Sandor: Á ekkert von á launahækkun þrátt fyrir annríkið Hjalti Þór Hreinsson skrifar 2. júlí 2010 07:45 Úr leiknum í gær. Fréttablaðið/Anton „Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugardalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
„Voru þau svona mörg já? Þá stóð ég mig bara vel,” sagði Sandor Matus, fyrirliði og markvörður KA, sem átti stórleik gegn FH í átta liða úrslitum VISA-bikars karla í gær. FH skaut 32 sinnum að marki, en Sandors varði hvað eftir annað frábærlega, alls 10 skot, og hélt liðinu inni í leiknum í rúmar 50 mínútur. Þá skoraði FH og eftir það var eftirleikurinn auðveldur. En Sandor hætti þó ekki að verja og hann bjargaði KA frá niðurlægingu í Kaplakrika. „Ég naut mín vel en ég held ég fái ekkert yfirvinnukaup þrátt fyrir hvað var mikið að gera,” sagði Sandor léttur. „Það var gaman að spila gegn einu besta liði landsins. Við gerðum okkar besta og þeir spiluðu mjög vel. Allir leikmenn FH-liðsins hreyfa sig vel, senda rétt og kunna að spila góðan fótbolta. Grasið er gott og völlurinn er góður. Nú fann ég hvernig Jabuilani-boltinn hegðar sér, hann er góður,” sagði Sandor og hló en rigning og rok var á vellinum. „Við ætluðum bara að spila okkar leik og ekki pakka í vörn. Við áttum nokkur færi og þetta var ekki alslæmt en þetta var sanngjarn sigur,“ sagði hinn geðþekki Ungverji. „Við vissum að við þyrftum að vera þolinmóðir og vorum það í fyrri hálfleik. Við vorum í frábærum tækifærum en náðum ekki að nýta þau. Við komum grimmir inn í seinni hálfleik og drápum eiginlega leikinn með fyrsta markinu. Á endanum var þetta þægilegur og góður sigur,” sagði Ólafur Páll Snorrason sem skoraði tvö mörk fyrir FH. Matthías Vilhjálmsson skoraði í millitíðinni. „Sandor er hörku markmaður og stóð vel fyrir sínu en hann náði ekki að stoppa þessi tvö frábæru mörk hjá mér,” sagði Ólafur og brosti. „Heilt yfir er ég mjög sáttur, við héldum hreinu og nú erum við komnir í undanúrslit. Mótið er svo stutt, við þurfum bara að halda haus í þremur eða fjórum leikjum til að komast á Laugardalsvöllinn,” sagði Ólafur Páll
Íslenski boltinn Tengdar fréttir Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00 Mest lesið „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Körfubolti Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Enski boltinn Sá elsti til að vinna á ATP-mótaröðinni og sló met Federer Sport Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Enski boltinn Milan áfram í miðjumoði eftir jafntefli Fótbolti Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Kane tryggði Bayern fjögurra stiga forystu Fótbolti Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Enski boltinn Fleiri fréttir Daninn og Svíinn á skotskónum í sigri Vals Stórsigur hjá KR-ingum Ungir strákar í HK halda styrktarleik fyrir veikan vin sinn Alex Þór aftur í Stjörnuna Yfirgefur æskufélagið og semur við Þrótt „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum Sjá meira
Skotæfing FH skilaði þremur mörkum - Myndir FH varð í gær fyrsta liðið til að tryggja sig áfram í undanúrslit VISA-bikarsins eftir 3-0 sigur á KA í Kaplakrikanum. 2. júlí 2010 08:00