Handbolti

Árni Þór: Mjög sætt í alla staði

Rafnar Orri Gunnarsson skrifar
Árni Þór Sigtryggsson og félagar eru komnir í úrslitakeppnina.
Árni Þór Sigtryggsson og félagar eru komnir í úrslitakeppnina.

Akureyri komst í úrslitakeppni N1-deildarinnar í kvöld með því að leggja Hauka í Hafnarfirði. Árni Þór Sigtryggsson, leikmaður Akureyrar, var að vonum ánægður.

„Við vorum búnir að koma okkur sjálfum í þessa stöðu og enn lengra upp að veggnum í hálfleik. Þetta er búið að vera gerast í síðustu fjórum leikjum að við virðumst hreinlega ekki byrja leikina. En við náðum að leysa það núna og gríðarlega sætur sigur í höfn," sagði Árni sem spilaði frábærlega í kvöld og var markahæstur í liði gestanna með tíu mörk. Hann hlakkar til að hefja úrslitakeppnina og vill meina að öll liðin geti unnið hvort annað.

„Ég er mjög sáttur með að vera í þessum úrslitum og það eru öll liðin jafn góð á góðum degi en Haukarnir hafa sýnt mestan stöðuleika og eiga skilið að lyfta bikarnum hér í kvöld. Ég vill óska þeim til hamingju með það," bætti Árni við.

Þetta var mjög sætt í alla staði. Sérstaklega eftir hræðilegan fyrri hálfleik að koma til baka og vinna þetta. Það hefði verið ömurlegt að fara í sumarfrí í dag," sagði Árni ánægður að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×