera búinn að bóka sinn annan meistaratitil. "Ég tek eitt mót í einu. Þetta er svipað og golf sem ég spila stundum. Ég er á þriðju holu og ef ég stend jafn vel að vígi á áttundu holu, þá ætti mér að ganga vel. Og ef það gengur ekki eftir, þá verður maður að taka því. Eitt skref í einu. Þannig er þetta þegar ég er að keppa í kappakstri. Eitt mót í einu og þannig hef ég haft þetta í ár og sé enga ástæðu til að breyta því", sagði Hamilton í frétt á autosport.com. "Mér líður vel með árangur okkar til þessa, en keppinautar okkar gætu lagfært sína bíla og stungið okkur af. Þeir (Red Bull) væri fremstir ef þeir hefðu fylgt eftir ráspólum sem þeir hafa náð á árinu. Við höfum staðið okkur vel miðað við burði bílsins." "Við erum ekki með fljótasta bílinn, en ef við kæmumst þangað væri hægt að brosa. Sjáum hvað gerist. Ef það verður þurrt um helgina ætti okkar bíll að virka vel og vera jafnræði. Ég hélt þetta verði jafnara en síðast", sagði Hamilton. Hann skemmdi bíl sinn talsvert á æfingunni í morgun, en ekur á ný í hádeginu, ef allt gengur eftir. Sýnt verður frá æfingum keppnisliða kl. 19.30 á Stöð 2 Sport í kvöld. Lokaæfingin er sýnd kl. 8.55 í fyrramálið og tímatakan kl. 11.45. Kappaksturinn er á sunnudag kl. 11.30 og er í opinni dagskrá eins og tímatakan. Eftir keppni er þátturinn Endamarkið, sem er í lokaðri dagskrá eins og útsendingar frá æfingum.
Mest lesið „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Körfubolti Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti Í beinni: Frakkland - Ísland | Þyngsta prófið fyrir Ísland Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Gylfi orðinn Víkingur Íslenski boltinn „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Útlit fyrir að Kjartan fylli skarð Gylfa hjá Val Íslenski boltinn Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira