Alonso hugsar ekki um dómaramálið 29. júlí 2010 16:50 Fernando Alonso hjá Ferrari fagnaði sigri á Hockenheim brautinni um síðustu helgi. Mynd: Getty Images Fernando Alonso segist ekki láta fjölmiðlaumræðuna um mótið á Hockenheim á dögunum trufla sig og hann og Ferrari verði að gæta þess að hufa hugann við verkefnið framundan. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina. Alonso segir að fjölmiðlaumræðan síðustu daga snerti hann ekki persónulega. Það sé alltaf eitthvað verið að fjalla um, einn daginn árekstur milli Red Bull manna og svo eitthvað nýtt síðar. "Það er alltaf verið að ræða eitthvað, en við getum ekki veitt því athygli. Það eru mörg álit á lofti og margt verið sagt. Það sem er mikilvægast er að við stöndum okkur vel í Ungverlandi. Ökumenn og stjórar liða hafa skoðanir og við virðum þær,en verðum að einbeita okkur að vinnunni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Spurður að því hvort Massa væri núna ökumaður númer tvö hjá liðinu svaraði Alonso: "Það er ekki ökumaður númer tvö. Það er frekar virðing fyrir hvorum öðrum og það að aka fyrir Ferrari, sem er mikils viðri. Við erum ánægðir með getu bílsins í tveimur síðustu mótum og loks náðum við að skila báðum bíl í endamark án vandamála." Alonso telur ekki að ímynd sín hafi skaðast vegna atviksins um síðustu helgi. "Ég er sami maður og ég mun berjast af kappi sem fyrr, fyrir liðið mitt, íþróttina og vonandi allan minn ferill", sagði Alonso. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að dómarar á Hockenheim sendu mál Ferrari áfram til akstursíþróttaráðs Ferrari. Ökumennirnir geti ekki breytt gangi mála og verði bara að sinna sínu starfi sem fyrr. Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira
Fernando Alonso segist ekki láta fjölmiðlaumræðuna um mótið á Hockenheim á dögunum trufla sig og hann og Ferrari verði að gæta þess að hufa hugann við verkefnið framundan. Liðið keppir á brautinni í Búdapest í Ungverjalandi um helgina. Alonso segir að fjölmiðlaumræðan síðustu daga snerti hann ekki persónulega. Það sé alltaf eitthvað verið að fjalla um, einn daginn árekstur milli Red Bull manna og svo eitthvað nýtt síðar. "Það er alltaf verið að ræða eitthvað, en við getum ekki veitt því athygli. Það eru mörg álit á lofti og margt verið sagt. Það sem er mikilvægast er að við stöndum okkur vel í Ungverlandi. Ökumenn og stjórar liða hafa skoðanir og við virðum þær,en verðum að einbeita okkur að vinnunni", sagði Alonso í frétt á autosport.com. Spurður að því hvort Massa væri núna ökumaður númer tvö hjá liðinu svaraði Alonso: "Það er ekki ökumaður númer tvö. Það er frekar virðing fyrir hvorum öðrum og það að aka fyrir Ferrari, sem er mikils viðri. Við erum ánægðir með getu bílsins í tveimur síðustu mótum og loks náðum við að skila báðum bíl í endamark án vandamála." Alonso telur ekki að ímynd sín hafi skaðast vegna atviksins um síðustu helgi. "Ég er sami maður og ég mun berjast af kappi sem fyrr, fyrir liðið mitt, íþróttina og vonandi allan minn ferill", sagði Alonso. Hann kveðst ekki hafa áhyggjur af því að dómarar á Hockenheim sendu mál Ferrari áfram til akstursíþróttaráðs Ferrari. Ökumennirnir geti ekki breytt gangi mála og verði bara að sinna sínu starfi sem fyrr.
Mest lesið „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Körfubolti Hljóp maraþonhlaup á hverjum degi í heilt ár Sport Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Handbolti HM úr sögunni hjá Arnari Frey Handbolti „Hvar í fjáranum er þessi Íslendingur?“ Fótbolti „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Körfubolti „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Enski boltinn „Það mikilvægasta sem við eigum“ Handbolti Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum Handbolti Stórundarleg hegðun O'Sullivans Sport Fleiri fréttir Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Michael Schumacher verður afi Meistarinn með nýjan félaga eftir að Perez var sparkað Harður diskur með viðkvæmum upplýsingum um Schumacher týndur Fékk myndir sem áttu að sýna Schumacher við „slæma heilsu“ Norris vann og tryggði McLaren fyrsta titilinn í 26 ár McLaren langt komið með að tryggja sér heimsmeistaratitil bílasmiða Lítill Verstappen á leiðinni Russell segir að Verstappen hafi hótað að klessa á hann Heimavöllur heimsmeistarans tekinn af dagskrá Dagar Perez hjá Red Bull virðast taldir Hill hneykslaður: „Er Schumacher harmleikurinn ekki nóg fyrir sumt fólk?“ Lætur Bretann heyra það: „Mín virðing fyrir honum er engin“ Fyrrverandi lífvörður Schumachers reyndi að fjárkúga hann Sjá meira