Forstjóri FL-Group hótaði Kaupþingi að fara til lögreglu 12. apríl 2010 11:11 Inga Jóna sést hér með eiginmanni sínum Geir H. Haarde. Hún sagði sig úr stjórn Fl Group í júlí 2005. Mynd/Auðunn Níelsson Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Miklar sviptingar voru í mörgum félögum á síðustu árum og hallarbyltingar tíðar. Þó má segja að einn atburður skeri sig nokkuð úr, en það var þegar sex af sjö úr stjórn FL-Group sögðu af sér. Þrír þeirra sögðu sig úr stjórninni á stjórnarfundi 30. júní 2005 en þegar kom að aðalfundi 9. júlí höfðu þrír til viðbótar bæst í hópinn. Á aðalfundi félagsins hélt Inga Jóna Þórðardóttir, ein þeirra sem sagði af sér, ræðu þar sem hún skýrði úrsögn sína.Ástæður Ingu Jónu 1) Verkaskipting milli forstjóra og starfandi stjórnarformanns hafi verið óskýr. „Þegar stjórnarformaður er jafnframt í fullu starfi sem slíkur, eins og er í FL-Group, er enn brýnna að þessir hlutir séu í lagi og enginn velkist í vafa um verkaskiptingu forstjóra og starfandi stjórnarformanns. Að mínu viti verður það ekki gert nema með sérstakri samþykkt stjórnar sem hluta af starfsreglum." 2) Þá hafi þurft að tryggja að allar stærri fjárfestingar og skuldbindingar gagnvart félaginu væru ræddar og afgreiddar í stjórn áður en gengið væri frá samningum, en á því hafi orðið misbrestur. 3) Loks sagði hún að setja þyrfti félaginu skýra fjárfestingarstefnu þannig að ljóst væri hvert félagið stefndi og að ekki væri gengið of nærri því í fjárfestingum. Inga Jóna sagði að á vikunum fyrir síðasta stjórnarfund hennar hefði henni orðið ljóst að starfshættir innan stjórnar félagsins hefðu ekki verið með þeim hætti sem hún taldi að samþykktir félagsins og starfsreglur segðu til um. Hún benti á að í ársskýrslum Flugleiða árið 2004 kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum. „Í veigamiklum atriðum er verulegur misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum sem í gildi eru." Lýsing Ingu Jónu á setu sinni í stjórn FL-Group, í ræðu sinni á aðalfundi og í skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, er af stjórn þar sem starfsreglur eru brotnar í veigamiklum atriðum, að fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Hún taldi sig óháðan aðila í stjórn eða fulltrúa minni fjárfesta.Inga Jóna: Enginn spurði mig Í máli Ingu Jónu kom einnig fram að sumir stjórnarmanna hefðu talað saman milli stjórnarfunda og jafnvel hefðu verið teknar mikilvægar ákvarðanir um stórar fjárfestingar. Þá hefði henni borist til eyrna að stjórnarformaður stæði í ýmsum hlutum sem forstjórinn vissi ekki af. Í samtali hennar við forstjóra hefði komið fram að fjármunir hefðu horfið af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en forstjóri hótaði Kaupþingi að fara með málið til lögreglu. Hvers vegna útskýrði Inga Jóna ekki betur málin á sínum tíma? Svar hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis var einfaldlega: „Það var enginn sem spurði, ekki einn." Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira
Hannes Smárason, þáverandi forstjóri FL-Group, hótaði Kaupþing að fara til lögreglu eftir að fjármunir hurfu af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg árið 2005. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en eftir hótanir Hannesar. Þetta er meðal þess sem kemur fram í lýsingu Ingu Jónu Þórðardóttur um setu sína í stjórn FL-Group á sínum tíma og greint er frá í Rannsóknarskýrslu Alþingis. Miklar sviptingar voru í mörgum félögum á síðustu árum og hallarbyltingar tíðar. Þó má segja að einn atburður skeri sig nokkuð úr, en það var þegar sex af sjö úr stjórn FL-Group sögðu af sér. Þrír þeirra sögðu sig úr stjórninni á stjórnarfundi 30. júní 2005 en þegar kom að aðalfundi 9. júlí höfðu þrír til viðbótar bæst í hópinn. Á aðalfundi félagsins hélt Inga Jóna Þórðardóttir, ein þeirra sem sagði af sér, ræðu þar sem hún skýrði úrsögn sína.Ástæður Ingu Jónu 1) Verkaskipting milli forstjóra og starfandi stjórnarformanns hafi verið óskýr. „Þegar stjórnarformaður er jafnframt í fullu starfi sem slíkur, eins og er í FL-Group, er enn brýnna að þessir hlutir séu í lagi og enginn velkist í vafa um verkaskiptingu forstjóra og starfandi stjórnarformanns. Að mínu viti verður það ekki gert nema með sérstakri samþykkt stjórnar sem hluta af starfsreglum." 2) Þá hafi þurft að tryggja að allar stærri fjárfestingar og skuldbindingar gagnvart félaginu væru ræddar og afgreiddar í stjórn áður en gengið væri frá samningum, en á því hafi orðið misbrestur. 3) Loks sagði hún að setja þyrfti félaginu skýra fjárfestingarstefnu þannig að ljóst væri hvert félagið stefndi og að ekki væri gengið of nærri því í fjárfestingum. Inga Jóna sagði að á vikunum fyrir síðasta stjórnarfund hennar hefði henni orðið ljóst að starfshættir innan stjórnar félagsins hefðu ekki verið með þeim hætti sem hún taldi að samþykktir félagsins og starfsreglur segðu til um. Hún benti á að í ársskýrslum Flugleiða árið 2004 kæmi fram að stjórnin legði sérstaka áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum. „Í veigamiklum atriðum er verulegur misbrestur á að farið sé eftir þeim reglum sem í gildi eru." Lýsing Ingu Jónu á setu sinni í stjórn FL-Group, í ræðu sinni á aðalfundi og í skýrslu fyrir rannsóknarnefnd Alþingis, er af stjórn þar sem starfsreglur eru brotnar í veigamiklum atriðum, að fram kemur í skýrslu Rannsóknarnefndarinnar. Hún taldi sig óháðan aðila í stjórn eða fulltrúa minni fjárfesta.Inga Jóna: Enginn spurði mig Í máli Ingu Jónu kom einnig fram að sumir stjórnarmanna hefðu talað saman milli stjórnarfunda og jafnvel hefðu verið teknar mikilvægar ákvarðanir um stórar fjárfestingar. Þá hefði henni borist til eyrna að stjórnarformaður stæði í ýmsum hlutum sem forstjórinn vissi ekki af. Í samtali hennar við forstjóra hefði komið fram að fjármunir hefðu horfið af reikningum félagsins í Kaupþingi í Lúxemborg. Í nokkra mánuði vantaði þessar upphæðir og þær skiluðu sér ekki fyrr en forstjóri hótaði Kaupþingi að fara með málið til lögreglu. Hvers vegna útskýrði Inga Jóna ekki betur málin á sínum tíma? Svar hennar fyrir rannsóknarnefnd Alþingis var einfaldlega: „Það var enginn sem spurði, ekki einn."
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Innlent Fangi lést á Litla-Hrauni Innlent Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Innlent Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Innlent Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Innlent „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Innlent Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn Innlent Alræmdi túristahópurinn tók líka yfir pítsustað Innlent Fleiri fréttir „Þetta mál hélt fyrir mér vöku í tvo mánuði“ Fólk dvelji ekki í herbergjum með glugga í átt að Eyrarfjalli Lentu í dularfullum símatruflunum í Bratislava fyrir fimm árum Fangi lést á Litla-Hrauni Forsætisráðherra segir málið hugarburð, Píratar vilja rannsókn „Hefði verið ágætt að fresta þessu veðri fram yfir áramót“ „Þetta er auðvitað grafalvarlegt mál“ Fjöldahjálparstöðvar opnaðar vegna skriðuhættu Súðavíkurhlíð líka lokað og fjöldahjálparstöðvar reyndust óþarfar Jón muni ekki koma nálægt meðferð „hvalamálsins“ Stór aurskriða féll við Eyrarhlíð Þurftu að búa í næstu götu við morðingja bróður síns Vísbendingar um að andleg heilsa barna á Íslandi hafi batnað Móðirin ætlar að áfrýja „Sænska ástandið“ orðið að norrænu Segist ekki skulda dómsmálaráðherra skýringar Viðhorf til kvenna í leiðtogastörfum versnar Bein útsending: Kosningafundur Sambands íslenskra sveitarfélaga Kynna niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tvö vilja í Endurupptökudóm Kvarta til umboðsmanns Alþingis vegna blóðmerahalds Dæmdur fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás Ferðaðist frá Flateyri til Ísafjarðar til að fylla á vatnsflöskur Skriðuföll á Vestfjörðum og lokað fyrir vatnið á Flateyri Neysluvatnið í Bolungarvík drullugt og í ólagi Vildi drepa soninn svo hann kæmist til himna Loka fyrir vatnið á Flateyri eftir skriðu Opna sundlaugina í Grindavík á ný Þeim fækkar sem lesa og skrifa skilaboð við akstur Varað við vatnavöxtum og skriðuföllum: Vegir lokuðust á Vestfjörðum Sjá meira