Samstaða 15. mars 2010 06:00 Jón Gunnarsson skrifar um samstarf á Alþingi Auðvitað á að ríkja meiri samstarfsvilji á milli allra flokka á Alþingi. Það hefur lengi verið skoðun sjálfstæðismanna. Þetta á ekki síst við í Ice Save málinu þar sem sést hefur hverju samstaða getur skilað. Í því máli lýstum við því yfir snemma á síðasta ári að við værum tilbúin til að leggja okkar af mörkum með ríkisstjórninni við lausn málsins. Á það var ekki hlustað og því er staðan eins og hún er. Þetta mál hefur tekið alltof langan tíma í öllu tilliti. Nú segjast ríkisstjórnarflokkarnir vilja víðtækara samráð um hin ýmsu mál og þá sérstaklega atvinnumál og málefni heimilanna. Í þessum málum hefur ríkisstjórnin sýnt algert getu- og viljaleysi. Þykir einhverjum ákall stjórnarflokkanna trúverðugt? Hefur það samstarf sem t.a.m. atvinnulífið hefur átt við þessa ríkisstjórn skilað einhverjum árangri? Aðilar vinnumarkaðarins gerðu í fyrra „stöðugleikasáttmála“ við ríkisstjórnina. Sáttmálinn lofaði góðu og gaf vonir um frið á vinnumarkaði og að vinna hæfist við uppbyggingu atvinnulífsins og lausn á vanda fjölda heimila. Nú eru þessir aðilar farnir að kalla þennan sáttmála, „kyrrstöðusáttmála“, vegna aðgerða-, vilja- og getuleysis ríkisstjórnarinnar. Þolinmæði þeirra er skiljanlega á þrotum. Óeiningin á Alþingi er fyrst og fremst innan stjórnarflokkanna og því fáránlegt að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar vegna þeirrar erfiðu stöðu sem við blasir. Við höfum ekki annað til „saka“ unnið en að gagnrýna slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem er okkar verkefni. Veldur hver á heldur. Ábyrgð Alþingis er mikil og samvinna og samstaða eru sem aldrei fyrr nauðsynleg til að koma málum áfram. Til þeirra verka erum við sjálf-stæðismenn tilbúnir. Til að trúverðugleiki fylgi slíku samstarfi verður það að vera á réttum vettvangi. Ákall þjóðarinnar eftir meiri samstöðu er réttmæt krafa og henni verður eingöngu svarað með þjóðstjórn sem sameinast um brýnar aðgerðir til lausnar vanda atvinnulífs og heimila. Ef ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki tilbúnir til slíks samstarfs sýnir það okkur að þar fylgir hugur ekki máli. Höfundur er alþingismaður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Gunnarsson Mest lesið Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun Verstu kennarar í heimi Gígja Bjargardóttir Skoðun Hinir vondu fjármagnseigendur! Guðmundur Ragnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Allt að helmingslíkur á eyðingu byggðar á Íslandi Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Dæmisaga úr raunveruleikanum Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Hin marguntöluðu orkuskipti í bílaflota landsmanna Þorgeir R. Valsson skrifar Skoðun Betri stjórnvöld, ekki meiri stjórnvöld Sigríður María Egilsdóttir skrifar Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Blóðmeramálið til umboðsmanns Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Meira fyrir minna: Bætt nýting opinberra fjármuna Álfrún Tryggvadóttir skrifar Skoðun Ný Ölfusárbrú – af hverju svona brú? Guðmundur Valur Guðmundsson skrifar Skoðun Friðhelgar fótboltabullur Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Sex af níu flokkum á móti hvalveiðum Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Allt fyrir listina Brynhildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tryggjum nýliðun bændastéttarinnar Þórdís Bjarnleifsdóttir skrifar Skoðun Óskalisti minn SIgurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aukin stuðningur við ferðasjóð íþróttafélaga dregur úr ójöfnuði Hannes S. Jónsson skrifar Skoðun Það er þetta með traustið Helga Sigrún Harðardóttir skrifar Skoðun Plan Samfylkingar: Svona náum við niður vöxtunum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun 6000 íbúðirnar sem vantar - í boði borgarinnar Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög - sóknarfæri á húsnæðismarkaði? Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Það er enginn á vakt Áslaug Ýr Hjartardóttir skrifar Skoðun Svalur, Valur og Hvalur Þorvaldur Logason skrifar Skoðun Opið bréf til samninganefnda KÍ og SÍS Guðrún Eik Skúladóttir skrifar Skoðun Ungt fólk og þörfin fyrir skjótar aðgerðir í menntun Fannar Logi Waldorff Sigurðsson skrifar Skoðun Mikilvægasta launaviðtalið Bessí Þóra Jónsdóttir skrifar Skoðun Leikskólaverkfall - slæmur draumur Jóhanna Dröfn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Burt með baráttusöngva úr virkjunarkafla stóriðjustefnunnar Andrés Ingi Jónsson skrifar Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar Skoðun Meiri árangur…fyrir útvalda Aðalheiður Marta Steindórsdóttir skrifar Skoðun Ertu karlmaður á miðjum aldri á breytingarskeiðinu? Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Hvenær ætlarðu að flytja heim? Jón Þór Kristjánsson skrifar Sjá meira
Jón Gunnarsson skrifar um samstarf á Alþingi Auðvitað á að ríkja meiri samstarfsvilji á milli allra flokka á Alþingi. Það hefur lengi verið skoðun sjálfstæðismanna. Þetta á ekki síst við í Ice Save málinu þar sem sést hefur hverju samstaða getur skilað. Í því máli lýstum við því yfir snemma á síðasta ári að við værum tilbúin til að leggja okkar af mörkum með ríkisstjórninni við lausn málsins. Á það var ekki hlustað og því er staðan eins og hún er. Þetta mál hefur tekið alltof langan tíma í öllu tilliti. Nú segjast ríkisstjórnarflokkarnir vilja víðtækara samráð um hin ýmsu mál og þá sérstaklega atvinnumál og málefni heimilanna. Í þessum málum hefur ríkisstjórnin sýnt algert getu- og viljaleysi. Þykir einhverjum ákall stjórnarflokkanna trúverðugt? Hefur það samstarf sem t.a.m. atvinnulífið hefur átt við þessa ríkisstjórn skilað einhverjum árangri? Aðilar vinnumarkaðarins gerðu í fyrra „stöðugleikasáttmála“ við ríkisstjórnina. Sáttmálinn lofaði góðu og gaf vonir um frið á vinnumarkaði og að vinna hæfist við uppbyggingu atvinnulífsins og lausn á vanda fjölda heimila. Nú eru þessir aðilar farnir að kalla þennan sáttmála, „kyrrstöðusáttmála“, vegna aðgerða-, vilja- og getuleysis ríkisstjórnarinnar. Þolinmæði þeirra er skiljanlega á þrotum. Óeiningin á Alþingi er fyrst og fremst innan stjórnarflokkanna og því fáránlegt að draga stjórnarandstöðuna til ábyrgðar vegna þeirrar erfiðu stöðu sem við blasir. Við höfum ekki annað til „saka“ unnið en að gagnrýna slæleg vinnubrögð ríkisstjórnarinnar sem er okkar verkefni. Veldur hver á heldur. Ábyrgð Alþingis er mikil og samvinna og samstaða eru sem aldrei fyrr nauðsynleg til að koma málum áfram. Til þeirra verka erum við sjálf-stæðismenn tilbúnir. Til að trúverðugleiki fylgi slíku samstarfi verður það að vera á réttum vettvangi. Ákall þjóðarinnar eftir meiri samstöðu er réttmæt krafa og henni verður eingöngu svarað með þjóðstjórn sem sameinast um brýnar aðgerðir til lausnar vanda atvinnulífs og heimila. Ef ríkisstjórnarflokkarnir eru ekki tilbúnir til slíks samstarfs sýnir það okkur að þar fylgir hugur ekki máli. Höfundur er alþingismaður.
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson skrifar
Skoðun Kæri oddviti Samfylkingarnar í Reykjavíkurkjördæmi suður Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Örugg skref Samfylkingar í geðheilbrigðismálum Alma Möller,Elín Anna Baldursdóttir,Sævar Már Gústavsson skrifar
Ábendingar Sameinuðu þjóðanna um hvað betur megi fara í mannréttindamálum á Íslandi Þórhallur Guðmundsson Skoðun
Hvar er stjarna Framsóknarflokksins í síðustu kosningum núna? „Barnaverndarpáfinn“! Davíð Bergmann Skoðun