Umfjöllun: Akureyri vann nauman sigur í Mosfellsbænum Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. desember 2010 20:01 Bjarni Fritzson í leiknum í kvöld. Mynd/Stefán Akureyri er enn ósigrað á toppi N1-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í æsispennandi leik í kvöld, 25-24. Liðin skiptust á að vera með forystuna í leiknum en Norðanmenn reyndust sterkari á lokakaflanum. Mosfellingar leiddu í hálfleik, 12-11. Akureyri byrjaði af miklum krafti í leiknum og var ekki annað að sjá að þeir ætluðu að tryggja sér sigurinn strax í fyrri hálfleik. En Mosfellingar eru ólseigir og gefast ekki upp þótt á móti blási. Staðan var orðin 6-2 eftir tíu mínútna leik en á næstu tíu mínútum fóru þeir á mikinn skrið og komust yfir, 9-8. Afturelding gaf ekkert eftir og náði að halda forystunni allt til loka fyrri hálfleiksins. Miklu munaði um Hafþór Einarsson, fyrrum markvörð Akureyrar, en hann fór á kostum í marki heimamanna og varði alls tólf skot í fyrri hálfleiknum, þar af eitt víti. Línumaðurinn Ásgeir Jónsson og hornamaðurinn Aron Gylfason voru gríðarlega öflugir í sóknarleik og nýttu öll sín skot í fyrri hálfleiknum, fjögur hvor talsins.Ásgeir Jónsson átti frábæran fyrri hálfleik í kvöld.Mynd/StefánSíðari hálfleikurinn var afar fjörugur og hófst af miklum krafti. Akureyri skoraði fyrsta markið og náði þá að jafna metin en Mosfellingar svöruðu fyrir sig með því að komast fjórum mörkum yfir, 17-13, eftir fimm mínútna leik. En þá kom leikkaflinn sem í raun gerði út um heimamenn. Akureyringum tókst að vinna sig inn í leikinn og skoruðu á næstu níu mínútum átta mörk gegn aðeins einu frá Aftureldingu. En sem fyrr gáfust Mosfellingar ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark og áttu meira að segja möguleika á jöfnunarmarkinu á lokasekúndunum. En allt kom fyrir ekki og Akureyringar fögnuðu enn einum sigrinum. Akureyringum tókst að loka algerlega á línuspil Aftureldingar í síðari hálfleik og refsuðu grimmt fyrir öll mistök heimamanna. Oddur Gretarsson átti góða spretti og Heimir Örn Árnason var sem fyrr dýrmætur í öllu spili Norðanmanna. Sveinbjörn Pétursson hefur oft átt betri daga í markinu en varði ágætlega inn á milli. Hafþór var góður gegn sínum gömlu félögum í Akureyri en það dugði ekki til. Haukur Sigurvinsson var drjúgur í síðari hálfleik og Jón Andri Helgason kom einnig sterkur inn. Það var þó ekki að sjá að þarna mættust efsta lið deildarinnar og lið sem er í harðri botnbaráttu. Mosfellingar börðust til síðasta blóðdropa eins og svo oft áður en í kvöld voru heilladísirnar á bandi Akureyringa sem halda ótrauðir áfram á sigurgöngu sinni. Tölfræði leiksins:Afturelding - Akureyri 24 - 25 (12 - 11)Mörk Aftureldingar (skot): Haukur Sigurvinsson 7/3 (13/4), Aron Gylfason 5 (5), Ásgeir Jónsson 4 (4), Jón Andri Helgason 4 (5), Bjarni Aron Þórðarson 2 (10/1), Arnar Theódórsson 1 (2), Hrafn Ingvarsson 1 (3), Eyþór Vestmann (1), Daníel Jónsson (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/2 (45/4, 44%). Hraðaupphlaup: 9 (Jón Andri 4, Aron 2, Haukur 2, Hrafn 1). Fiskuð víti: 5 (Aron 2, Arnar 2, Ásgeir 1). Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/2 (13/3), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (12), Heimir Örn Árnason 4 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Bjarni Fritzsson 2 (7/1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hlynur Matthíasson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (4), Geir Guðmundsson (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13 (35/2, 37%), Stefán Guðnason 1/1 (2/2, 50%). Hraðaupphlaup: 8 (Guðmundur Hólmar 2, Oddur 2, Bjarni 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1). Fiskuð víti: 4 (Oddur 2, Bjarni 1, Heimir Örn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson. Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira
Akureyri er enn ósigrað á toppi N1-deildar karla eftir sigur á Aftureldingu í Mosfellsbænum í æsispennandi leik í kvöld, 25-24. Liðin skiptust á að vera með forystuna í leiknum en Norðanmenn reyndust sterkari á lokakaflanum. Mosfellingar leiddu í hálfleik, 12-11. Akureyri byrjaði af miklum krafti í leiknum og var ekki annað að sjá að þeir ætluðu að tryggja sér sigurinn strax í fyrri hálfleik. En Mosfellingar eru ólseigir og gefast ekki upp þótt á móti blási. Staðan var orðin 6-2 eftir tíu mínútna leik en á næstu tíu mínútum fóru þeir á mikinn skrið og komust yfir, 9-8. Afturelding gaf ekkert eftir og náði að halda forystunni allt til loka fyrri hálfleiksins. Miklu munaði um Hafþór Einarsson, fyrrum markvörð Akureyrar, en hann fór á kostum í marki heimamanna og varði alls tólf skot í fyrri hálfleiknum, þar af eitt víti. Línumaðurinn Ásgeir Jónsson og hornamaðurinn Aron Gylfason voru gríðarlega öflugir í sóknarleik og nýttu öll sín skot í fyrri hálfleiknum, fjögur hvor talsins.Ásgeir Jónsson átti frábæran fyrri hálfleik í kvöld.Mynd/StefánSíðari hálfleikurinn var afar fjörugur og hófst af miklum krafti. Akureyri skoraði fyrsta markið og náði þá að jafna metin en Mosfellingar svöruðu fyrir sig með því að komast fjórum mörkum yfir, 17-13, eftir fimm mínútna leik. En þá kom leikkaflinn sem í raun gerði út um heimamenn. Akureyringum tókst að vinna sig inn í leikinn og skoruðu á næstu níu mínútum átta mörk gegn aðeins einu frá Aftureldingu. En sem fyrr gáfust Mosfellingar ekki upp og náðu að minnka muninn í eitt mark og áttu meira að segja möguleika á jöfnunarmarkinu á lokasekúndunum. En allt kom fyrir ekki og Akureyringar fögnuðu enn einum sigrinum. Akureyringum tókst að loka algerlega á línuspil Aftureldingar í síðari hálfleik og refsuðu grimmt fyrir öll mistök heimamanna. Oddur Gretarsson átti góða spretti og Heimir Örn Árnason var sem fyrr dýrmætur í öllu spili Norðanmanna. Sveinbjörn Pétursson hefur oft átt betri daga í markinu en varði ágætlega inn á milli. Hafþór var góður gegn sínum gömlu félögum í Akureyri en það dugði ekki til. Haukur Sigurvinsson var drjúgur í síðari hálfleik og Jón Andri Helgason kom einnig sterkur inn. Það var þó ekki að sjá að þarna mættust efsta lið deildarinnar og lið sem er í harðri botnbaráttu. Mosfellingar börðust til síðasta blóðdropa eins og svo oft áður en í kvöld voru heilladísirnar á bandi Akureyringa sem halda ótrauðir áfram á sigurgöngu sinni. Tölfræði leiksins:Afturelding - Akureyri 24 - 25 (12 - 11)Mörk Aftureldingar (skot): Haukur Sigurvinsson 7/3 (13/4), Aron Gylfason 5 (5), Ásgeir Jónsson 4 (4), Jón Andri Helgason 4 (5), Bjarni Aron Þórðarson 2 (10/1), Arnar Theódórsson 1 (2), Hrafn Ingvarsson 1 (3), Eyþór Vestmann (1), Daníel Jónsson (3).Varin skot: Hafþór Einarsson 20/2 (45/4, 44%). Hraðaupphlaup: 9 (Jón Andri 4, Aron 2, Haukur 2, Hrafn 1). Fiskuð víti: 5 (Aron 2, Arnar 2, Ásgeir 1). Utan vallar: 2 mínútur.Mörk Akureyrar (skot): Oddur Gretarsson 8/2 (13/3), Guðmundur Hólmar Helgason 5 (12), Heimir Örn Árnason 4 (7), Hörður Fannar Sigþórsson 3 (4), Bjarni Fritzsson 2 (7/1), Guðlaugur Arnarsson 1 (1), Hlynur Matthíasson 1 (1), Daníel Einarsson 1 (4), Geir Guðmundsson (3). Varin skot: Sveinbjörn Pétursson 13 (35/2, 37%), Stefán Guðnason 1/1 (2/2, 50%). Hraðaupphlaup: 8 (Guðmundur Hólmar 2, Oddur 2, Bjarni 1, Guðlaugur 1, Heimir Örn 1, Hörður Fannar 1). Fiskuð víti: 4 (Oddur 2, Bjarni 1, Heimir Örn 1). Utan vallar: 4 mínútur. Dómarar: Jónas Elíasson og Ingvar Guðjónsson.
Olís-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Fortuna - Breiðablik 2-4 (3-4) | Ótrúleg endurkoma Blika Fótbolti Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Handbolti Trump hitti Ronaldo: Held að sonur minn virði föður sinn aðeins meira núna Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport „Hefði verið vondur tímapunktur í allri neikvæðninni“ Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Norskur landsliðsmaður í tveggja vikna skilorðsbundið fangelsi Fótbolti Fleiri fréttir Lið Blæs rak þjálfarann og íþróttastjórann Daníel lokaði markinu í Skógarseli Markasúpa og Magdeburg enn með fullt hús í Meistaradeildinni Sólveig ráðin framkvæmdastjóri HSÍ Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ „Ómetanlegt og mikil reynsla fyrir félagið“ Uppgjörið: Fram - HC Kriens-Luzern 31-35 | Fram bíður enn eftir fyrsta stiginu „Ég held að þetta geri okkur alla betri“ Stórleikur Óðins dugði ekki til en Melsungen í góðum málum Landsliðskonan dæmd í eins leiks bann „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Sveinar Guðjóns Vals aftur á sigurbraut Matthildur Lilja kölluð inn í HM hópinn Donni og félagar höfðu ekki erindi sem erfiði „Þetta er allt annað dæmi“ „Skrýtið að spila þennan leik“ „Hrikalega stoltur af stelpunum“ Valur - Blomberg-Lippe 22-22 | Valur kveður Evrópudeildina með jafntefli Arnór hafði betur í Íslendingaslagnum Ágúst laus úr frystikistu í Danmörku Tumi Rúnarsson með fjögur mörk í sigri Haukar úr leik í Evrópubikar kvenna ÍBV með öruggan sigur í Garðabænum Misjafnt gengi Íslendinga í skandinavískum handbolta Selfoss lagði KA/Þór fyrir norðan Úti er ævintýri hjá Elínu Klöru en HM tekur við Einar Baldvin kom í veg fyrir frábæran sigur Þórs Eyjamaðurinn vann öflugan Framara í Svíþjóð Fram fagnaði eftir flókna ferðaviku Sjá meira