Webber: Stigataflan lýgur ekki um árangur 5. maí 2010 12:10 Red Bull telst vera með fljótasta bílinn að mati flestra toppökumanna. mynd: Getty Images Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull telur stöðu sína í Formúlu 1 vera eins og við er að búast, eftir fyrstu fjögur mótin. Hann segir ökumenn og lið skapa sér gæfu. "Maður skapar sér eigin heppni og úrslitin sem upp koma gilda og stigataflan lýgur aldrei", sagði Webber í samtali við Autosport. Hann keppir í fyrsta mótinu í Evrópu á Barcelona brautinni á Spáni um næstu helgi. "Það er ekki að okkur skorti hraða, en aðstæður hafa verið sérstakar. Við höfum spilað úr þeim spilum sem við höfum haft, bæði um borð í bílnum og á þjónustusvæðinu. Það er ekki hægt að spóla tilbaka. Eitt mót gekk vel, en í hinum mótunum gengu misvel. Jenson Button náði tveimur góðum mótum, en það hafa margir lenti í vandræðum til þessa." Hann telur að rigning hafi sett smávegis hulu yfir það hvernig nýju reglurnar virka og það hefur varnað því að mót hafa þróast eins og fyrsta mótið í Barein, sem var miður góð skemmtun. "Reglunum var breytt því það var ekki hægt að vera með 900 hestafla bíla og dekkasttríð. Síðan var spólvörn sleppt, einn dekkjaframleiðandi útvegar dekk, KERS var notað og svo ekki. Við breytum miklu milli ára. Hvað sem því líður hef ég alltaf gaman af því að keyra bílanna og við þurfum annað aksturslag. Þurfum að venjast því að byrja á bensínþungum bíl og ljúka mótinu á léttum bíl. Við þurfum sífellt að þróa okkur sem ökumenn", sagði Webber. Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Ástralinn Mark Webber hjá Red Bull telur stöðu sína í Formúlu 1 vera eins og við er að búast, eftir fyrstu fjögur mótin. Hann segir ökumenn og lið skapa sér gæfu. "Maður skapar sér eigin heppni og úrslitin sem upp koma gilda og stigataflan lýgur aldrei", sagði Webber í samtali við Autosport. Hann keppir í fyrsta mótinu í Evrópu á Barcelona brautinni á Spáni um næstu helgi. "Það er ekki að okkur skorti hraða, en aðstæður hafa verið sérstakar. Við höfum spilað úr þeim spilum sem við höfum haft, bæði um borð í bílnum og á þjónustusvæðinu. Það er ekki hægt að spóla tilbaka. Eitt mót gekk vel, en í hinum mótunum gengu misvel. Jenson Button náði tveimur góðum mótum, en það hafa margir lenti í vandræðum til þessa." Hann telur að rigning hafi sett smávegis hulu yfir það hvernig nýju reglurnar virka og það hefur varnað því að mót hafa þróast eins og fyrsta mótið í Barein, sem var miður góð skemmtun. "Reglunum var breytt því það var ekki hægt að vera með 900 hestafla bíla og dekkasttríð. Síðan var spólvörn sleppt, einn dekkjaframleiðandi útvegar dekk, KERS var notað og svo ekki. Við breytum miklu milli ára. Hvað sem því líður hef ég alltaf gaman af því að keyra bílanna og við þurfum annað aksturslag. Þurfum að venjast því að byrja á bensínþungum bíl og ljúka mótinu á léttum bíl. Við þurfum sífellt að þróa okkur sem ökumenn", sagði Webber.
Mest lesið Endaði á sjúkrahúsi eftir árás frá kú Sport Elsti maraþonhlaupari sögunnar varð fyrir bíl og lést Sport Trump fékk alvöru bikarinn en Chelsea aðeins eftirlíkingu Fótbolti Kaupa ekki Ekitike vegna þess að þeir ætli að selja Isak til Liverpool Enski boltinn Totti í harðri forræðisdeilu um fjögur Rolex úr Fótbolti Einn af hinum smávöxnu í afmæli Yamal kemur stráknum til varnar Fótbolti „Það var engin taktík“ Fótbolti Íslandsvinirnir í Puma borga Manchester City 165 milljarða Enski boltinn Segist hafa farið 47 sinnum holu í höggi á ferlinum Golf Sjáðu mörkin úr Bestu: Hetjudáðir fyrirliðans og alvöru innkoma Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira