Jón finnur smugu 27. ágúst 2010 07:45 Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. Einu sinni voru nánast engar búvörur fluttar inn, sem voru í samkeppni við innlenda framleiðslu. Með samningi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem gekk í gildi 1995, var opnað fyrir innflutning, en íslenzk stjórnvöld leggja á hann gífurlega háa tolla sem gera hann í raun ómögulegan. Samkvæmt samningnum eru stjórnvöld þó skyldug til að flytja inn lítið brot af innanlandsneyzlu búvara á lægri tollum. Þetta litla brot er kallað tollkvóti. Úthlutun tollkvótanna hefur verið deiluefni allt frá upphafi. Í samræmi við þá gömlu reglu að landbúnaðarráðherrar taki ákvarðanir, sem hygla framleiðendum en eru í andstöðu við hagsmuni neytenda, var efnt til uppboðs á kvótunum. Sá fékk innflutningskvótann (til dæmis tonn af osti) sem bauð hæst. Innflytjandinn átti að sjálfsögðu ekki annan kost en að velta greiðslunni fyrir kvótann (til dæmis þrjú hundruð krónum á kíló) yfir á neytandann og þannig hafa landbúnaðarvörur á „lágu" tollunum verið gerðar dýrari en nauðsynlegt er. Á tímabili komust stórir framleiðendur innlendra búvara, til dæmis mjólkursamlög og sláturhús, upp með að bjóða í kvóta og tryggja sér hann, en flytja hann svo ekki inn og borga ekki fyrir hann. Þannig féll kvótinn niður og aðrir innflytjendur gátu ekki nýtt sér hann. Fyrir þetta var síðar tekið - en ekki að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins. Upphaflega hugsunin með innflutningskvótunum var að þannig fengi innlendur landbúnaður erlenda samkeppni. Sú samkeppni er að sjálfsögðu merkingarlaus, sérstaklega í landi með eitthvert hæsta búvöruverð í heimi, nema innflutningurinn sé á samkeppnisfæru verði. Jón Bjarnason nýtir sér smugu í WTO-samningunum til að velja verðtoll (sem er reiknaður í prósentum) í stað magntolls (fastrar upphæðar sem leggst á hvert kíló). Þetta var í upphafi hugsað þannig að hægt væri að velja leiðina sem tryggði samkeppni, en líklega hafa menn þá ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að höfð yrðu slík endaskipti á málinu. Með falli krónunnar varð allur innflutningur miklu dýrari og þannig verða áhrif verðtolls til hækkunar á vörunni enn meiri en ella. Í Fréttablaðinu í gær birtust dæmi, sem sýna að tollur á osti, sem áður var 130 krónur á kíló, hefur hækkað í 2.507 krónur og veldur allt að 3.000 króna hækkun á útsöluverðinu. Ummæli Jóns Bjarnasonar í Ríkisútvarpinu í fyrradag, um að það hafi verið nauðsynlegt að vernda innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða fyrir erlendri samkeppni eftir hrun, sýna hversu staðfastur ráðherrann er í þeirri fyrirætlan sinni að svína á neytendum. Gengishrunið veitti innlendri framleiðslu sjálfkrafa aukna vernd fyrir erlendri samkeppni. Stjórnvöld þurftu ekki að bæta um betur. Landbúnaðarráðherrar hafa alltaf starfað í þágu framleiðenda og unnið gegn hagsmunum neytenda. Sumir hafa reynt að breiða yfir það með orðagjálfri. En Jón Bjarnason skammast sín ekki einu sinni fyrir vinnubrögðin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Stephensen Mest lesið Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Halldór 29.11.2025 Halldór Skoðun Skoðun Selir eru mikilvægari en börn Elías Blöndal Guðjónsson skrifar Skoðun Fjarðarheiðargöng: Lífshætta, loforð og lokaðar dyr Eygló Björg Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Vitund - hin ósýnilega breytingavél Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsi Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Gleðilega hátíð og baráttukveðjur Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk ber ekki ábyrgð á velferð samfélagsins Rúnar Björn Herrera Þorkelsson skrifar Skoðun Er C svona sjö? Ívar Rafn Jónsson skrifar Skoðun Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Enginn er „bara fangi“ eða glæpamaður Gylfi Þorkelsson skrifar Skoðun Skuggi Dostójevskís og Vladimir Pútín Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Eiga þakklæti og pólitík samleið? Berglind Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbrot íslenskra stjórnvalda Huginn Þór Grétarsson skrifar Skoðun Hatur fyrir hagnað Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Er endurhæfing happdrætti? Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar Skoðun 54 dögum síðar Margrét Ágústa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem getur og gerir í stað þess að standa kyrr Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Væri Albert ekki frægur, íslenskur íþróttamaður Drífa Snædal skrifar Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar Skoðun Lesblindir og vinnustaður framtíðarinnar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kaffistofa Samhjálpar og minnstu bræður okkar Einar Baldvin skrifar Skoðun Erfðafjárskattur og vondir skattar Helgi Tómasson skrifar Skoðun Sagan um þorskinn og sjálfstæðið Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar Skoðun Réttlæti í almannatryggingum Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar Sjá meira
Jón Bjarnason sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur valið þá leið sem óhagstæðust er fyrir neytendur þegar hann ákveður hvernig tollar skuli lagðir á innfluttar landbúnaðarvörur, eins og fram kom á neytendasíðu Fréttablaðsins í gær. Einu sinni voru nánast engar búvörur fluttar inn, sem voru í samkeppni við innlenda framleiðslu. Með samningi Heimsviðskiptastofnunarinnar (WTO), sem gekk í gildi 1995, var opnað fyrir innflutning, en íslenzk stjórnvöld leggja á hann gífurlega háa tolla sem gera hann í raun ómögulegan. Samkvæmt samningnum eru stjórnvöld þó skyldug til að flytja inn lítið brot af innanlandsneyzlu búvara á lægri tollum. Þetta litla brot er kallað tollkvóti. Úthlutun tollkvótanna hefur verið deiluefni allt frá upphafi. Í samræmi við þá gömlu reglu að landbúnaðarráðherrar taki ákvarðanir, sem hygla framleiðendum en eru í andstöðu við hagsmuni neytenda, var efnt til uppboðs á kvótunum. Sá fékk innflutningskvótann (til dæmis tonn af osti) sem bauð hæst. Innflytjandinn átti að sjálfsögðu ekki annan kost en að velta greiðslunni fyrir kvótann (til dæmis þrjú hundruð krónum á kíló) yfir á neytandann og þannig hafa landbúnaðarvörur á „lágu" tollunum verið gerðar dýrari en nauðsynlegt er. Á tímabili komust stórir framleiðendur innlendra búvara, til dæmis mjólkursamlög og sláturhús, upp með að bjóða í kvóta og tryggja sér hann, en flytja hann svo ekki inn og borga ekki fyrir hann. Þannig féll kvótinn niður og aðrir innflytjendur gátu ekki nýtt sér hann. Fyrir þetta var síðar tekið - en ekki að frumkvæði landbúnaðarráðuneytisins. Upphaflega hugsunin með innflutningskvótunum var að þannig fengi innlendur landbúnaður erlenda samkeppni. Sú samkeppni er að sjálfsögðu merkingarlaus, sérstaklega í landi með eitthvert hæsta búvöruverð í heimi, nema innflutningurinn sé á samkeppnisfæru verði. Jón Bjarnason nýtir sér smugu í WTO-samningunum til að velja verðtoll (sem er reiknaður í prósentum) í stað magntolls (fastrar upphæðar sem leggst á hvert kíló). Þetta var í upphafi hugsað þannig að hægt væri að velja leiðina sem tryggði samkeppni, en líklega hafa menn þá ekki haft hugmyndaflug til að ímynda sér að höfð yrðu slík endaskipti á málinu. Með falli krónunnar varð allur innflutningur miklu dýrari og þannig verða áhrif verðtolls til hækkunar á vörunni enn meiri en ella. Í Fréttablaðinu í gær birtust dæmi, sem sýna að tollur á osti, sem áður var 130 krónur á kíló, hefur hækkað í 2.507 krónur og veldur allt að 3.000 króna hækkun á útsöluverðinu. Ummæli Jóns Bjarnasonar í Ríkisútvarpinu í fyrradag, um að það hafi verið nauðsynlegt að vernda innlenda framleiðslu landbúnaðarafurða fyrir erlendri samkeppni eftir hrun, sýna hversu staðfastur ráðherrann er í þeirri fyrirætlan sinni að svína á neytendum. Gengishrunið veitti innlendri framleiðslu sjálfkrafa aukna vernd fyrir erlendri samkeppni. Stjórnvöld þurftu ekki að bæta um betur. Landbúnaðarráðherrar hafa alltaf starfað í þágu framleiðenda og unnið gegn hagsmunum neytenda. Sumir hafa reynt að breiða yfir það með orðagjálfri. En Jón Bjarnason skammast sín ekki einu sinni fyrir vinnubrögðin.
Skoðun Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Agnar Þór Guðmundsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps neitar að vinna vinnuna sína Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Hafa ferðamenn ekki áhuga á fornleifum? Eva Bryndís Ágústsdóttir,Arthur Knut Farestveit skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi lifir ekki í tómarúmi – það lifir í þögninni Erla Hrönn Hörpu Unnsteinsdóttir skrifar
Skoðun Meðferð ungmenna í vanda er miklu meira en takmörkuð sálfræðimeðferð og lyfjagjafir. Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Réttarríki barna: Færum tálmun úr geðþótta í lögbundið ferli Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Hvatning til Seðlabankans um að slaka á lánþegaskilyrðum Halla Gunnarsdóttir,Sigurður Hannesson skrifar
Skoðun Veljum íslensk jólatré – styðjum skógrækt og umhverfið Ragnhildur Freysteinsdóttir skrifar