Veðurguðirnir hjálpuðu Webber 28. ágúst 2010 21:56 Fremstu menn, Robert Kubica, Mark Webber og Lewis Hamilton eru í fyrstu þremur sætunum á ráslínu. Mynd: Getty Images Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna ."Við vissum að fyrstu hringurinn yrði mikilvægur, því hlutirnir eru óútreiknanlegir hérna. Veðrið hefur verið óvenjulegt, jafnvel fyrir Spa, svona af og á veður", sagði Webber eftir að hafa náð besta tíma í dag. Veðrið hjálpaði Webber, en hann náði besta tíma í fyrri hluta lokaumferðarinnar og regnskúr hefti keppinauta hans síðustu mínúturnar, nema hvað Lewis Hamilton var brotabrotum frá því að slá Webber við, þrátt fyrir rigninguna. "Það var því mikilvægt að ná góðum hring. Ég var ánægður með fyrsta hringinn, en maður veit aldrei hvað keppinautarnir eiga inni. Það var gott að ná besta tíma eftir hálfa tímatökuna, en veðrið gerði öðrum erfitt um vik. Lewis gerði vel á lokasprettinum." "Það er ómögulegt að spá í veðrið, skúrirnar hérna eru óútreiknanlegar. Þetta er sérstök braut, eins og allir vita í miðjum skógi. Flestir náðu þeim árangri sem er við að búast í tímatökunni í dag", sagði Webber. Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Mark Webber er fyrstur á ráslínu í Spa kappakstrinum sem er á sunnudag og verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport kl. 11.30 í opinni dagskrá. Webber náði besta tíma við erfiðar aðstæður og skákaði keppinautum sínum með aðstoð veðurguðanna ."Við vissum að fyrstu hringurinn yrði mikilvægur, því hlutirnir eru óútreiknanlegir hérna. Veðrið hefur verið óvenjulegt, jafnvel fyrir Spa, svona af og á veður", sagði Webber eftir að hafa náð besta tíma í dag. Veðrið hjálpaði Webber, en hann náði besta tíma í fyrri hluta lokaumferðarinnar og regnskúr hefti keppinauta hans síðustu mínúturnar, nema hvað Lewis Hamilton var brotabrotum frá því að slá Webber við, þrátt fyrir rigninguna. "Það var því mikilvægt að ná góðum hring. Ég var ánægður með fyrsta hringinn, en maður veit aldrei hvað keppinautarnir eiga inni. Það var gott að ná besta tíma eftir hálfa tímatökuna, en veðrið gerði öðrum erfitt um vik. Lewis gerði vel á lokasprettinum." "Það er ómögulegt að spá í veðrið, skúrirnar hérna eru óútreiknanlegar. Þetta er sérstök braut, eins og allir vita í miðjum skógi. Flestir náðu þeim árangri sem er við að búast í tímatökunni í dag", sagði Webber.
Mest lesið Magavandamálin farin að trufla hana Sport Arnar heitur á fundinum: Umræðan eftir síðasta leik var á köflum Fótbolti Gætu tekið HM-metið af okkur Íslendingum Fótbolti Viktor Gísli skallaði slána í Meistaradeildarleik Handbolti Galdramenn í Garðabænum: „Ég hélt að hann væri í fimm leikja banni“ Körfubolti Fór upp Eiffelturninn á hjóli Sport Svona var blaðamannafundur Deschamps Fótbolti Vonsviknir Valsmenn biðla til KKÍ að taka á liðaflakki Körfubolti Haaland yfirgefur norska landsliðshópinn Fótbolti Reynir að endurheimta markametið með því að finna gömul óskráð mörk Fótbolti Fleiri fréttir Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira