Forseti Ferrari kveikti í Schumacher 28. janúar 2010 15:53 Luca Montezemolo, forseti Ferrari. Mynd: Getty Images Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé sín sök að Michael Schumacher er farinn að keyra fyrir Mercedes. Montezemolo vildi að Schumacher keyrði í stað Massa í fyrra. Massa meiddist í óhappi í Ungverjalandi og lengi vel leit út fyrir að Schumacher tæki sæti hans tímabundið. Ekki varð úr vegna hálsmeiðsla, en málið kveikti í áhuga Schumacher á að keppa á ný. "Það var ég sem vakti Schumacher upp í fyrra, en ég bjóst samt aldrei við að sjá hann í öðrum keppnisbíl en Ferrari", sagði Montezemolo á frumsýningu Ferrari í dag. "Schmacher er keppnismaður, andstæðingur okkar eins og margir aðrir. Ég hef ekki áhyggjur af því að hann hafi farið með mikilvæga vitneskju frá okkur til Mercedes." "Við erum í góðum málum. Við erum með Massa og Alonso. Alonso hefur þroskast mikið, er ungur og sterkur og hefur tvsivar orðið meistari, árið 2005 og 2006, lagði okkur að velli", sagði Montezemolo. Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Luca Montezemolo, forseti Ferrari segir að það sé sín sök að Michael Schumacher er farinn að keyra fyrir Mercedes. Montezemolo vildi að Schumacher keyrði í stað Massa í fyrra. Massa meiddist í óhappi í Ungverjalandi og lengi vel leit út fyrir að Schumacher tæki sæti hans tímabundið. Ekki varð úr vegna hálsmeiðsla, en málið kveikti í áhuga Schumacher á að keppa á ný. "Það var ég sem vakti Schumacher upp í fyrra, en ég bjóst samt aldrei við að sjá hann í öðrum keppnisbíl en Ferrari", sagði Montezemolo á frumsýningu Ferrari í dag. "Schmacher er keppnismaður, andstæðingur okkar eins og margir aðrir. Ég hef ekki áhyggjur af því að hann hafi farið með mikilvæga vitneskju frá okkur til Mercedes." "Við erum í góðum málum. Við erum með Massa og Alonso. Alonso hefur þroskast mikið, er ungur og sterkur og hefur tvsivar orðið meistari, árið 2005 og 2006, lagði okkur að velli", sagði Montezemolo.
Mest lesið Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Fótbolti Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ Körfubolti „Ef þeir fá ekki gul spjöld halda grófu brotin bara áfram“ Fótbolti „Ég trúi þessu varla“ Sport Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Körfubolti United hættir að bjóða upp á frían hádegismat Enski boltinn Carragher kallaði Ferdinand trúð Enski boltinn Þolinmæðin á Højlund nánast á þrotum Enski boltinn „Erfiðleikar utan vallar“ hafa styrkt spænsku stelpurnar Fótbolti Galatasaray sakar Mourinho um rasisma Fótbolti Fleiri fréttir Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúlu 1 ungstirnið viðurkennir að hafa fallið á ökuprófinu Eiginkona Michael Schumacher í áfalli Dómur fallinn: „Þetta var viðbjóðslegt af mér og ég tek fulla ábyrgð“ Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira